Sunnanfari - 01.06.1902, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.06.1902, Blaðsíða 7
Sagnir um Þorleif dbrm. í Bjarnarhöfn, fjarskynjun hans m. m. (Sbr. Sf. IX 12). (M.) 10. Þorleifur mentaði son sinn vel, en lét hann þó ekki ganga embættisveginn. Þáer hann var fulltíða, var það eitt sinn, að ýmsir efnaðir Breiðfirðingar tóku sig saman og pöntuðu vöru- skip frá Noregi. Var Þorleifur vngri sendur þangað til að standa fyrir kaupunum. Áttihann að koma aftur með skipinu. En koma þess dróst miklu lengur en við var búist. Urðu menn því hræddir um, að það hefði farist. Þávarþað eitt sinn, að Þorleifur sagði upp úr þögn: »Guði sé lof! ekki hafa þeir farist. Eg sé hann Leifa minn ganga um götu í kaupstað. Eg hugsa það sé í Björgvin«. Kona hans skrifaði hjá sér (eða lét skrifa) daginn og stundina. Löngu seinna kom skipið, vel reiðfara, og Þorleifur með. Hafði það tafist, af þvi það þurfti viðgerðar. Var Þor- leifi (yngra) þá sagt frá orðum föður hans. Bar hann daginn og stundina saman við dagbók sína. Stóð það heima, að þá hafði hann verið í Björg- vin og gengið nnlli húsa. 11. Einn morgun sagði Þorleifur (eldri) við konu sína (hún var þá orðin sjónlaus): »Nú ætla eg að hætta lækningum, kona ! Eg tek ekki á móti sjúklingum oftar«. »Þú munt eiga bágt með að neita, eins og þú hefir átt«, segir hún, »þegar þú sér, að þú munir geta hjálpað aumingjum, sem leita þín«. »Eg tek ekki á móti því, sem verið er að færa mér núna«. seg- ir hann. Hún spurði, hvað það væri. »Það er vitlaus steJpa innan af Skógarströnd«, segir hann; »hún er troðfull af ormum, og þá hefir hún fengið af því, að hún hefir drukkið svo mikið af sóðalega meðhöndlaðri nýmjólk«. Þann dag komu þangað tveir Skógstrendingar með geð- veika stúlku. Þorleifur var tregur að taka við henni, en gerði það þó fyrir tillögur konu sinn- ar. Batnaði stúlkunni af lækningum hans, og varð hún síðan vinnukona hjá þeim feðgum. 12. Þá er Þorleifur tók að eldast og kona hans var dáin, hætti hann búskap, en Þorleifur son hans tók við. Var faðir hans siðan hjá hon- um meðan hann lifði. Einu sinni sem oftar kom Eiríkur prófastur Kuld að Bjarnarhöfn til nnessugjörðar. Oveður var, og hafði versnað rneðan prófastur var á leiðinni. Sagði hann, þá er hann hafði heilsað: »Þessi ferð mín verðurtil lítils; það verður víst messufall«. »Önei, pró- fastur minnl* sagði Þorleifur (eldri); »það var gott að þú komst núna; það sparar okkur báð- um ómak. Þú messar í dag og fólk verður til altaris«. Það rættist; veður batnaði, fólk kom og var messað. Tveir menn, sem ætluðu vest- ur undir Jökul til róðra, beiddust altarisgöngu, ög Þorleifur var til altaris með þeim. Síðan íór prófastur aftur, og kvaddi Þorleif með kossi að skilnaði; því var hann vanur. En nú lagði Þor- leifur hendur um háls honum, kysti hann aftur og mælti: »Hjartans þakkir fyrir samveruna! Þó við kunnum að sjást aftur, þá stendur það víst sem tæpastc. Þá var Þorleifur með sömu heilsu og hann átti að sér. En áður en pró- fastur messaði þar næst, varð Þorleifur veikur og dó á laugardaginn áður en prófastur kom. Svo nærri fór þetta. Á dögum Þorleifs var danskur læknir í Stykk- ishólmi, er Lind var nefndur. Hann þoldi ekki að ólærður maður fengist við lækningar í um- dærni hans, og bannaði hann Þorleifi að lækna. Hlýddi Þorleifur því og hætti atveg. Olli það almennri óánægju, og kvörtuðu menn fyrir land- lækni. Hann tók kvörtunina til greina, reyndi þekkingu Þorleifs í lækningaefnum og veitti hon- um síðan lækningaleyfi. Seinna fekk hann heið- ursmerki dannebrogsmanna. Nú ska! segja heimildir mínar fyrir fjarskynj- unarsögum þeim um Þorleif, er hér eru sagðar á undan: Sögurnar i.— 5. sagði mér Kristín gamla í Skógarnesi, tengdasystir Þorleifs. Mundi hún sjálf eftir því, er 1. og 2. gerðust, því þá var hún á bæ með honum á Hofstöðum. En 3., 4. og 5. hafði Kristín systir hennar sagt henni, kona Þorleifs. Sama merkiskona sagði mér og flest-

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.