Sunnanfari - 01.07.1902, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.07.1902, Blaðsíða 2
hóli, afa Páís amtmanns og þeirra systkina. Jón A. Hjaltalín útskrifaðist úr lærða skólanum 1861 og af prestaskólanutn 1864, báðum með 1. eink- unn. Tvö árin næstu dvaldist hann í Reykjavík við ýms kenslustörf. Síðan (1866) fluttist hann til Lundúna, ásamt konu sinni, Margréti Guðrúnu Jónsdóttur landlæknis Thorstensen, er hann hafði gengið að eiga vorið 1863. Það þótti mikið í ráðist þá, að ætia sér að hafa ofan af fyrir sér þar, öllum ókunnur og lítt fær í þarlendri tungu. En vonum framar tókst það. Hann fekst við kenslustörf og ritstörf, er snertu einkum is- lenzku, og flutti fyrirlestra í ýmsum bæjum á Englandi og Skotlandi um Island og íslenzkar bókmentir. Því næst varð hann (1871) undir- bókavörður við Advocates Library í Edinborg og 8 árum síðar (1879) við University Library sama staðar. Næsta ár (1880) varð hann skólastjóri við hinn nýstofnaða gagnfræðaskóla á Möðru- völlum og þjónar því embætti enn. Með há-íslenzkri gestrisni tóku þau hjón lönd- um sínum, er að garði bar meðan þau áttu heima í Edinborg, en þeir voru margir, með því að þar var þá eins og nú áfangastaður á leiðinni milli Khafnar og Islands. Og ekki minni 'rausn héldu þau uppi eftir það er þau komu að Möðru- völlum. Um embættisrekstur hans segir svo einn skýr og skilorður lærisveinn hans frá Möðruvöllutn: »Þegar hann tók við forstöðu Möðruvallaskól- ans, hafði hann eðlilega mikið og vandasamt verk að vinna, með að koma eðlilegu og hagkvæmu skipulagi á skólann, og leggja þar með grund- völl þann, er skólinn átti að standa og blómgast á. Meðal annars var það ekki lítill vandi, að láta kensluna verða að tilætluðum notum fyrir alla nemendur, er i skólann voru teknir jafnhliða og í sarna bekk tóif vetra gamlir og fullorðnir menn, jafnvel alt að því hálffertugir að aldri, sem við bar stundum, einkum fyrstu árin. Hins vegar var þar ekki við að fást gamlar venjur eða kreddur, er brjóta þyrfti á bak aftur, og því bæg- ara að sníða alt fyrirkomulag skólans í sem hag- kvæmastan búning, eftir þvi sem ástæður leyfðu. Yfirleitt má fullyrða, að skólastjórnin færi honum mikið vel úr hendi. Smá-snurður hafa að vísu hlaupið á nokkrum sinnum, einkum framan af, en rangt rnundi að kenna honum upptökin. Munu og flestir lærisveinar hans játa nú, og það jafn- vel þeir, sem á sínum tima stóðu nokkuð önd- verðir gegn honurn, að honum hafi tekist með óvenjulegri stillingu og sanngirni að jáfna mis- fellur þær, sem á hefir brytt undir skólastjórn hans. Það mun óefað einróma dómur lærisveina hans, að naumast geti betri kennara. Kenslu- greinar hans haía veriðí Islandssaga, íslenzka og enska; og eru engar öfgar að fullyrða, að kunn- átta nemenda af Möðruvallaskólanum hafi ein- mitt í þessum námsgreinum verið sérstaklega góð, þegar hafður er í huga undirbúningur þeirra og námstiminn. Aðaleinkenni kenslu hans er, ekki að troða sem mestum þurrum fróðleik í nem- endur sína, beldur að kenna þeirn að hugsa og athuga. Sérstaklega mun margur vera honum þakklátur fyrir það, hve mikið hann hefir grætt í skilningi á sögu landsins. íslenzkukenslan hefir og á sinn hátt verið engu síðri. Skriflegar ritgerðir hafðar á viku hverri í báðum bekkjum, heimastílar um ákveðið efni. Hættir sumum kennurum við, að vilja láta nemendurna binda sig við skoðanir kennarans, og lýsa vanþóknun á öllu öðru. Slíkt hefir J. A. H. varast, og að eins heimtað vel rökstuddar skoðanir, og að ritgerðirnar væri innan siðsam- legra takmarka. Hugsunarvillur eiga aftur á móti ekki upp á pallborðið hjá honum. En leið- beiningar hans fara jafnan fram með kyrlátri lempni, og nemendurnir vita ekki nema óbeinlín- is af því, að skólastjórinn sé að tala við þá; það líkist fremur því, sem fróðari og reyndari mað- ur sé að tala við yngri og óráðnari bróður sinn. Enskukensla J. A. H. er svo háttað, að þeir, er til þekkja segja, að skemtilegri kenslustundir geti þeir naumast hugsað sér. Margur fátækur piltur hefir komið í skólann, sem hefir verið örðugt að enda þar nám sitt, og eru ýms dæmi þess, að skólastjóri hefir á ein- hvern hátt greitt svo götu þeirra, að þeir hafa getað haldið áfram, þegar liann hefir fundið gáf- ur og iðni fara saman. f. A. H. ann mjög islenzkum glímum, og hef-'

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.