Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 6
*8 stöðum. Bað hann Þorleif að homa til bónda; hann lægi veikur og hefði engan frið. Nú hló Þorleifur enn meir. Fór hann þó aö Eiðshús- um með manninum. Spyr hann Erlend, hvort hann sé að briíka meðul frá nokkrum. Bóndi segist hafa verið hálflasinn að undanförnu, en fengið í gær meðul frá Hannesi apótekara, og af þeim hafi sér bráð-versnað. Sá Hannes bjó í Syðri-Görðum (Hoígörðum) í Slaðarsveit, en hafði áður verið við apótekið og hafði nú meðala- sölu Þorleifur skoðaði meðulin; það voru þá tíðameðul handa konum; hafði Hannes látið þau af vangá. Þorleifi tókst að lækna Erlend. Er talið vist, að hinn óvanalegi og að þvi er sýnd- ist tilefnislausi hldtur Þorleifs hefði komið afþví, að fyrý" hann h.ifði borið vangá Hannesar. Sjá!f- ur sagði Þorleiínr það þó engum. 3. Frá Hofstöðum fór Þorleifur að Hallbjarn- areyri og bjó þar nokkur ár Þá var það haust eitt, að hann vantaði 6 sauði af fjalli. Vinnu- nienn hans létu dragast að segja honum þetta, þar til er þeir þóttust liafa leitað af sér allan grun. Þá sögðu þeir honum, og spurðu, hvort hann héldi að slíkt gæti verið einleikið. Hann þagði um stund, en svaraði svo með mestu spekt: »Eeitið í Mýrarhyrnu !« Það er fjall fyrir vestan Grundarfjöið og höfðu þeir eigi leitað þar. Nú fóru þeir þangað og fundu þar sauðina. 4. Meðan Þorleifur bjó á Eyri, bar svo við eitt sinn, að skip fórst á heimleið úr Stykkis- hólmi, er þangað hafði farið kaupstaðaríerð »ein- hvers staðar utanað.« Á þvívoru þrenn hjón og einn maður að auki. Vissi enginn, hvar eða hvernig slysið vildi til. Ein af konunum hét Guðný. Um haustið eftir var það eitt kvöld i hálfröknu, að Þorleifur sat í baðstofu þegjandi. Alt í einn kallar hann á Kristinu dóttur sína, er þá var 10—12 ára, og segir við hana: »Nú er hún Guðný rekin hérna fyrir neðan. Farðu nú undir eins, Stína litla, og hlyntu eitthvað að lík- inu « Hún sagðist ekki þora það. »Gerðu sem eg segi þér!» sagði hann alvarlega. Færðist hún þá ekki undan lengur og fór. Þar voru marg- ar þurrabúðir við sjóinn. I einni þeirra bjuggu hjón, er áttu dóttur, sem Guðrún hét og var jafnaldra Kristínar. Fekk hún hana með sér. Fundu þær líkið og breiddu eitthvað yfir það. Þorleifur sat kyr inni, þegjandi. Alt í einu seg- ir hann: »Nú nú! þar tekur hún hana Gunnu með sér! Það átti hún ekki að gera.« Það er alment kallað lánsmerki, að hlynna að líki, sem maður finnur. En svo er að sjá, sem Þorleif- ur hafi ætlað, að það lán yrði minna eða eins og dreifðist, ef fleiri en einn fyndi líkið. Hann talaði þó ekki fleira um þetta, en lét hirða líkið og sá urn greftrun þess. 5. Kristin, tengdasystir Þorleifs, var ýfirsetu- kona, sem fyr segir. Tók hún við fjölda barna og var svo heppin, að aldrei varð að. Einu sinni sagði Þorleifur við konu sína upp úr þögn: »Nú liggur Kristín systir þín á sæng.» »Sérðu það?« spurði hún. »Nei/< sagði hann, »en eg sé að konan á Hjarðarfelli er að deyja af bams- förum. Kristín er ekki hjá henni. Það er víst af þvi að hún liggur á sængsjálf.« Brátt á eft- ir fréttist lát konunnar á Hjarðarfelli; hafði hún dáið af barnsförum. Kristín var ekki hjá henni því hún lá á sæng sjálf. Stóð það heima, sem Þorleifur hafði sagt. 6. Einn dag reið Þorleifur út í Ólafsvík. Mætti honum p& maður er sagði honum lát nafngreindrar konu þar í Olafsvík. »Því trúi eg ekki«, segir Þorleifur, »að hún sé dáin. Hún lifir mig«. »Það er þó svo«, sagði maðurinn, »hún dó af barnsförum í morgun«. Þá keyrði Þor- leifur hestinn og reið ákaft, sem hann var þó ekki vanur, og létti ekki fyr en hann kom í Ólafsvík. Reið hann að bæ konunnar og spurði um hana. Var honum sagt lát hennar. Hann lézt ekki trúa því. Var hann þá beðinn að skoða líkið. Er þar skjótast aí að segja, að hann náði barninu frá konunni og sat síðan yfir henni íull- an sólarhring. Tókst honum loks að lifga hana. Komst hún til heilsu, og lifði lengur en Þor- leifur. 7. Einu sinni var maður sendur úr Olafsvík, að fá meðul hjá Þorleifi handa sjúkling. Meðan maðurinn var í burtu, þyngdi sjúklingnum og var hann nýbúinn að gefa upp öndina, er sendi- maður kom aftur. Og er hann var spurður um meðul þau, er Þorleifur hefði sent með hon- um, svaraði hann: »Hann sendi engin meðul;

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.