Sunnanfari - 01.03.1902, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.03.1902, Blaðsíða 4
20 klifrar upp á, eru hæðir hugsjóna og skoðana. Þar er að líkindum fjallið Einbiíi, sem höf. kveð- ur um á öðrum stað: Hann Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt, að lyngtætlur stara á hann hissa. Og kjarrvrðinn sundlar, að klífa svo hátt, og klettablóm tá-festu missa. Göngumaðurinn hyggur þá og þá, að nú sé komið upp að efstu brúninni. En þegar til kem- ur, er þetta að eins rim í stiganum: Takmark efsta tilsýndar trappa í stiga að eins var. Og niðri á láglendinu er sama hundgáin á hverjum bæ: Hundarnir gelta þar allir eins að mér, er ríð eg í hlað. Þar er Loftur prófastur í Vaðli og prédikar fyrir lýðnum: Og rikasta kaupmanninn metur hann mest, hann Magnús á Hallandavogum. Fallegt er nafnið á prestsetrinu 1 Og mörgu [ hallar ofan að Vogum kaupmannsins, sem hefir máttinn til að ráða og ríkja. Þess ber að gæta, að Magnús þýðir hinn máttarmikli, voldugi. En Loftur er sá, sem er uppi skýjunum. Skyldi nokkur tunga, önnur en íslenzkan, leyfa j annan eins orðaleik og þennan ? Við höldum áfram. Höf. veit, að hann upp- gefst og verður að leggjast til hvíldar. En vera má, að ferðinni verði haldið áfram að morgni: Sé bvíldin uppynging þess krafts sem eg á og kvaddur til starfa eg verð: Þér, morgun ! er óhætt að ætla mór þá ögn örðugri og jafnlengri ferð. Fallegt er þetta kvöldljóð og harla einkenni- legt — hvort sem átt er við morgun eilifðar- innar, eða morgun þess dags, sem næstur er í vikunni. Þá er tilkomumikið að vera hjá höf. »Út við vatnið« i storminum, hlusta og horfa: í hljómi brimsins gegnum rökkur tíða. Þar lýsir höf. yfirborði vatns í stormi og roki. Þar kemst hann að þessari niðurstöðu : Því lífsins kvöð og kjarni er það: að líða og kenna til í stormum sinna tíða. Engin íslenzk skáld hafa ofið saman náttúru- lýsingar og mannlífs-lýsingar á svo stórfengleg- an hátt, sem gert er í þessum kvæðum, Sama má segja um kvæðið »Ain«: Eg fann þar sorta af svarta nótt og sólskin dýpst í ljóði segir Stephan í þvi kvæði. Þar yrkir hann að visu um árniðinn. En hann hefir einnig mann- lífið í huga, eða bak við eyrað, sem hann likir við árstraum. Það sést ljósast á niðuriagi kvæð- isins, þar sem hann segir við ána: Og við skulum leiðast hönd í hönd um hórað — út í sjóinn. Stundum yrkir Stephan blátt áfram náttúru- lýsingar. Eg skal t. d. nefna: »Sumarkvöld i Alberta«. En þegar hann yrkir slíkar náttúru- lýsingar, er hann stundum með annan fótinn heima á Fróni, en stundum með báða. »Ain« er al-íslenzkt kvæði að náttúrulýsingu. Og nafn sitt af þér bygðin ber og ból í dalnvtm öllum stendur þar. Eg ætla það sé vist, að bæir og örnefni heiti hvergi í höfuðið á ánum, nema á landinu okkar, svo að nokkuru nemi. í »Sumarkvöldi í Alberta« er hann með ann- an fótinn heima á ættjörðinni, og gerir hann það sýnilega viljandi. — Hann getur líkt ;\nni við fleira en kristallinn: Sem bráðið gull í deiglu við ána niðri evgjum, er út hun skýzt úr runnum og knöppum uesja beygjum. »Flókarnir móka« við fjallahyrnurnar, segir höf. »eins og dregin segl í kul«, og upp á himnin- um »gúlpa skýjarevfin« gvlt og ljómandi í kvöld- roðanum. En þó að Stephan mæli svona fagurt um kvöldroðann, þá er honum þó morgunroðinn kærri: Láttu hug þinn aldrei eldast, eða hjartað. Yinur aftansólar sértu. Sonúr morgunroðans vertu. En hér liggur fiskur undir steini, sem lesand- anum er ætlað að veiða. — Eg get ekki stilt mig um að setja hér tvær al-íslenzkar visur: Gylt er brá á bjarga sal, blómstrum gljáir haginn. Tindrar áin ofan dal út í bláan sæinn.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.