Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 7
w hann sagði að sjúklingurinn yrði dáinn, þegar eg kæmi heim«. 8. Meðan Þorleifur bjó á Hallbjarnareyri, var hann hvern vetur hákarlaformaður og afiaði vel. Átti hann stórt hákarlaskip, er Elliði hét, og var fyrir því sjálfur. En síðan fluttist hann frá Eyri að Bjarnarhöfn. Hætti hann þá hákarlaveiðum, en leigði Elliða hákarlaformanni í Rifi, er Björn hét. Tvo vinnumenn sína lét Þorleifur róa út á Hellissandi, en gerði svo ráð fyrir, að þá er Björn færi í hakarlalegu, skyldu þeir fara með honum. A Þorra gerði sjóveður góð. Sendi Björn þá eftir mönnunum. Fóru þeir inn í Rif og í hákarlalegu með Birni. Meðan þeir lágu, gekk veður til suðurs og gerði ofviðri. Urðu þeir að hleypa undan. Annað skip, sem og var úr Rifi, lá nokkuru inn'ar en Elliði. Það hleypti líka, og dálítið fyr. Náði það lend- ingu inni í Eyjum. En Björn hleypti upp á Barðaströnd. Þá sömu nótt sagði Þorleifur við konu sína milli dúranna: »Hvast fær Elliði minn yfir Breiðafjörð núna, kona! hann þolir ekki neðra hjólið«. (»Hjólið« heyrði til segl- búnaðarins). »Eru þeir að hleypa?« spurði hiin. Hann játaði því og talaði svo ekki meira um það. Fólkið í baðstofunni hafði vaknað og heyrt orð Þorleifs. Daginn eftir var það að tala um, hvort skipið mundi hafa komist af. Þorleifur heyrði það og anzaði til: »}á, Elliði er lentur heill, og stendur á réttum kili. En hvar hann er, veit eg ekki með vissu. Eg hefi aldrei kom- ið þangað. En þar er kirkja. Eg held það sé á Brjánslæk«. Nú leið vika. Þá fréttist, að hitt skipið, sem í Eyjunum lenti, væri komið aftur út í Rif, en vissi ekkert um Elliða. Gerðist þá heimafólk i Bjarnarhöfn órótt. Þorleifur sat hugsj og hélt höndum fyrir andlitið. Síðan segir hann upp úr þögninni: »OUu er óhætt; þeir eru á Brjánslæk. »Eg sé þá ganga út og inn. Mínir menn farast ekki i sjó. Eg sá það ekki á þeim, þegar þeir fóru«. Nú liðu aftur 3 dagar. Þá sagði Þorleifur eins og við sjálfan sig: »Nú sigla þeir út í Flatey að óreyndu«. Daginn eftir sagði hann við konu sína: »Nú er Elliði minn bráðum lentur í Rifi, konal» Og þá um kvöld- ið var hann óvenjulega glaður, svo hann hopp- aði upp, og sagði: »Guði sé lof! nú eru þeir lentir«. Tveim dögum eftir þetta kom sendi- maður frá Birni til að segja Þorleifi afturkomu þeirra, og sagði hann þá ferðasöguna um leið. Þeir höfðu lent á Brjánslæk. Þaðan gaf þeim eigi byr fyr en á 10. degi, og þá þótti þeim þó vissara, að gera sér krók til Flateyjar, til þess að fá betri vindstoðu. Þeir lentu með heilu í Rifi á sama tíma sem Þorleifur fagnaði því heima í Bjarnarhöfn. 9. Þorleifur átt: son, er hét Þorleifur. Þá er hann var nær fermingaraldri, bar svo við um haust, að Þorleif vantaði 2 hrúta. Var þeirra oft leitað, en fundust ekki. Leið svo fram á jólaföstu. Tíð var góð. Einn morgun vaknar Þorleifur snemma, kallar til Þorleiís sonar síns og segir: »Við skulum fara að klæða okkur, Leifi minn ! og sækja hrútana. Eg sé þá á kletta- hillu hérna í fjallinu«. Það eru margar kletta- hillur í Bjarnarhafnarfjalli, og gras á mörgum. Á einni þeirra fundu þeir hrútana. Gekk Þor- leifur að þeim sem visum. Nl. Br. J. Samvöxnu tvíburarnir. Radica og Doodica. Þær eru indverskar, fæddar 19. sept. 1889 i þorpinu No-ah-passa í Orissa á Vesturindlandi. Þorpsbúar höfðu þá hjátrú, að slík náttúruaf- brigði sem samvaxnir tviburar hlyti að vera að kenna einhverjum afskiptum djöfulsins af fóstr- inu í móðurkviði og lögðust á foreldra systranna fyrir það — þóttu þau ekki i húsum hæf, og vildu gera þau óalandi og óferjandi og óráðandi öllum bjargráðum. Tók því faðir þeirra það til bragðs, að hann ætlaði að skilja í milli þeirra með hníf. En þá kemur lögreglan að honum og tekur af honum börnin. Því næst var þeim af yfirvöldum ráðstafað til fósturs hjá hofgoðum við hofið Dschegernant í borginni Puri. Heitn- ar voru þær eftiröðrum tvíburum,systrum, erþjóðtrú Inda segir uppi hafa verið fyrir nokkrum öldum og voru tvíhöfðaðar og með fjórum höndum; lýðurinn hélt þær vera goðkynjaðar og reisti

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.