Sunnanfari - 01.06.1902, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.06.1902, Blaðsíða 5
4S þess verður að ganga út í blóðugan bardaga og leggja líf og blóð í sölurnar. Yér verðum að útrýma öllum þeim fuglum, sem eru hamskift- ingar og hafa tvær söngtungur, aðra á vorin og hina á haustin. Þeir eru allir saman óþjóðlegir og óstaðfastir hringlandaseggir. Þeir eru hættu- legir þjóðerninu og föðurhmdinu. Þeir hafa föð- urlandið fyrir selstöð og féþúfu; koma þegar veðráttan er bezt á vorin, en flýja þegar haustar að og harðnar i tíðinni. Eg á við farfuglana En þetta er lögmál lifsins, að endurnýjast og taka breytingum. Þetta er jafnvel gert að skyldu í trúarbrögðunum. Sjálf náttúran kastar eUibelgn- um á vori/i og hetír aftur skifti á haustin. Mér sýnis þetta einstök heimska, sem þingboðendurn- ir fara með. —- Eða liefir nú fundarstjórinn gleymt því, að við skemtum með söng okkar og flytjum gleði inn í landið? Hann ætti altént að minnast, þess að surnir hafa gagn af eggjunum okkar — hvað sem söngnum líður, sem ekki er Alþýðu8kólinn við Valhallarveg i Stokkhólmi fyrst og fremst. Burt með þá og alla hamskift- ingal Hrafninn vaggaði sér i mjóhryggnum, skaut upp stélinu og þagnaði. Má eg segja fáein orð? spurði lóan. Hrafninn kinkaði kollinum til samþykkis. Lóan tók þannig til máls: Hvers vegna á að gera farfuglana útlæga? Vegna þess, að þeir eru ekki innlendir, segir fundarstjóriml. En þeir eru innlendir. Þeir eru fæddir hér og aldir upp. Þeir eru kallaðir óþjóð- legir, af því þeir hafa tvær söngraddir, aðra á haustin, en hina á vorin, og af því að þeir skifta um búninga. allra meðfæri að meta. Lóan þagnaði; en hrafninn varð dökkur á svip- inn og mælti: Engar dylgjur á þessu þingi, eða meiningar. — Vilja ekki fleiri taka til máls? En allir, sem tala, verða að halda sér við efnið og innan lögmætra takmarka. Já, eg vil segja fáein orð, mælti sólskríkjan. Reyndar ætlaði eg að segja ofurlitla sögu til gamans. Þegar eg var að leita í vor að efni í hreiðrið mitt, ásamt bónda mínum, fann eg svarta fjöður uppi í fjalli — já, það kemur ef til vill ekki málefninu við, en en skal þó segja eins og var: fjöðrin var hjá afvelta sauðarræfli, sem búið var að eta úr augun og rífa allan sundur! Hún

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.