Sunnanfari - 01.03.1902, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.03.1902, Blaðsíða 6
22 Það sést á þessutn hendingum og mörgum öðr- um stöðum, sem hér er hlaupið yfir, til þess að takmarka sýnishornin. Eg gat þess, að honum væri ant um Vestur- íslendinga, en því miður verða afdrif þeirraþessi: Svo hverfum við flestir úr lestaferð lífs og leifum ei’ eftir oss stíg eða spor. Það sést máske í ókendum, útlendum garð, einn áratug steingleymdur legstaður vor, sem tjaldstæði autt eða innfallin hlóð á útbrunnin kol, þar sem lífs-arninn stóð. Þar stendur gleymskan yfir gröfum íslendinga og mokar alt í kaf. Þessu er öðru vísi háttað á feðralandinu, þar sem Saga gamla hefir örnefnt hvern hól og legstað frá alda-öðli. Um það kveður Stephan þannig í snildarkvæðinu »A ferð og flugic Um vallgróua haugana blossana ber, svo bjart er um feðranna sól. Þetla kalla eg snildarlega að orði komist, aðSaga kveiki eld í haugum fornmanna. Samkvæmt þessu sitja sál.ir feðra vorra innan í vafurloga sögunnar. Þetta minnir á Brynhildi Buðladóttur, þar sem hún situr á heiðinni, innan í vafurlog- anum, sem Sigurður reið Fofnisbani. Þó er þetta engin stæling og ekki víst, að höf. hafi vitað sjálfur, hve snildarlegt þetta málverk er, þegar hann gerði það. IV. Eg gat þess í upphafi, að Stephan væri fjöl- hæfur, og eru það engar ýkjur. Hann hefir far- ið norður undir heimskaut og lýst átakanlega hörmungum norðnrfara Hann hefir farið um Gyðingaland, og gengið í lið með Búum móti Englendingum. Hann hefir kveðið mörg kvæði út af ýmsum sögnum og sögum Norðurlanda, og þotið »á ferð og flugi« yfir þveran Vesturheim, og tekið þar hverja snildarmyndina á fætur ann- ari, bæði af náttúru landsins og þjóðlifi. Stephan er víðförull, langt fram yfir það, sem Norna-Gestur var á þrjú hundruð ára æfiskeiði sínu. Reyndar er lítil frægð, að yrkja um alla hluti undir sólinni. En þegar farið er i einu kvæði eins víða og Stephan gerir t. d. í jóla- kvæðinu um Krist, svo að segja má, að hann blaði í miklum hluta veraldarsögunnar, þá má segja, að hann sé stórstígari en meðalmenn ger- ast og langt fram yfir það. Það kvæði endar hann á þessa leið heima á ættjörð sinni: Og sjálfur bóndinn veit það vel, sem vildi græða blásinn mel, en fellur svo, að séð ei fær, hver sveitin af hans vinnu grær. Stephan er víðförull að því leyti, að hann vel- ur mörg og fjölbreytt yrkisefni. Og hann er einnig víðförlari í flestum kvæðum sínum — hverju sérstöku — heldur en líklegt er að verða muni, þegar litið er á fyrirsögn kvæðisins. Þeg- hann t. d. setur yfir kvæði orðið »Indíanar«, mundi fáum koma í hug, að i því kvæði væri vísupartur um íslenzkan drykkjumann og 'nákarls- hít, og þó er því þannig háttað. Hann Geirfinuur sálugi guðfaðir minn, svo gaddhraustan maga sér átti að sp/julaust sprengt gat sig næstum á spritti og hákarli kæstum. Og þegar Stephan segir frá Bretanum í veit- ingakránni i Ameríku, sem sprettur upp og ógn- ar íranum, en lætur þar við lenda — þá er höf. kominn í sama bili austur á England, og suður í Miklagarð: Og Stór-Bretinn heiir til Múhameds mælt oft meira um sakir og stríð, og sliðrað svo brandinn og hypjað sig heim, en Hund-Tyrkinn myrt svo í gríð. Stephan trúir á lífið, gróandann, framförina: Sæla reynast sönn á storð sú mun ein: að g r ó a. Hann e 1 s k a r frelsið: Eg ann þér vestræn óbygð, þú láðið lífs og bjargar, með landrýmið þitt stóra, sem rúmar vonir margar, því án þín framar væri hvergi vígi og vesturheimska frelsið bara gömul lygi ■ Já, fleiri skoðanir eru til um Ameriku en þær, sem agentarnir halda á lofti. Svo heldur höf. áfram: Og mér er auðnin þessi þúsund sinnum kærri en þröngbýliö í sveitum, þeim auðugri og stærri; því þar er svifrúm lífsins svo þröngt á allar lundir, að þriðjungur af mönnum er bara troðinn undir. Hann elskar landrýmið og frelsið og leggur

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.