Sunnanfari - 01.03.1902, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.03.1902, Blaðsíða 7
23 alla krafta sína i sölurnar, til þess að njóta þeirra. Og mér er svo þungt til þín, þrengsli og húm, því þið eruð lífsfjendur mínir. Og ljósþrengslum geðfeldra myrkrið er mér, ef myrkrið er einungis rúmt. Auðvitað er það, að þessi hugsun og orð eru komin frá stórmennis-sál. Og þegar lifað er samkvæmt þessari skoðun, getur rekið að því auðveldlega, að einstaklingur- inn verði að lifa eins óg Stephan segir um sjálf- an sig í þessari vísu: Lengi var eg læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Það fer að vonum, að slíkur maður kæri sig litið um Hjálpræðisherinn og gangi fram hjá guðshúsinu, sem alt af er »í skuld«. Það kemur víða fram i kvæðum Stephans, að hann álítur frelsið í Ameríku fósturbarn óbygð arinnar, en ekki mannfélagsskipunarinnar. Eg sltal benda á þetta erindi: Og öræfanna andi, sem átti hér ríki og völd, ei’ þekkist þræll af bandi í þínu frjálsa landi, né greifi af gyltum skjöld. íslenzki vefstóllinn. Fornegipzkur er hann raunar og grískur; is- lenzkur erhann kallaður, þegar hann er löngu úr sögunni annarstaðar. Hann hélzt við hér fram á öndverða 19. öld. Forngripasafnið, sem var ekki stofnað fyr en löngu eftir miðja öld, átti fullerfitt að hafa uppi á honum, sinum limnum í hverri átt, og mjög skamt síðan tókst að setja hann upp; hepni að náðist fyrir fám missirum í mann, sem kunni það til hlítar, og eins að vefa á hann, en það er Gunnar nokkur Hinriksson, austfirzkur vefari ágætur og hagleiksmaður, frá Skriðuklaustri, en hann hafði á yngri árum ver- ið samtíða kerlingu fjörgamalli, er fulltíða var á 18. öld og ofið hafði í íslenzkum vefstól. Sjá má á myndinni efst á neðri jaðar voðar- innar í vefstólnum, með spjálkunum, er þenja voðina; það eru 2 fjalir skásniðnar, hin efri tent, og ganga á misvixl, reyrðar saman með ólum á ská, svo að lengja má og stytta spjálkirnar eftir voðarbreiddinni. Þar fyrir ofan er riýurinn, meir en 3 álnir á lengd alls, en 2'/2 milli hleina, kjálkanna eða stoðanna, sem hann leikur í. Rif þennan á að hafa smíðað Ólafur Gunnlaugs- son í Svefneyjum, faðir Eggerts Ölafssonar varalögmanns (7 1768). Mest ber á mynd þessari á uppistöðunni i vefnum, með kljá- steinum neðan í, 40—50 að tölu, og eru brim- sorfið fjörugrjót með sporöskjulagi og höggv- ið gat á endann. Þeir strikka sem þarf á uppi- stöðunni. Skojt sjást 2 í vefnum og þar upp yf- ir skilfjöl (heldur en skeið). Sköftin eru 3 álna löng, sívöl, og skilfjölin eins, en 4V2 þml. á breidd. ékeiðin, vefjarskeiðin, sem þessum vef- stól fylgir, er úr hvalbeini, 34 þml. á lengd, ekki ólík sverði í lögun, hjaltlausu, með hand- fangi svo löngu, að taka máum báðum höndum. Þá heita lokupollar smáspýtur tvær er ganga úr hleinunum fram í meiöana (meiðma er af- bökun) og loka fyrir skilfjalarendana. Meiðarnir eru mjóar skástoðir ferstrendar, festar á neðri enda í hleinarnar. Enn fylgir vefstólnum vinduteinn, nokkuð langt kefli af hvalbeini, er bandið, fyrirvafið, er undið upp á, hönkinni síðan smokkað fram af og því næst gegnum skiiið með höndunum, en fyrir- vafinu þá ýtt upp undir kverk í skilinu með hræl, dálitlu hvalbeinskefli, og er það kallað aö lirœla. Loks slegið vefjarskeiðinni á eftir upp eftir skil- inu til að jafna fyrirvafið og þjappa á eftir því. Með öðrum orðum: ofið alt upp fyrir sig. Seinleg vinna mjög og allerfið, sem skiljan- legt er, með jafn-ófullkomnum áhöldum og á- kaflega viðvaningslegri aðferð. Vefarinn stóð við vefstólinn og gekk fram með honum og aftur, t. d. meðan hann var að pota fyrirvafshönkinni gegn um skilið — smokka fingrunum inn á milli þráðanna í uppistöðunni til að hafa hönk- ina í gegn smámsaman. Fullkomið meðalmanns- verk talið að vefa 1 alin á dagj; en tvíbreið hefir hún verið eða fram undir það, þ. e. íslenzkar álnir 2, 34—36 þuml. alls.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.