Sunnanfari - 01.03.1902, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.03.1902, Blaðsíða 3
19 Stephan G. Stephansson. Eftir Guðrn. Friðjónsson. I. Nýlega var eg spurður, hvern eg héldi mestan bragarsmið, þeirra manna sem nú kveða á íslenzku. Eg svaraði hiklaust: Stephan G. Stephansson. Þetta er deiluefni að vísu. Lengi má færa á- stæður með og móti, þegar einn maður er tekinn fram ýfir annan. Þegar um það er deilt, hver sé mestur skáldmæringur, verður margt að korna til greina, og verður það lengst álitamál, hvaða kostir séu þyngstir á metunum, hvort heldur um skáldskap er að tefla, eða aðrar iþróttir. Einum er gefin hagmælska og fyndni. Annar er kjarn- yrtur, stirðkvæður og þungskilinn. Vanmáttur eins er styrkur annars o. s. frv. Eg skal enga dul draga á mælistikuna, sem eg legg á skáldið. Þann mann tel eg mestan smið, sem smíðar flesta frumlega smíðisgripi. Þvi tel eg það skáld mest, sem flest kvæði yrkir frumleg og einkennileg — sem auðugast er af efni, orðum og skoðunum. Alla þessa kosti hefir Stephan G. Stephansson með svo miklum yfirburðum yfir öll islenzk skáld, sem nú eru á lífi, að þau komast hvergi í nánd honum að þessu leyti. * Og engin skáld vor hafa tunguna á valdi sínu til jafns við hann — að því er kemur til ný- yrðasmíða. Hann er svo listfengur á þessa vísu, að hann slær mótaða mynt úr málgulli þjóðar vorrar, hvar sem hann er staddur. Og þó er hann ekki meira en meðalskáld að hagmælsku. Því er miður, að kvæði Stephans eru á víð og dreif í blöðum og tímaritum Vestur-íslend- inga, og hefi eg aldrei séð sum þeirra. Þetta, sem eg hefi séð, hefi eg ekki við höndina; þvi að blöðin slitna og glatast. Eg verð því að treysta á minnið og gefa fáeinar bendingar um skáldið i trausti þess. Þessi ritgjörð hlýtur því að verða sundurlaus og molakend og fjarri þvi, að gefa heildarhug- mynd um höfundinn, sem augsýnilega er heill og samfeldur í hugsun og skoðunum. II. Margur Braganiður hefir verið fátækur um dagana af skoðunum og þarf ekki að seilast aft- ur í fornöld til þess að finna þessum orðum stað. Þegar bezt hefir látið, hafa skáldin okkar haft erfðasyndar- og erfðatrúar-skoðanir kirlcj- unnar. Þessa hleðslu hafa þau haft i Suðrabáti ainum og hefir þá hásetum þeirra og viðskifta- mönnum þótt farmurinn dýr og harla mikill. Eg ætla heldur ekki að lasta þennan varning. En þegar hann er tekinn að erfðum, þykir mér hann ekki afar-dýrmætur. Ef hann er gróðafé, þá er sftur meira í hann varið. Stephan G. Stephansson hefir engan erfðafjár- hlut innanborðs, þegar tungan er undan skilin. Farmurinn í dvergaskeið hans er vinnings-fé skáldsins, »drengskapur og sannfæring sjálfs« hans, og hefir hann heitið í einu kvæði sínu, að bjarga honum »af síðasta skipbroti lífsins«. Skáld vor hafa lengi reynt sig á að kveða um konunga og ríkismenn — lifandi og dauða. Þau hafa gert sér upp — skælur yfir gröfum efna- manna, jafnframt því, sem þau hafa grátið hjartan- lega, og innilega yfir moldum ástvina sinna. Stund- um hafa þau velt sér í sóleyjum og baðað sig í sólskininu, þ. e. a. s. kveðið um náttúruna. Þetta ber að gera. En hitt má ekki láta ógert, sem Stephan hef- ir tekið sér fyrir hendur, að vefa strauma og storma samtíðar sinnar inn í uppistöður nátt- úrulýsinga og viðburða. Lítum á skáldið »Úti á víðavangi«. Það hefir gengið yfir stóra sléttu — sem hvergi verður séð i landabréfum. Þessa sléttu mætti kalla Al- menniugs-láglendi. Hún er afarstór og reynist göngumanninum »sporaþung og þreytu-drjúg«. Hún er svo stór, að á hverju kvöldi er það langt frá fyrirhuguðum náttstað. Ferðinni er beitið til fjalla, — til hæðanna, sem engir hafa kannað, bak við brúnina, sem gnæfir hæst. Stephan skilur nauðugur við fólkið niður frá, sem er gestrisið og gott. En þó vill hann ekki snúa aftur. Hæðirnar, sem hann stefnir á og

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.