Sunnanfari - 01.12.1902, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.12.1902, Blaðsíða 5
91 Mynd af Kristi. Svo er sagt, að varla munum vér minna vita um útlit eða andlitsfall nokkurs mikil- mennis mannkynssögunnar heldur en Krists. Það eru til áreiðanlegar andlitsmyndir af fara- óunum á Egiptalandi og af keisurunum í Róm og í Miklagarði. En engin af Kristi. Það er taliðvera því að kenna, að meðan þeir voru uppi, er séð höfðu, eða heyrt honum lýst af þeim, er séð höfðu, var var- ast að gera afhon- um nokkra mynd. Fylgismenn hans voru annars vegar hræddir um, að heiðingjar mundu vanhelga mynd hans og smána, en hins vegar bjuggust þeir við endurkomu hans þá og þegar eða réttara sagt að hann mundi »verða hjá sínum til enda ver- aldar«. Þeirhöfðu í þess stað ýms auðkenni eðamerki, er jartegna áttu frelsarapp, svo sem mynd af fiski (af þvi að úr heiti hans skammstöfuðu varð orðið fiskur á grísku), af akkeii, af'dúfu nieð oliuviðargrein i nefinu, af ungum hirði skegg lausum, er bar lamb á nerðum sér. Andlitsmynd af Kristi var ekki farið að búa til fyr en Iöngu seinna. Hinar elztu, er fundist hafa, eru úr neðan- jarðarlegreitunum í Róm (katakombum), en með því að þeir eru frá 3. öld e. Kr., geta þær alls eklti líkar verið. Þá eru og eigi til neinar áreiðanlegar lýsing- ar af Kristi, er bætt geti upp myndarleysið. Ekkert orð skráð um andlitsfall hans hvorki í guðspjöllnnum eða pistlunum né neinum riturn öðrum frá fyrstu öldunum tveimur eftir fæðing hans. Mynd sú af honum, er algeng varð síð- ar meir, studdist ekki við neina lýsing eða sögu- sögn, heldur var það ekki annað en hugmynd sú, er elztu kirkju- feðurnir gerðu sér um hann. Þeir eru sammála um, að h.mn muni hafa verið ógervi- legur á velli, og hvorki fríður sýn- um né göfugmann- legur. Þeir hafa viljað brýna fvrir mönnum, að yfir- burðir hans hafi verið andlegir, en eigi Hkamlegir. Þá fyrst, er mótstöðu- menn kristindóms- ins fóru að gera lítið úr höfundi hans og bera fyrir sig þessa mynd, tóku kristnir menn að halda þvi franr, að yfirbragð hatis hefði verið göfug- mannlegt og guð- dómlegt. Þessi fyrsta hug- mynd utn andlits- fall Krists breyttist síðar, en án þess að nein rök væri fyrir því borin, að svo hefði hann verið ásýndum í raun og veru. Það þótti mjög svo óliklegt, að þeirn, sem hann sáu, hefði fundist svo mjög um hann, ef ekki hefði meira að honum kveðið í sjón en myndin vottaði. Þeim fanst hann hljóta að hafa haft gagnhrífandi augnaráð, innilegan róm og áhrifamikinn, verið tigulegur á velli og blið-

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.