Sunnanfari - 01.12.1902, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.12.1902, Blaðsíða 1
 X 12. REYKJAVIK * DESEMBERMAN. 1902 Jóhann P. Pétursson dbrm. á Brunastöðum Þar eð telja má sjaldgæft a þessum timum, að landbúskapur hefji menn til auðs og virðing- ar, sýnist vel við eigandi, að Sf. geri sitt til að geyma frá 'gleymsku timans myndir og nöfn þeirra fáu, sem það auðnast. Jóhann Pétur Pétursson dbrm. er fæddur 11. októbr. 1835, að Geirmundarstöðum í Sæmundarhlið; þar bjuggu for- eldrar hans snotru búi og var faðir hans orðiagður fyrir karlmensku og dugnað, enda liefir honum komið það í góð- ar þarfir, því þau hjón áttu 12 börn .sem komust úr æsku og var Jóhann með hinum yngstu. Þegar hann var 5 ára dóu foreldrur hans, bæði i sömu vikunni. Var honum þá sem öðrum börnum þeirra fengið fóstur og fjárhlutur hans lagð- ur með honum. Hann ólst því upp á þá lund, er tíðkaðist um tökubörn á þeim tímum, án allrar andans mentunar nema barnalærdómsins. Hann kvæntist 1853 ungfrú Solveigu Jónasdóttur í Neðralýtingsstaðakoti, tók þar við búi, sem foreldrar hennar höfðu búið þar; en að 6 árum liðnum stóð hann jafnein- mana og ástvinalaus, eins og þegar hann fór úr föðurgarði; hafði þá dauðinn hrifið þenna nýja ástvinahóp hans, tengdaforeldra, mágkonu, eigin- konu og einkabarn þeirra. En svo hafði dauð- inn hagað höggum sínum, að eignin gekk ö]l að erfðum til hans, og varð það að vísu ein lyftistöng auðsældar hans, en á þeim tímum mun hann hafa metið það lítið móts við hinn mikla og sára missi sinn. Hann kvæntist annað sinn 1865 og gekk þá að eiga ungfrú Elínu, dóttur hinna alþektu heiðurshjóna Guðmundar Arnljóts- sonar og Elínar Arnljótsdóttur á Guðlaugsstöð- um í Húnavatssýslu. Sama árið makaskifti hann jörð sinni Neðralýtingsstaðakoti við hálfa Brúna- staði, og hafa þau hjón búið þar síðan. Sú jörð mun lengi bera þeirra menj- ar, því auk þess sem hvert hús, utan bæjar sem innan, er reist frá grunni í þeirra tíð, er nú nálega alt túnið girt og sléttað, sem áður var þýft. Enda hefir búnaðurinn launað þeim erfiði sitt í rikulegum mæli. Það sést glögt á því, að um allmörg ár hefir hann svarað út nálægt */io af tekj- um sveitarsjóðs þessa hrepps sem þó hefir á annað hundrað gjaldendur. En þrátt fyrir það, þótt efni hans hafi auk- ist mikið, á hann allmikið fé í eigum fátæklinganna, sem hann hefir ekki tekið annað gjald fyrir en þökk þeirra, sem hlutu. Hann var kjörinn hreppstjóri 1865, og 1874 sáttamaður, og hefir gegnt til þessa dags báðum þeim störíum. Sýslunefndarmaður var hann 1883 —1889. Öllum þessum störfum hefir hann gegnt svo, að fáum mun blandast hugur um, að hann hafi þar staðið með hinum fremstu í röð. Er það því virðingarverðara, þegar þess er gætt, sem fyr var sagt, að hann naut alls engrar fræðslu í uppvexti, og reyndi fyrst að draga til stafs eftir það er hann kvongaðist. Það er því auðsætt, að hæfileikar til starfa hans hafa verið svo vel gróðursettir í honum sjálfum, að þeir náðu fullum þroska, án þess neitt væri

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.