Sunnanfari - 01.07.1902, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.07.1902, Blaðsíða 6
54 Hann lagði f>að til við landfræðisfélagið í Washington, að f>að gerði mann suður í Vestur- heimseyjar til vísindalegra rannsókna eftir eld- ganginn f>ar, Félagið sendi hann og tvo há- skólakennara þarlenda í jarðfræði. Þeir komu til St. Pierre 12 dögum eftir eldgosið, á arner- ísku herskipi. Eg tók undir eins eftir, segir B., er eg kom á land og fór að skoða borgarrústirnar, að allir hlutir f>ar úr stáli eða járni var undið og snúið í hring í allar áttir. Og er eg bar f>ar að seg- ultól, fann eg þegar, að það var alt segulmagn- að. Það liggur og mjög nærri, er vér hugsutn til segulmagns jarðarinnar, að ímynda sér, að rafmagn láti mikið á sér bera í eldgosum. Eg er og dálítið hreykinn af því, að hafa orðið manna fyrstur til að bettda á samband þar i milli og sanna það. Eg held, að það muni beina rannsókmtm um eldsumbrot i nýja stefnu, og koma oss nokkuð áleiðis að því mikilsverða endimarki, að geta sagt fyrir ókomin eldgos og forðað þar með fjörvi manna og fé. Vér höfum að vísu eigi nógu næm seguhói til þess enn; en vér hljótum að komast upp á að gera þau með tímanum. — — Aðkomunni í St. Pierre lýsir Borchgrevink sem hér segir: Vér vorum við því búnir, að þar væri hroða- legt um að litast. F.n ekki höfðum vér getað ímyndað oss það eins hryllilegt eins og raun gaf vitni. Langar leiðir á sjó lagði í móti oss voða- megna nálykt af 30,000 líkum, er lágu ójörðuð innan um borgarrústirnar. Það var þá ekki bú- ið að jarða eða brenna nema 6000 líkin. Þegar á land kom, leið yfir prófessor Hill (ann- an háskólakennarann, sem var með B.). Hann þoldi ekki að sjá líkin, sem úðu öll í maðki, né ódauninn af þeim. Eg fekk ákafa uppsölu hvað ofan í annað — mér verður flökurt enn, er eg hugsa til þess. Þegar lengra kom upp í bæ- inn, nær eldfjallinu, var heldur viðþolandi; likin þar voru stiknuð. Hörmulegasta sjónin vorulík- in í útjöðrum borgarinnar. Þar höfðu fjörbrotin orðið mest og sárust. Oumræðilegar kvalir lýstu sér i hverjum andlitsdrætti. I miðjum bænum hafði voðinn dunið yfir svo sviplega, að fólk vissi varla af fyr en það var annars heims. Mörg heimkynni, er vér komum í, báru þess vott, að þar höfðu átt heirna há- mentað fólk, karlar og konur. Engin hræða komst með lífi á brott úr sjálfri borginni. Þetta var uppstigningardag og þvi mikið um dýrðir í borginni, hákaþólskri, og mikið aðstreymi þaðan utan af landsbygðinni. í dóm- kirkjunni lágu lík í haugum og hrönnum. Hinir einu, sem undan komust með lifi, voru 10 af 43 manna skipshöfn á gufuskipi, sem lá ásamt fleiri skipum á höfninni ferðbúið. — Það hét Rodima. Það komst út á rúmsjó alt logandi og þar bjargaði franskt herskip þessum 10 og fór með þá til Fort de France. Þar hitti eg einn þeirra á spítala. Hann var svo dulur og varasamur í þvi, sem lvinn sagði, að eg hugsaði með mér: Hann hlýtur að vera Norðmaður. Og svo var. Hann hét Berentsen og var trésmiður, frá Grimstad, minnir mig. Borchgrevink hafði með sér ýms.ir Ijósmyndir af rústunum í St. Pierre. Þær voru hroðalegar. Þar lá á einum stað myndastytta flöt á jörðu, langar leiðir þaðan, er hún hafði staðið. Hún hafði verið 14 feta há og mörg þúsund vættir að þyngd. En fokið hafði hún þó 50 fet. Berentsen var staddur á þiljum uppi, er eld- gosið kom, og horfði á það frá upphafi. Það kom ekki upp úr hinum gamla gig i fjallinu. Hlið fjallsins laukst npp, sú er vissi að borginni St. Pierre, er stóð 6—7 mílur enskar frá fjalls- rótunum. Fyrst rauk gufuský út úr fjallshlíð- inni og þá annað á eftir kolsvart, með eldglær- ingum innan um og leiftursíum. Þá ruddist út hraunflóð og aska og kveikti í öllu, er fyrir varð. Berentsen hljóp óttasleginn fram í stafn á skipinu. Þar datt hann, og aðrir í þvögu ofan á hann. Það bjargaði honum, að hann lenti und- ir þeirri hrúgu. Hendur og fætur stóðu út und- an og stórskemdust af bruna. Þilfarið huldist þykkri ösku svo heitri, að hún kveikti í skipinu. Dálitil telpa, sem var á skipinu, átti lif sitt að launa fóstru sinni, svertingjastúlku, sem fól hana 1

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.