Sunnanfari - 15.10.1900, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 15.10.1900, Blaðsíða 8
5é mörg, og hvort þau ekki yrðu þar tamin; hvað bisk- upshúsinu liði og hvar hann væri ; hvort eg væri búinn með undirbúning Jónsbókar útgáfu, hvað langt vœri síðan hún var seinast prentuð; hvort almúg- inn æti smjör eða lifði á öðru en fiski dyfðum í súrmjólk eða skyr. Upp á þetta anzaði eg alt. Hann sagði mig orðinn digrari en þá eg var hér seinast og var hinu náðugasti. 3. Frá konungi keyrði eg til prinz Christian; var þar fult fyrir af höfðingjum til að heilsa hon- um og votta heiðrun. Hann spurði mig ítarlega frá íslandi og hvort eg ei vissi, að hann lóti sér um það ant. Eg anzaði því síðara : jú, og hinu sem eg gat. Hann kvaðst lengi hafa í huga haft að sjá Island, og nú eínkum að sumri. Það mundi kosta rúma tvo mánuðí. Eg kvað ísland hlakka til þeirrar náðar og heiðurs að sjá sinn tilkomanda konung í fyrsta sinni á lóð sinni, en mega fyrir- verða sig að geta hvergi boðið sh'kum herra undir sitt þak. Hann tók því náðuglega, spurði mig um Viðey og æðarfuglinn, og hvað liði byggingu bisk- upshússins, um eldgosin, um triávöxt, um hverana. Spurði, hvort eg hefði ei verið hér seinast sór sam- tíða. Eg kvað nei við. Hann kvað okkar fundum oftar mundi í vetur saman bera. Með það kvaddi eg hann, mikinn skynsemdar, góðsemdar og ljúf- lyndis herra. Þaðan: 4. til yfirhofmarskálks Hauehs, sem tók mór með fornu honum eiginlegu Ijúflyndi. Um eftir- miðdaginn kom til mín kammerherra Hoppe, sat lengi og spjallaði, og cancelliráð Hammerich. Heils- aði eg geheimeráð'i Cold; hann hjalaði Iengi við rnig um Jónsbókarverk, og var hinn ljúfasti maður. 8. n ó v . bauð prófessor Rask mér á fund . Forn- fræðafólagsins um kvöldið, hvar eg mætti og hér um bil 20 aðrir. Þar var konferenzráð Schlegel, sem lengi ræddi við mig um Jónsbókarverkið og Grágásir, — og kammerjunkur, major Abrahamson, sem kom til mín, kvaðst hafa séð mig í gær í for- sali konungs, hvar cg þekti hann þá ei, og uú lijal- aði eg mikið við hann tim ymislegt. Hann og lengi um A s g r í m s illa[þ.e. Asgr/ms Vigfússonar Hellna- prests] mál; hélt hann ofsóktan engil guðs og af- laga borinn stórum, að dómi generalfiskals etazráðs Bildsteds, advocats Guldbergs og fleiri; kvað grófar álygar um Ásgrím, að hann drykki, þv/ hann smakk- aði nú í tvö ár einungis vatn, en hvorki brennivín né vín, og blandaði æ vatni í skildingsöl við þorsta. Eg komplimenteraði majórnum út af forþónustum hans við Lancasters bamaskólakenslu útbreið3lu og við steinprentið. Haun forþenkti það alls ekki. A fundinum urðu amtmaSur Thorsteinsson og apótek- O(ddur) Thorarensen félagar. Þar fann eg nokkra prófessóra, justizráð Langeland, Gunnlaug Oddsson, Hrepp [þ. e. Þorleif Gnðmundsson Repp], Rafn, Erichsen [þ. e. Vigfús Erichsen] o. fl. Nýprentuð íslenzk stafsetningarorðbók Björn Jónsson hefir samið að tilhlutun Blaðamannafólagsíns. Kostar innb. 80 a. Þótt fylgt sé í bók þessari, — sem þeir Pálmi P á 1 s s o n og G e i r T. Z o é g a, kennarar við latíuuskólann, o. fl., hafa unnið að með aðalhöfund- inum, — Blaðamannafólagsstafsetningunni, sem svo er nefnd, þá er hún mjög þörf og gagnleg þeim, er skólastafsetningunni fylgja, vegna þess, að hvör- irtveggju rita meiri hluta orða alveg e i n s, eða að minsta kosti m e s t a 1 t þ a ð, er v a n d a s a m- ast er í ísl. stafsetningu, t. d. ber þeim alveg saman um, hvar rita skuli y og ý og um z að all- miklu leyti. Með því að fjöldi lærSra manna, hvaS þá heldur leikra, er í töluverðum vafa um allmörg orð í mál- inu, hvernig þau skuli rita, þá er stafsetningarorð- bók ómissandi handbók fyrir hvorutveggja, með því að þ a r m á s j á v i S s t ö ð u 1 a u s t h i n n rétta ritthátt vandritaðra orða, að því er framast er kostur á að vita eSa færustu stafsetn- iugarfræðingar hafa orðið ásáttir um, og það hvor- um hinna algengu rithátta sem fylgt er (Blaðam.fél. eSa skólastafsetn.). Til þess að vinna upp dráttinn á útkomu blaðsins í sumar, kemur það út tvisvar í þessum mánuði, en síðan 1. og 15. nóvbr. og 1- og 15. desbr-, og þá er árgangurinn búinn. Ritstjórar: Björn Jónsson (útgef. og ábm.) og Einar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.