Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 5
ur fór Þorleifi vel úr hendi, og svo mátti kalla, að alt hepnaðist, er hann tók sér fyrir hendur. Kristín þótti og ágætiskona. Unnust þau mjög og áttu börn saman. Hún varð sjónlaus á efri árum sinum eigi skemur en 18 ár. En mikið þótti til hennar koma til æfiloka. Kristín yngri var með föður sínum þar til hún giftist að Skógarnesi. Þar bjó hún til elli. Var hún lengi yfirsetukona með góðri hepni-, og að öllu þótti hún merkiskona. Hún var enn á lífi, er þetta var ritað (1899), hélt óveikluðum sálarkröftum og var vel viti borin, fróð ogminn- ug. Er þetta, sem hér hefir verið frá sagt, tekið eftir henni, og einnig margt af því, sem hér fer á eftir. Útliti Þorleifs lýsti hún á þá leið: Hann var tæplega meðalmað- ur á hæð og eigi gild- ari en því samsvaraði, þó fremur þrekinn um brjóstið. Ekki var hann stórleitur, en þó var andlitsfallið karlmann- legt, nokluið harðlegt og svipurinn hálf-íbyggi- legur. Enda var skap- lyndið ekki laust við að vera undarlegt; var hann oft fálátur og dulur við flesta aðra en konu sína; fyrir henni duldi hann ekkert; svo mjög unni hann henni. Hann var skytta, formaður og læknir; hepnaðist honum vel hvað sem var. Hann aflaði mikils, og blómg- aðist bú hans, svo að hann varð efnamaður, og það þrátt fyrir mikla góðgjörðasemi beggja þeirra. Og þó var hann ekki kallaður jafnmikill hirðu- maður, sem hann var aflamaður. En það bætti kona hans upp; hún var bæði ráðdeildarsöm og hirðusöm, meðan hún hafði sjónina. Og þá er hún misti hana, voru börnin upp komin og efni- leg‘ Svo er sagt frá tildrögum til þess, að Þor- leifur tók að skjóta refi, að þá er hann var fyrir búi móður sinnar með umsjá Sigurðar föðurbróð- ur síns, var hann eitt sinn á manntalsþingi 1 Miklholtshreppi. Sýslumaður var Eiríkur Sverris- son. Hann átaldi bændur fyrir undandrátt í fénaðarframtali. Þeir kváðust ekki geta talið fram það, er tóan dræpi; en það var þá margt. Hann sagði, að það væri slóðaskapur að drepa ekki tóuna. »Við höfum enga skyttu,« sögðu þeir. »Það er ósatt« sagði hann; »þarna er skyttan,« og benti á unglingsmann, er sat þegjandi á hurð- arbaki. Það var Þorleifur. Þótti þetta spásögn, því þá haíði þorleifur enn aldrei skotið. En eft- ir þetta fekk hann sér byssu, og tókst honum brátt að eyða tóunni. (Heimild fyrir þessari sögu er mér fallin úr minni). Barna8kólinn i Reykjavik Það, sem mest ein- kendi Þorleif, var ýjar- skynjunargája hans. Skal nú segja nokkrar sög- ur af henni: r. Þá er Þorleifur var nýfarinn að skjóta, og var hjá móður sinni á Hofstcðum, var það kvöld eitt, er fólk var að hátta og hann sjálfur lagstur út af, að hann reis upp aftur og sagði: »Þetta hrökkur mérekki; eg á að drepa tvær tóur i nótt.« Tók hann að klæða sig aftur. Drífa var úti. Móðir hans bað hann mjög um, að vera kyrran; en það tjáði ekki. Fór hann fram að sjó; en það er langt frá Hofstöðum. Birti þá upp, og sá hann tvær tóur í fjörunni. Skaut hann aðra þegar, en hin hljóp til fjalls. Þorleif- ur rakti braut hennar alla nóttina og skaut hana um morguninn inn í Berserkjahrauni. Kom hann heim um kvöldið með tóurnar báðar. 2. Þorleifur fór snemma að fást við lækning- ar, og hepnaðist það jafnan vel. Eitt sinn var það á Hofstöðum, að hann skellihló upp úr þögn. Hann var spurður, hvað til bæri. »Eg hlæ að heimsku minni« svaraði hann. I því kom þar sendimaður frá Erlendi bónda í Eiðshúsum; sá bær er austan Strautufjarðarár, nær gegnt Hof-

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.