Sunnanfari - 01.10.1902, Side 2

Sunnanfari - 01.10.1902, Side 2
74 stofnaður árið eftir (1886). Hefir I. E. haldið því fram alla tíð, að þetta bankafyrirkomulag væri óeðlilegt; bankinn ætti að hafa innleysan- lega seðla og vera einstakra manna eign, en ekki í höndum landsstjórnarinnar. Er því eðlilegt, að hann hafi tekið allmikinn þátt í umræðum um hlutafélagsbankamálið siðustu árin. I. E. var þingmaður fyrir Vestmanneyjar 1891 og bar þá upp frumvarp um stofnun innlends brunabótasjóðs, sem öll kauptún og kaupstaðir landsins væru skyld að vátryggja í hús sín. Mál þetta féll þá að vísu, en hefir síðan verið á dag- skrá þingsins, unz það var samþykt í frumvarps- formi af síðasta þitigi, lítið breytt í aðalatriðum frá frv. I. E., utan að ekki var hægt að hafa Reykjavík með, því stjórninni hafði áður tekist að koma henni undan og í brunabótafélag hinna dönsku kaupstaða. Starf I. E. í Good-templar-reglunni mun verða ekki hvað sízt til að halda nafni hans á lofti. Hann gekk í regluna tæpu ári eftir að hún flutt- ist hingað til Reykjavíkur. Fjórum mánuðum síðar var stórstúkan stofnuð (1886). Varð I. E. þá rit- ari hennar og var það 6 ár. En 1897 var hann kosinn formaður reglunnar hér á landi (stórtempl- ar) og endurkosinn 1899 og 1901. Meðan hann var ritari, hafði hann afarmikið að vinna, að koma skipulagi á alla starfsemi hennar, bæði inn á við og út á við. Þurfti margar snurður að greiða, og tókst honurn það oftast, enda er hann allra manna samvinnuliprastur. Þá er hann tók við formenskunni, fyrir 3 árum, voru 1400 manna í reglunni, Tveim ár- um síðar voru félagar orðnir 3000, og síðustu 3 ár hefir þeim farið hægt og hægt fjölgandi og munu nú vera um 3500. Hann hefir oft tekist á hendur örðugar ferðir á vetrum fótgangandi til þess að heimsækja stúkur, er staðið hafa á veikum fæti og náðst hefir til. Skáldmæltur er I. E. og hefir fengist mest við að semja sjónleiki. Hann samdi jafnvel á skólaárum sínum tvo sjónleiki: Nýársnóttina 1870, og Hellismenn 1871—72. Nýársnóttin var gefin út á Akureyri 1872 og leikin hér í Reykjavík sama ár og Hellismenn árið eftir. Nýársnóttinni var tekið tveim höndum. Þá var »rómantíkin« hér í mestum blóma, svo að hér þektist naumast önnur skáldskaparstefna. Þess bera rit þessi mjög merki. En um sama leyti er I. E. kemur til háskólans, tekur »realistiska« stefnan að ryðja sér braut í Danmörku, og leið ekki á löngu áður eu hann yrði snortinn af henni. Þá endursemur hann Hellismennina, með tölu- vert öðrum blæ. Þannig vaxnir voru þeir leikn- ir hér 1894, og gefnir út skömmu síðar. Um 1880—81 semur I. E. leikritið Systkinin í Fremstadal. Það hefir ekki verið gefið út, en var leikið hér 1894. Þar virðist höfundurinn hnllast enn töluvert að rómantíkinni. En horf- inn er hann frá þeirri stefnu í tveim sjónleikum, er hann hefir samið síðustu árin. Annar þeirra er »Sverð og bagall«, efni úr Sturlungu, gefið út á íslenzku, dönsku og þýzku. Hitt nefnist »Skip- ið sekkur«, prentað í sumar á Bessastöðum. Hefir Sverð og bagall fengið mikið lof í blöðum og tímaritum þjóðverja, og Georg Brandes fer um það hlýjum orðum í ritsafni sinu. »Skipið sekkur« er frá vorum tímum. Það verður ef til vill leikið hér innan skamms. Enn mun I. E. hafa að minsta kosti einu sjónleik í smíðum, sem sjá má af sýnishorni því, er nýlega var prentað hér í »Sý.« Ekki er rétt að kalla I. E. höfund íslenzks sjónleika-skáldskapar, með þvi ýmsir aðrir hafa við þá list fengist hér áður. Hitt er víst, að rit hans hafa verulegra sjónleiksgildi, —eru einu leikrit á ís- lenzku, sem eru með hagfeldu leiksviðs-sniði. I. E. er maður fríður sýnum, ljósjarpur á hár, en farinn að hærast, varla meðalmaður á hæð, vel á sig kominn, grannvaxinn, hvatlegur og frár á fæti, sundmaður allgóður og taflmaður í betra lagi, er hér gerist. Hann er kvæntur Mörthu Pétursdóttur söng- kennara og organista Guðjohnsen, og eiga þau 8 börn mannvænleg, sum frumvaxta og sum í æsku. H.

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.