Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 4
SagTLÍr um f»orleif dbrm. í Bjarnarhöfn, fjarskynjun hans ín. m. (Sbr. Sf. IX 12). Þorleifur hét bóndi veStra. Hann átti 17 börn, er dreifðust víða og niðjar þeirra. Einn son hans hét Þorleifur, er barst austur í Arnessýslu og jók þar ætt sína. Annar son hans hét Narfi (það nafn hafði gengið í ættinni). Þá er hann var ungur, sagði hann það fyrir, að þá konu mundi hann eiga, sem nú væri í mikilli fjar- lægð frá honum. Er hann komst upp, réðst hann í sigl- ingar. Dvaldi hann urn hríð á Englandi, giftist þar ungri stúlku, er Ursúla hét; kom út aftur og varð kaupmaður á Stapa. Þorleifur »snikkari« var son Narfa. Hann átti þá konu, er Haildóra hét. Síra Jón á Staða- stað, er kallaður var »mikliprest- ur«, fekk þau til sín; varð Þor- leifur þar ráðsmaður, en kona hans ráðskona. Ekki var Narfa um þetta. Sagði hann, að sonur sinn mundi eiga að sækja það að Staðastað, að missa lífið. Kom það og fram. Þor- leifur varð formaður við Traðir. Þar reru menn oft frá Staðastað. hann fyrir «stórfiski«. Guðbrandur hét son Þorleifs og Halldóru. Hann bjó síðan á Hofstöðum í Miklaholtshreppi, og átti Kristínu dóttur sr. Péturs Einarssonar, prests í Miklaholti. Synir þeirra voru Sigurður og Þorleifur. Sigurður ólst upp hjá síra Pétri móðurföður sínum. Þá er harin var vaxinn, var hann arfleiddur af barnlausum hjónum í Skógarnesi. Fór hann þangað, tók við búi þeirra og giftist; hét kona hans Guðrún Jónsdóttir, Snorrasonar frá Ökrum, Böðvarssonar. Snorri sá var bróðir Árna rímna- skálds á Ökrum, Kristín hét systir Guðrúnar. Hennar fekk Þorleifur Guðbrandsson, bróðir Sigurðar, og bjó hann á Hofstöðum eftir föður sinn. Móðir þeirra systra, kona Jóns Snorrasonar, var Kristín Gísladóttir frá Svignaskarði, en móðir hennar var Kristín, dóttir »ríka Gísla«, bróður Sigurðar Dalaskálds. Börn Þorleifs Guðbrandssonar og Kristínar voru: Kristín á Rauðkollsstöðum, móðir Þórð- ar d.brogsmanns, og Þorleijur, sem hér verður nokkuð frá sagt. Af börnum Sigurðar og Guðrúnar verða hér að eins nefndar: Kristin eldri og Kristín yngri. . Þeir Guðbrandssynir voru báðir formenn. Reri Þorleifur frá Akri, en Sigurður reri heim- an frá Skógarnesi. Eina nótt dreymdi Sigurð, að honum þótti sr. Pétur, afi hans og fóstri, ganga snúðugt fram hjá honum og segja höstulega: »Róirðu í dag, sluilu þönglarnir spenna hálsinn á þér !« Gott var sjó- veður um morguninn; en Sig- urður reri ekki. Þá nótt hafði Þorleifur verið heima á Hof- stöðum, en fór til sjávar um morguninn og flýtti sér óvenju- mikið. Var hann þá áhyggju- fullur og sagði, að svo hefði sig dreymt, að líklega mundi hann missa Sigurð bróður sinn í sjóinn í dag. Drauminn sagði hann ekki. Hann reri, og 3 skip alls frá Akri. Alt i einu brimaði og gjörði ó- fært. Fórust þau öll. Eftir það fór Sigurður búferlum frá Skógarnesi að Hofstöðum; tók hann þá jörð hálfa mót ekkju Þorleifs bróður sins, og sá til með henni, meðan börn hennar voru í æsku. Þá er Þorleifur Þorleifsson var vaxinn, tók hann við forustu fyrir búi móður sinnar. Og er Kristín systir hans giftist, brá móðir þeirra búi. Tók Þorleifur við því og kvæntist Kristínu eldri, dóttur Sigurðar, bræðrungu sinni. Bjó hann þar um hríð móti tengdaföður sínutn. Búskap- ......... ^ Samvöxnu tviburarnir (Radica og Doodica). Þar fórst

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.