Sunnanfari - 01.07.1902, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.07.1902, Blaðsíða 3
5* ir töluvert stutt að því, að lærisveinarnir iðkuðu þær, fylgt þeirn út á glímuvöllinn og talað hug og dug í hina þróttminni og leiðbeint þeim. Enn fremur hefir hann stutt að því, að þeir héldi sem oftast uppi fundarhöldum á laugar- dagskveldum, þar sem kappræður hafa farið fram, og leiðbeint þeim, er hönum hefir þótt eitthvað ábótavant J. A. H. var konungkjörinn þingmaður 1887 —1897. Fremur þótti h.ann íhaldssamur, en skýr og óhvikull. Tölnvert liggur eftir hann af ritum. Bókaskrá milda enska samdi hann, meðan hann var bóka- vörður í Edinborg. Síðan hann kom að Möðru- vallaskóla hefir hann samið ensk orðasöfn og kenslubækur í ensku, bæklinginn »Hvernig er oss stjórnað« o. fl. Hann fekst nokkuð við ljóðagerð á yngri árum (i skóla) og þótti vel takast; en lagði það niður siðan. Bjarna rektor var ekki um slíkt gefið, taldi það lítinn frama- veg. [. A. H. er prúður maður og gæfur í um- gengni, skemtinn og fróður. Jón Þórarinsson Flensborgarskólastjóri erfædd- ur að Melslað 24. febr. 1854. Þar var þá faðir ir hatis, Þórarinn Böðvarsson, aðstoðai prestur föð- ur sins, Böðvars prófasts Þorvaldssonar, prófasts og sálmaskálds Böðvarssonar, síðast prests að Holti undir Eyjafjöllum (J* 1836). Samaárfekk hann Vatnsfjörð, en siðan Garða á Alftanesi (1868); dó þar u.95. Kona Þórarins prófasts og móðir Jóns skólastjóra var Þórunn Jónsdóttir prófasts Péturssonar i Steinnesi og Elisabetar Björnsdótt- ur prests í Bólstaðarhlið; og eru þeir Hallgrimur biskup og Jón skólastjóri systrasynir (Bólstaðar- hlíðarætt). Jón fæddist upp með foreldrum sinum, gekk i Reykjavíkur lærða skóla og útskrifaðist þaðan 1877, tók árið eftir próf í heimspeki (forspjalls- vísindum) við Khafnarháskóla og stundaði þar guðfræðisnám um hríð. Síðan tók hann við for- stöðu alþýðu- og gagnfræðaskóla þess í FJens- borg við Hafnarfjörð, er foreldrar hans höfðu þá stofnað með rausnargjöf, 10,000 kr. virði, íminn- ingu eldra sonar sins, Böðvars, mesta efnispilts, er þau höfðu mist í skóla. Því embætti hefir hann þjónað síðan. Auk þess hefir hann og samkennarar hans við skólann haft á hendi síðari árin alþýðukennara- kenslu, — komið upp fyrsta vísi til kennaraskóla hér á landi, sem brýn þörf kallar eftir. Hann hefir alla tið sýnt rnanna mestan áhuga hér á landi á alþýðumentun og kenslumálum yfirleitt. Hann var frumkvöðull þess, að stofnað var »Hið íslenzka kennarafélag* 1889, og hefir verið for- rnaður þess alla tíð. Hann hélt úti m. fl. mörg ár »Tímariti um uppeldi og mentamál«, hinu þarfasta riti, er orðið hefði langgæðara, ef al- menningur hefði haft verulegan neista af áhuga hans á sliku.n málum. Alþingismaður var Jón Þórarinsson fyrir Gull- bringu- og Kjósarsýslu árin 1887—1899, og bar þá einkutn. fyrir brjósti mentamál þjóðarinnar. Hann fylti og alla tíð vel og dyggilegn flokk stjórnbótarmanna. Honum er mjög liðugt um mál og kom hann fram á þingi sem utan þings sem mesta lipurmenni, góðgjarn og göfuglyndur. Um kenslu hans og skólastjórn segir svo ná- kunnugur maður og skilríkur: »Sé komið inn í kenslustund hjá J. Þ., þá mun varla öðruvísi hittast á en að þar sé kyrð og ró, og að allir nemendur fylgi með athuga kenslunni. Það er þó ekki sökum ótta nemendanna eða vegna hótana að svo er. J. Þ. er gefið það, að þurfa ekki að gripa til slíkra örþrifsráða við nem- endur sína. Styður meðal annars það að því, að öll framsetning hans er einkar ljós og skipuleg, og honurn lagið að gera námsefnið hugnæmt nemendum. Sjálfur er hann glöggsýnn og hag- sýnn, og leitast rnjög við að glæða sjón nemenda sinna og vekja athuga þeirra á lífinu kringum þá; vill sem mest leitast við að fá til að sameina verksýni og bókvísi. Hann er rnaður hinn umgengnisbezti; sam- vinna hans við meðkennendurna hefir því jafnan gengið einkarvel, og utn það 20 ára skeið, sem hann hefir veitt Flensborgarskóla forstöðu, hefir þar verið óvenjulega friðsamt. Sambúð hans við nemendurna verið hin alúðlegasta, og ótalið er, hve oft þeir hafa leitað ráða hans og aðstoðar, bæði nteðan þeir hafa verið að námi í skólanum, > v

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.