Sunnanfari - 01.05.1902, Síða 2

Sunnanfari - 01.05.1902, Síða 2
komu fyrir þann tíma, enda var hann orðhákur talsverður og óhlífinn, er því var að skifta. En drengur góður var hann frá upphafi, djarfur og hreinskilinn, tryggur og staðíastur í lund. — Lít- ill trúmaður var hann framan af, en færist nú allajafna meir og meir í trúaráttina. Siðferðis- legur hreinleikur er eitt af aðaleinkennum hans«. Lrjóðabréf tii Stephans G. Stephanssonar. Sandi, snemma i febr. 1902. Nú skal gera nýjan brag, nótt til vitnis kalla: Sittu heill við sól og dag, sjóli Klettafjalla! Mér er kær þin mærðar snild; mæt eru efnisgæðin. Höfuðþökk og hugar-vild hafðu fyrir kvæðin. Gull þitt tók eg fyrst í fang, fylti muna vasa, þegar »úti á víðavang« varstu á fjalli grasa. Ærsla-fengin æska mín á þér festi gætur; síðan hef eg sótt til þín sólskin margar nætur. Þú hefir látið Braga-brand blika á degi og njólu; numið fágætt námaland nærri himni og sólu. Borið hefirðu Braga-full báðum vinnu-höndum, ljóðelsk sál þín lýsi-gull leyst úr klettaböndum. Óttast hvorki ógn né grand einn við náma-brotið, »gullkisturnar sett á sand« sendar heim í kotið — Víðsjá þín og mynda mergð muna leiðan hressir, þegar þú á »flugi og ferð« fálka-augun hvessir. Hleypi-gjarna hyggjan mín hné að myndum þínum; arnar-hliðskjálfs útsýn þín ögraði huga mínum. Lýðurinn kýs hin léttu spor, lóuflug og kvakið; en alt af sýnir afl og þor, arnar vængja takið. Hvergi flónsku gefur grið góðlund orða-vægin, sverð, en ekki sálnafrið sendirðu oft í bæinn. Orð þín sýna málsins mátt mælgisflauta lýði. Óðsnild þína ymur dátt »áin héraðs prýði«. Grettis hefirðu þegið þrótt, þrek og kosti marga: alt af hefirðu aleinn sótt »eldinn til að bjarga«. Eflaust hefir um þig nætt i þeim styrjar voða; en »drengur« lifir enn »af ætt Ingimundar« goða. — Þó þú flyttir bú og bygð burt, og kveddir Fjörðinn: elju þína ást og trygð átt hefir móðurjörðin. Allra krafta og auðnu hjól, ef mér gefið væri, æfi þinnar aftansól út í Fjörðinn bæri. — Beztu þökk fyrir mína og mig, meistari hugum-kæri. Eg skal seinna yrða á þig, ef eg kemst í færi. Fjalla-rið og gjálpar-göng geng eg ekki í þaula; þúsund rasta leið er löng lötum bónda-staula.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.