Sunnanfari - 01.10.1902, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.10.1902, Blaðsíða 1
 1w *K ^ Í51 \ W Tte V 9 X 10. REYKJAVIK * OKTOBERMAN. 1902 Indriði Einarsson endurskodari. Hann er fæddur að Húsabakka í Skagafirði 30. april 1851. Voru foreldrar hans Einar Magnús- son bóndi á Húsabakka og síðar í Krossanesi prests Magnússonar i Glaumbæ og Sigríðar Hall- dórsdóttur frá Reynistað, systur þeirra Reynistaða- bræðra, er úti urðu f,á TKili 1780; en kona Eiriars, móðir I. E., var Euphemía Gisladótt- ir sagnfræðings Konráðssonar. I. E. ólst upp í foreldrahusum þar til er hann var 15 vetra; þá var hann settur til náms og útskrifaðist úr lærða skól- anum 1872. Sigldi samsum- ars til Khafnar-háskóla og nam þar stjórnfræði. Varð kandí- dat vorið 1877 með 1. ein kunn. Hann er fyrstur Islend- ingur, er það próf hefir af hendi leyst. Þá er I. E. kom út aftur, varð hann fyrst skrifari hjá landfógeta árin 1878 og 187^, en 1. jan. 1880 var hann skipaður aí landshöfðingja til að hafa á hendi hina umboðs- legu endurskoðun landsreikn- inganna. Þá sýslan hefir hann haft alla tíð síðan. Hefir starf þetta sjálfsagt þre- faldast frá þvi er hann tók fyrst við því, og eykst sífelt ár frá ári, enda varð að skipa honum að- stoðarmann með nýári 1900. I hjáverkum við endurskoðunina hefir I. E. samið mikinn hlut landshagsskýrslnanna síðan 1879. Svo hefirsagt Haraldur Westergaard, pró- fessor í þjóðmegunarfræði við Khafnar-háskóla; Indeiði Einabsson að I. E. hafi lagt grundvöllinn undir íslenzka hagfræði. Hann hefir að minsta kosti aukið hana að miklum mun og reist hana á stærra grurid- velli en áður, en þó sérstaklega komið henni í hið vísindalega snið, sem tíðkast hvarvetna um hinn mentaða heim. Rannsóknir I. E. á aiþingiskosningunum um 1880 leiddu til þess, að hann samdi ritgjörð um kosningar og kjósendur til al- þingis í Tímarit Bókmentaíé- lagsins 1884. Han'n kemur þ.ir fyrstur manna með bend- ingu í þá Att, að fjölga kjör- stöðum og kjósa jafnvel í hreppi hverjum. Það atriði hefir síðan verið haft í kosn- ingalagafrumvörpum þeim, er komið hafa fram á þingi síð- an, til þess er það var sam- þykt í lögum þeim, er afgreidd voru á síðasta þingi. Um 1880 tók að komast hreyfing á hér í þá átt, að komið væri upp peningastofn- un í landinu. Þá ritaði I. E. allmikið um það mál í Isafold og lagði til, að stofnaður væri seðilbanki með innleysanlegum seðlum, gagnstætt lánsstofnun þeirri, er stjórnin vildi koma á. Hún lagði lánsstofnunar- frumvarp fyrir þingið 1881; en nokkrir þingmenn hölluðust þegar að skoðun I. E. og komu með seðilbankafrumvarp. Frumvörpin féllu bæði með jöfnum atkvæðurn. Því næst var seðlabankafrum- varpið samþykt á þingi 1883, en stjórriin skeytti þvi ekki, og lagði fyrir alþingi 1885 nýtt frum- varp um seðlabanka með óinnleysanlegum seðl- um, er varð að lögum sama ár, og Landsbankini)

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.