Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 3
15 Hálfrar jarðar bungu-brík brotnar ei né þynnist. Má þó vera hin mikla vík milli okkar grynnist. Hugurinn getur hleypt á sprett, þó hamli fótum lögur. Hér er, sjáðu, hönd mín rétt, heldur þunn og mögur Guðmundur Friðjónsson. Snæbjarnar saga. Færeysk þjóðsaga- III. (Siðasti kafli.) Og raunar hafði sést stundum af sjó rjúka á Tjarnarnesi, og smalamaður frá Skála hafði séð eina nótt í tunglskini stórvaxinn mann standa með krosslagðar hendur uppi á hamrinum; en þeir gerðu ekki annað en signdu sig og hugsuðu ekki út i það framar, með því allir vissu, að huldu- fólk átti heima í Tjarnarnesbjarginu. En Olaf- ur bóndi í Nesi stóð margan morgun og virti fyrir sér forviða leðurskóna sina; þeir héldu hvergi nærri eins lengi og áður, og mátti oft sjá á þeim, að leðrið hefði verið snögghert við eld. En ekki vissu aðrir hvar Snæbjörn var niður- kominn en Beta kerling og Sunnifa; henni hafði hún sagt frá þvi. Einhverju sinni um nótt, er Ólafur var á sjó, hafði Sunnifa gengið sjálf út á Tjarnarnes. Hún hafði kjöt með sér og lét það þar, sem kerling hafði vísað henni. Hún beið þar góða stund; en ekki kom hann. Kerling sagði Snæbirni frá þessu síðar; en hann gerði ekki nema blíndi á hana, og tætti sig í skeggið. Sunnifa þorði ekki að koma aftur, en oft hvarflaði hugur hennar til útilegumannsins í Tjarn- arnesbjargi. Nú leið veturinn og fram á vor. Það var snemma sumars, að skip kom inn á Hvalbæjarfjörð; sumir segja að það hafi verið tyrkneskt, en aðrið franskt. Þetta var á ófriðar- tímum og margt um sjóræningja norður urn höf, og því ekki gott úr því að skera, hvort heldur hafi verið. Skipið rak fyrir straumi rétt fram með Tjarnarnesi. Snæbjörn spratt upp og kall- aði. Honum var svarað utan af skipinu. Hann skundaði niður að sjó, og lagðist til sunds. Skip- verjar drógu hann upp til sín. Þetta sáu tveir menn af landi, er settir höfðu verið til njósna um skipið ókunna. Skipið lagðist um akkeri í víkinni fram und- an Hvalbæjarþorpi. Þar var alt í uppnámi af ótta og skelfingu, og þorðu fáir að hátta það kveld. Þau Ólafur og Sunnifa vöktu, eins og aðrir. Þau sátu við hlóðin, með nýfæddan son sinn milli sín. Þá var hurð upp hrundið, og var þar kominn Snæbjörn og ekki frýnilegur ílits. Ekki kvaddi hann, en stælti framan í þau hnefann og mælti hárri röddti: Bölvaður sért þú, bróðir minn, og bölvuð sé hún barnsmóðir þín, þið, sem svikuð mig bæði. Bölvaðir séu allir ykkar niðjar; ólánið fylgi þeim jafnan; og orðinn skal bær þessi að ösku áður en ár er liðið. Að svo mæltu hvarf hann. En bölbænir Snæbjarnar rættust. Víkingar brendu bæinn í Nesi árið eftir. Ekki er kunn- ugt, hvort Snæbjörn hefir verið hvatamaður þess, eða hvort hann hefir sjálfur verið þar í för. En ekki voru aðrir bæir brendir þar en þessi eini. Eftir það spurðist ekkert til Snæbjarnar. En alla tíð siðan hefir ólánið fyigt Nesbænum, og hefir orðið fljótt um flesta bændttr þar hvern á fætur öðrum. Það eru ekki mörg ár síðan, er gamall maður, sem þar bjó og bygt hafði jörðina elzta syni sínum, misti hann í sjóinn. Þá tók annar sonur hans við jörðinni, en druknaði skömmu síðar; og söm urðu forlög þriðja sonar- ins. Þá hafði ekkja miðsonarins jörðina í ábúð. Hún giftist aftur og fekk þá maður hennar á- búðina. Þá létti loks álögum Snæbjarnar á jörð- inni, er hún komst í ábúð nýrrar ættar. (Eftir /. F. Rönne).

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.