Sunnanfari - 01.06.1902, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.06.1902, Blaðsíða 1
w w w' V w X 6. REYKJAVÍK * JÚNÍMÁN. 1902 Napoleon Suðurafríku Það þarf mikið til að kafna ekki undir nafni Napóleons mikla. Manni þeim, er hér segir frá og dó í vetur, Cecil Rhodes, svipaði það til þess eins hins allramesta mikilmennis mannkynssög- unnar, að viðurnefnið »Napóleon Suðurafríku« þótti allvel við eiga að ýmsu leyti. Hern- aðarjötunn var hann enginn á við Na- póleon. En að stjórn- skörungsskap svipaði honum þangað, og eins því, hve stór- huga hann var og mikilvirkur, skarpvit- ur og snarráður, og bar þann töframátt- ar-ægishjámiyfir öðr- um mönnum, er fá- ir stóðust fyrir. Hann var enskur prestsson, f. y. júlí 1853, og svo yfir- kominn aí brjóstveiki, er hann var 17 vetra og nýorðinn stúdent, að læknar sendu hann dauðvona suð- ur í Natal í Afriku, ef vera kynni að veðurblíðan þar lengdi líf hans. Það varð; og fám missirum síðar var hann tekinn til að vinna að demantsgrefti uppi í óbygðum Afríku, þar sem síðar reis upp borgin Kimberley. Þar kom brátt fram, að hann var hinn mesti athafnamað- ur og forustuskörungur í hvívetna. Gerðist hann stórauðugur á mjög skömmum tlma. Þá bregð- Cecil tthodes ur hann sér heim til Englands aftur og tekur til að stunda háskólanám í 0xnafurðu. Heldur því áfram mörg ár annað misserið, en elur manninn syðra, suður i Afriku, hitt misserið, og rakar þar saman fé. Tæplega þrítugur verður hann þingmaður á lögþinginu i Höfðalýðlendu (Cap) og því næst ráðherra þar á næstu misserum. Hálffer- tugur rúmlega er hann orðinn forsæt- isráðherra þar; það var hann sex ár og ræður þá einn öllu að kalla má um lendur Breta þar syðra. Mátti þó svo að orði kveða, að hann hefði það em- bætti í hjáverkum, en aðalstarfið væri að stýra gróðafélagi geysivoldugu, er stofnað var 1889 fyr- ir hans forgöngu og fekk til umráða all- mikla landeign og auðuga norður af Höfðalýðlendu, en vestur frá Transvaal og Óraníuríki. En Gecil Rhodes jók þar við öðru eins og miklu meir, alla leið norður að Zambezielfi og lengra þó. Þar bjuggu villiþjóð- ir allmiklar fyrir sér og herskáar (Mashonar, Matabelar o. Ó.). Hann vann þær sumar her- skildi, en sumar með friðsamlegum fortölum og samningum. Matabelar geðu uppreisn og komu Bretum í hann krappan. Þá var það, er Cecíl

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.