Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 8
4ð þeim hof, er enn er haft í miklum háveg- um. Fyrir nokkrum árum komust sýningamenn yfir systur þessar og fóru með þær hingað í álfu og sýndu í gróða skyni í stórborgum álf- unnar. Þeim var kent dálitið i ensku, frönsku og þýzku, og þóttu vera hin mestu viðbrigði. Greindar voru þær og buðu af sér góðan þokka, svo kynlegt sem var að sjá þær svona samvaxn- ar, sem ekki er raunar einsdæmi, en eitthve;t hið merkilegasta þó, er sögur fara af. Líkam- arnir alveg tveir, en samvaxnir á brjósti og maga öðrumegin og brjósk í samskeytunum. Svona voru þær þangað til í vetur, að brjóstveiki kom fram í annari þeirra, svo að Iæknar töldu henni eigi lift og gengu að því vísu, að hin mundi og sýkjast von bráðar. Þeir tóku það ráð, að tefla á tvær hættur og reyna að gera það, sem faðir þeirra hafði orðið að hætta við, og skera þær sundur. Það var gert í Paris, og tókst vel. »Nú erum við skildar«, sögðu þær, er þær vöknuðu úr dáinu eftir skurðinn. Öðru veifinu undu þær því vel, en öðru veifinu var sem þær söknuðu jafn-náinna samvista. En þær nutu skamma stund hins nýja lífs. Radica dó snögg- lega eftir fáa daga. Doodica var leynd því fyrst. Hún bar sig illa, er hún varð vís hins sanna, og er búist við, að hún muni verða skammlif úr þessu. Svo var sem þær hefðu eitt líf báðar, meðan saman loddu. Þær fundu samtimis til svengdar og þorsta, sorgar og gleði, og alveg eins báðar. Þær sofnuðu og vöknuðu samstundis baðar, og bar aldrei neitt í milli, nema ef gert var upp í milli þeirra í matgjöfum eða leikfangs. Oft var það, að önnur tók til máls og talaði nokkur orð, en hætti alt í einu og hélt þá hin áfram setningunni. Mælt er, að því hafi spáð verið af læknum, að þótt takast kynni að skera þær sundur, mundu þær ekki lifa báðar eftir það, þótt ekki kæmi vanheilsa til, sízt Radica, með því að hjartað i henni væri ekki á réttum stað, oflangttil hægri. Fyrir því var ekki við það átt að skilja þær fyr en í fulla hnefana. Barnaskólinn í fteykjavík. Það er stærsta og veglegasta barnaskólahúsið á landinu, svo sem ekki er tiltökumál, er höfuð- staðurinn á í hlut. Það er nú 4 ára gamalt, reist sumarið 1898 og vígt þá um haustið. En húsnæði það, er barnaskólinn hafði átt áður, keypti landssjóður fyrir 28,000 kr. og gerði að pósthási (Pósthússtr. nr. 3). Hið nýja barna- skólahús kostaði um 8o,Ouo kr. Það er tvilyft timburhús járnvarið, í tveim álmum, samföstum á hornum, og er hvor 62 álnir á lengd, en 15 á breidd, og veggjahæð fyrir ofan grunn 10 álnir; ris lágt. Kenslustofur eru 12 alls, 6 niðri og 6 uppi, 10X10 álnir hver, og 5 alnir undir loft, allar i vesturálmunni, þeirri er veit niður að Tjörninni og blasir við hér á myndinni. Húsið stendur í hallanum austan við Tjörnina nyrzt. Hver kenslustofa er ætluð 30 börnum. Gluggar vel stórir og birta mikil. Efri endi norðurálmunnar, er upp gengur frá norðurenda hinnar, er leikfimishús, u:6Xr5 álnir, og nál. 7 álna hátt undir bita. Sjálfsagt verður höfuðstaðurinn látinn búa langa- lengi að þessu skólahúsi, þótt ekki taki nándar- nærri öll börn á skólanámsaldri. Bókverzlan ísafoldar hefir til sölu þessar nýjar bækur: Yestan hafs og austan. Þrjár sögur eftir Einar Hjörleifsson. Rvik 1901. Heft 1 kr. 50 a., í skrautbandi 2 kr. 50 a. ísland um aldamótin. Ferðasaga sumarið 189^. Eftir Fr. J. Bergmann. Heft 2 kr., í skrautbandi 3 kr. Reikningsbók handa börnum. Eftir Ögmund Sigurðsson. I. Fjórar höfuðgrein- ar. Rvík 1900. Bundin 75 a. Huldufölkssögur. Úrval úr safni Jóns Árnasonar. Rvik 1901. 1 kr. 20 a. í bandi. Kitstjóri Björn Jónsson. Isafoidarprentsmiðja.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.