Sunnanfari - 01.03.1902, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.03.1902, Blaðsíða 1
W W W 'A'' V' w X 3. REYKJAVIK MARZMAN. 1902 jjigurður Magnússon, óðalsbóndi að Kópsvatni, er fæddur að Berghyl í Hrunamannahreppi 2. des. 1827. Foreldrar hans voru Magniis hrepp- stjóri og síðar alþingismaður, Andrésson, hrepp- stjóra á Seli, Narfasonar, og Katrín Eiríksdóttir, breppstjóra Vigfússonar á Reykjum á Skeiðum ; en móðir Katrínar var Ing- unn Eiríksdóttir frá Bolholti (frá honum er komin Bolholts- ætt). Þá er Sigurður var a 4. ár- inu, fluttust foreldrar hans bú- ferlum að Syðra-Laugholti í sama hreppi; ólst hann þar upp hjá þeim þar til hann var 14 ára, A 1^;. ári var haim staðfestur af síra Jóni Högna- syni í Hrepphólum, og þólti einkar-vel að sér. Þá bjuggu að Kópsvatni merkishjónin Jón dannebrogsmaður og hrepp- stjóri, Einarsson, bónda á Berghyl, og Katrín Jónsdóttir, bónda i ReykjadaJ, Eiríksson- ar frá Bolholti. Þau feugu Sigurð íyrir smaladreng, er hann var 14 ára. Kom hann sér þar svo vel, að þau sleptu honum eigi aftur. Var hann hjá þeim upp frá því meðan þau lifðu og lofaðist Kristrúnu dóttur þeirra. Þau hjón, Jón og Katrín, önduðust bæði sama árið, 1855. Hafði Jón áður gjört þá ráðstöfun, með samþykki sona sinna, að Sigurður skyldi taka við jörðinni Kóps- vatni eftir hann. Giftust þau Kristrún 27. des. s. á. Bjuggu þau síðan að Kópsvatni til 1900, eða 45 ár, og búnaðist ágætlega. Gátu þau smámsaman keypt jörðina. Voru þó erfið ár SIGUKÐUK MAGNÚ8SON FEÁ KÓPSVATNI framan af; því á fyrsta búskaparári þeirra kom fjár- kláðinn og svo niðurskurðurinn árið eftir; en þá næsta sumar, 1858, var keyptur nýr fjárstofn í Norðurlandi. Meðan á þessu stóð, þurfti mjög á forsjá og samheldi að halda, og eigi var minst' komið undir þeim mönnum, er gæti haldið fé- lagsskapnum saman. En til þess var Sigurður manna bezt fallinn. Fekk hann svo mikið orð á sig i þessum framkvæmdum, að ár- ið eftir, 1859, var hann skip- aður hreppstjóri í Hruna- mannahreppi; liélt hann því embætti til 1879, er heilsa hans tók að bila. Tveir voru hreppstjórar í öllum stærri hreppum, áður hreppsnefndir kæmist á; en svo var sem eigi þyrfti hreppstjóra með Sigurði; þar í hrepp þótti eigi ráð ráðið, nema hans ráð væri. I hreppsnefnd var liann frá því hún komst á, 1874, til 1882. Þótti þar gott mann- val í breppsnefnd, er síra Jó- iiann Briem i Hruna var odd- viti og þeir bræður Helgi í Birtingaholti og Sigurður með honum, ásamt 2 öðrum góð- um bændum. Þótti Hruna- mnnnahreppur þá einhver myndarlegasti hreppur- inn í sýslunni, og býr enn að því. Allar fram- kvæmdir til hreppsþarfa komu mest á Sigurð. Var það bæði, að hann þótti manna bezt til þess fallinn, og svo var hann ósérhlítinn og taldi eigi eftir sér að verja tíma og kröftum til almenningsþarfa. En engu minni tíma varði hann til ýmissar liðveizlu við einstaka menn ; því til hans var ávalt flúið, þegar einhver í sveit-

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.