Sunnanfari - 01.12.1902, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.12.1902, Blaðsíða 3
9i þegar hann var að messa yfir Kölska. þar sém hann lá vafinn irsnan í skáninni á altarinu. Það sem gerir draugasögurn :r svo einkenni- lega skemtilegar, er meðal annars þetta, að draug- arnir eru svo mannlegs eðlis. Vrér skiljum svo vel hugsunarhátt þeirra og tilfinningar. Eg skal til dæmis minna á Jón flak. Hann var látinn sniia norður og suður, þegar hann var grafinn. Hann gekk aftur, sótti að líkmönnunum og kvað vísuna, sem allir kunna: »Köld er mold á kórbak« o. s. frv. Getur nokkur láð honum, þótt hann kynni illa við að snúa öðru vísi en aðrir góðir menn ? Að öllum þessum sögum þótti oss matarbragð. En ekki voru æfintýrin óskemtilegri, sögurnar um karlsson, sem náði sér í kongsdótturina á endanum og hálft konungsríkið, og um karls- dóttur, er giftist kongssyni. Já, undarleg eru æfintýrin. Þegar vér lesum þau eða heyrum, finnum vér, að þau eru hold af voru holdi. Þau eru draumar, er skapast hafa milli svefns og vöku, lognalda, risin úr djúpi mannlegrar sálar, alda, er glitrar í geislum sólar- innar; þau eru glitvefur ofinn úr óskum mann- legs hjarta, þegar þeir voru þreyttir á hversdags- lífsins sauðsvarta brekáni. Og eins og dýrindis- dúkar hafa löngum verið skreyttir myndum af mannlífinu, svo eru æfintýrin full af slíkum myndum, þó þau sýni lifið eins og mennirnir ósluiðu að það væri, en ekki eins og það var í raun og veru. En lifið, hversdagsreynslan, varpar einnig skuggnm sínum inn i þessnr glæsilegu hugmynda- hallir. Vér fáum þar að sjá ill örlög, sem menn- irnir eiga í striði við, og einn af þeim skuggum, ein endurminningin um, að lífið er ekki ao eins »leikur, sem liður tra la la«, er þjóðtrúin um dlög. Og af því þessi þjóðtrú er í mínum augum vafurlogi, er brennur yfir fólgnum fjársjóði, yfir reynslu liðinna alda, ætla eg að tala nokkur orð um hana í kvöld og sannindi þau, er hún geyrnir. II. Það gerist oft í æfintýrunum, að kungssynir (og kongsdætur) lenda í álögum. Stjúpa þeirra, eða eitthvert annað illmenni, leggur á þá, að þeir skuli breytast í dýr, fugla, ferfætlinga eða skrið- kvikindi, eða jafnvel verða að stokkum og stein- úm; og stundum verða þeir að vinna þeim mein, er sízt skyldi. Þessir menn deyja stundum i álögum, en oft- ast komast þéir þó úr þeim. Þeim er venjulega áskapað að vera menskir menn 3. hverja eða 9. hverja nótt; og geti þá einhver náð í harninn og brent hann, komast þeir úr álögunum. Oftast er það einhver kongsdóttir, en stundum karlsdóttir, sem leggur á sig harðar þrautir aí ást eða meðaumkun til þessara manna, unz þeim vinst að leysa þá úr álögunum, og þá kemur það í ljós, að þetta var raunar ágætur kongssonur, er gengur síðar að eiga þessa konu og sezt að ríkj- iim, gæfumaður upp frá þvt til æfiloka innan um öll sín börn og buru. Eg þarf ekki að til nefna dæmin fyrir þessu; þér þekkið eflaust æfintýrin. Eg vil nú biðja yður að hafa þetta hugfast: álögin vorit jafnan í því fólgin, að sá, sem í þeim lenti, misti upprunalega mynd sína eða gervi þá mynd, sem skaparinn hafði gefið hon- um í fæðingargjöf til þess að hann fegraði hana og fullkomnaði. Kongssonurinn var ekki lengur göfugt glæsimenni það, er hann var fæddur til að verða, heldur orðinn að skynlausri skepnu eða óarga dýri, sjálfum sér og öðrum til skað- semdar.' Þetta er harmsagan í álögunum, að vera fædd- ur til að lifa fögru, giftusamlegu og atorkumiklu lifi, en breytast svo í dýrsham. Eg sagði, að þessi þjóðtrú ætti sér rætur í lífsre)mslu manna; og þegar vér höldum þvi hugföstu, sem er aðal- mergurinn málsins, þá hika eg ekki við að full- yrða, að á öllum öldum og alt frani á þennan dag hafi fjöldi manna lifað og dáið í álögum. III. Vér skulum rifja upp fyrir oss þá reynslu, sem vér höfum af mannlífinu hvert um sig* Lítum fyrst á börnin. í barnseðlinu er eitthvað það, er megnar að þíða ísinn utan af hverju hjarta, sem ekki er gagnfrosið, og það sem dregur mig að börnun- um er fyrst og fremst þetta: að þau eru eins

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.