Sunnanfari - 01.10.1902, Síða 3

Sunnanfari - 01.10.1902, Síða 3
75 Sögur af síra Þórði i Roykjadal. Þóröur prestur Jónsson í Reykjadal var maöur hjárænn, lakur kennimaSur og lítill vitsmunamaður, en námsmaður þó í betra lagi, hispurslaus og berorð- ur, og eigi ófyndinn stundum. Eru enn uppi um hann ýms munnmæli, er það sýna. Efri árin mun hafa slegið út í fyrir honum stundum. Reykjadal- ur, í Hrunamannahreppi, var brauð fyrir sig fram á öndverða öldina, sem leið, en var þá (1819) lagt til Hruna. Síra Þórður var þar prestur 1728— 1759. Hann andaðist 1776, nær áttræður. — Brynjólf- ur Jónsson frá Minna-Núpi hefir safnað sögum unt hann. Hér bivtist ttokkuð af þeim. Það er einna fyrst sagt frá síra Þórði í Reykja- dal, að hann fór að biðja sér stúlku. Það hefir liklega verið í byrjun prestskapar hans. Sú, senr hann ætlaði að fá, var Sigríður Magnúsdóttir, lögmanns á Leirá Gíslasonar. Hennar fekk síðan Olafur Stefánsson, er stiftamtmaður varð síðar og rnargt hið rnesta stórmenni hér á landi er frá kornið. Þórður prestur reið bónorðsför þessa í öllunr messuskrúða. En hún gekst ekki fvrir því, og neitaði honum. Þá sagði hann: »Svei yður, skömmin yðar! Þér neitið sónra yðar! Eg vil þá ekki sjá yður heldur. Þér hafið lið á nef- inu«. í einni ræðu sinni í Reykjadalskirkju lagði sr. Þ. út af því, hvað það væri, að »höndla hnossið«, og tók til orða á þessa leið: »Hnossið skyldi vera græna derhettan hans Sturlaugs á Kotlaug um. Það skyldi setja hana hérna upp á Lúsíu- hól (svo 'heitir hóll í túninu i Reykjadal). Og svo skyldu þeir báðir hlaupa, hann Fjósa-Arni og hann Guðmundur á Kópsvatni. Hvor ætli yrði fljótari að ná henni? F.g held hann Guð- mundur yrði fljótari; hann mundi höndla hnoss- ið. Eg held það 1 Hvað svo sem ætli yrði úr honum Árna karlinum hérna í Fjósaþúfunum?« Síra Þ. sigldi einu sinni og var um vetur í Kaupmannahöfn. Þá gekk hann einn dag upp í konungshöll og inn í saumasal drotningar. Hún var þá að sníða sér lcjól úr dýrindis-vefn- aði. Þá sagði sr. Þ.: »Ósköp er til þess að vita, að láta þetta utan á syndugan kropp; en íátæk Reykjadalskirkja á hvorki hökul né altarisklæði«. Lét drotning þá gera hökul og altarisklæði úr sama dúknum, og gaf Reykjadalskirkju. Meðan síra Þ. var inni hjá henni, snýtti hann sér á gólfið. Hún spurði, hvort hann ætti engan vasaklút. Hann kvaðst ekki geta keypt sér vasaklút fyrir fátækt. Hún gefur honum þá tvær tylftir vasaklúta úr silki. Eftir þetta tók síra Þ. að venja kornur sínar í konungshöllina. En Islendingum, sem voru í Khöfn, þótti skömm að því, og öftruðu honum. En haun lét ekki að orðum þeirra. Þá var það einu sinni, að einhver landi hans nær í hann við hallar-riðið og hélt honum aftur. Urðu svift- ingar með þeim, og loks þreif hinn í hárið á presti og dró hann frá riðinu. Þá kveinaði síra Þ.: »Par — par — par — paidon, monsjör!« Hinn slepti honurn þá; enda sneri sira Þ. aftur og hætti við þess konar ferðir. Skrúðinn, sem drotningin gaf Reykjadalskiikju. var svo góður, að Finui biskupi þótti hann bet- ur bæfa dómkirkjunni en smákirkju. Tók hann því skrúðann handa Skálholtskirkju, en lét Reykja dalsltirkju fá tvennan skrúða, viðhafnarlítinn, i staðinn. Þetta líkaði síra Þ. svo illa, að upp frá því nefndi hann Finn biskup varla annað en »þjófinn i Skálholti«, þegar hann mintist á hann. Prestskap síra Þ. lauk svo, að biskup tók af honum embættið. Til þess bar það, að síra Þ. skellihló einu sinni, er hann var að skíra barn, og var það kært fyrir biskupi. Biskup spurði sira Þ., hvort þetta væri satt á hann. »Já«, sagði síra Þ., »satt er það. En hvað vilt þú vera að tala um það, Finnur? Eg hló og gladdist i guði, heilsugjafara mínurn; en það kant þú ekki!« Biskup taldi þetta brjálun, tók af honum em- bættið og hafði hann heim með sér í Skálholt. Seinna sagði síra Þ. Ragnheiði, dóttur biskups, frá þvi, að hverju hann hafðihlegið: »Mér datt í hug hann Helgi á Móeiðarhvoli; og það var

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.