Sunnanfari - 01.12.1902, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.12.1902, Blaðsíða 8
9* Letingjarnir ímynda sér aS gáfnaljónin geri ekki annað en bíSa þess aS andinn komi yfir þá. En þaS er einmitt höfnSeinkenni fyri) taksmanna, aS þeir hafa bæSi mátt og vilja til aS vinna. Til þess aS verSa mikill maSur er ekki nema ein leiS, og hún er sú, aS vinna meS fullu fylgi og elju. Kjarkleysinginn kvíSir öllum örSugleikum, en karlmenniS skoöar þá ekki öSruvisi en eins og tæki- færi til aS afla sór frtegSar. HugprúSur maSur snýr flestum faraitálma upp í farargreiSa. ÞaS stoSar ekki aS vera alt aS velta fyrir sér því, sem gera skai, og bíSa hagkvæmrar stundar. BiSiu getur orSiS svo drjúg, aS ellin berji aS dyr- um áSur en lokiS er hugsununum og ráSagerS- un um. Mál Ásgrims Hellnaprests. Sbr. siðasta blað. Það voru voðasakir, sem bornar liöiðu verið á klerk þennan (Ásgrim Vigfússon að Laugarbrekku, f 18i9) og sannaðar þóttu bæði fyrir prófastsdómi og biskups- rétti. En biskupsdóm sátu þeir Bjarni Tborsteinsson amtmaðnr (síðar konferenzráð) og Geir biskup Vídalin ásamt þremur próföstum, þeirra á meðal Steingvimi Jóns- syni, er síðar varð biskup. Auk inargvislegrar embætt- isvanrækslu hafði framkoma prests verið mjög svo ó- sæmileg á marga lund. T. d. sagði hann um barn, er hann átti að skira, að það liti út fyrir að vera efni i manndrápara, og að djöfullinn mætti skira börn fyrir aðra eins þræla (þ. e. eins og sÓKnarbörn lians), enda afsagt það mkkrum sinnum. Stundum hafði hann neit- að að veita mönnum kvöldmáltiðarsakramenti, með hin um og þe.-sum viðbárum. Stundum undanfeldi bann að jarða dáin börn. Mann einn lét hann jarða í snjófönn utan kirkjugarðs, án þess að bann væri moldu ausinn og bar það fyrir sig, að sér hefði þótt isjárvert að jarða hann og hafi sóknarmenn siðan grafið hrnn niður við garð, því mönnum hafi ætíð staðið stuggur af honum bæði lí'fs og liðnum. Annan mann, sem honutn hafði verið illa við, gróf hann með tregðu og óvið- kunnanlegum líksöng oglas ekki yfir þau orð, er kirkju- siðabókin tiltekur. Hann hafði sagt um mann þann einbvern tíma í bréfi, að hann gerði hvorki guði, fátæk- um, sóknarkirkju sinni né presti skil i nokkur i handa máta. Fyrir þetta alt hafði liann verið dæmdur hér innan- lands bæði fyrir undir- og yfirrétti til að missa hempu og kall og til að greiða allan málskostnað. Hann hafði löngu áður verið prestlaus um hrið, dæmdur þá i bisk- upsrétti af hempu og kalli fyrir embættisafglöp. 1 Ur heimahögum, LJÓÐMÆLI eftir Guðm. Friðjónsson, kostar lieft 1 kr. 75 au., eu í skrautb. 3 kr. Niðmlag ritdóm8 um þau í iNorðurl.n (E. H.) er svo látandi: >Lítið væri unnið við það, að fara að gefa þessum ljóðum vitnisburð, hverju út af fyrir sig, líkt og stilum skólapilta. Þau taka hugann fanginn, af þvi að bak við þau stendur þrekmikil sdl, stórfrumlegur, en ein- rænn andi, karlmaður, er ann manna heitast þvi, er hann hefir lært að unna«. þar segir ennfremur svo meðal annars: >Guðm. Friðjónsson er islenzkari en flest önnur skáld«. »Yfirleitt má segja, að ekkert íslenzkt skáld hafi aðra eins lotningu fyrir starfsemi eins og Guðm. Friðjónsson«. Vestan hafs og austan þrjár sögur eftir Einar Hjörlejfsson. Rvík 1901 Heft i1/^ kr./i skrautbandi kr. Það eru þessar þrjár sögur: Vonir, Litli-Hvammur og Örðugasti kjallinn, og dæmir Eimreiðin. um þær á þessa leið: Um » V o 11 i r : « >Hún er svo snildarleg, að um hana hefir hinn mesti gagnrýnishöfundur 4 Norður- löudum, dr. Georg Brandes, sagt, að betur yrði ekki frá henni gengið. Þessi saga hefir sem sé verið pren,tuð áður og verið þýdd bæði á dönsku og þýssku, og öllum þótt mikið til hennar koma«. Um >L 111 a-H v a m m :« >Sagan er ljómandi vel rituð og lýsingarnar á sálarstríði og hugsunarfari hinna einstöku persóna frábærlega góðar«. Um >Örðugasta li j a 11 a 1111:« »1 henni er dýpi mannlegrar sálar kannað betur en menn hafa nokk- ur dæmi til fyr á íslensku. Og allur frágangur á henni er svo afbragðslegur, að vér hikum oss ekki við að segja, að á hærra stig hefir íslenzkur sagnaskáldskapur ekki komist hingað til, og vér efumst um, að fram úr þessu geti hann farið«. (Eimr. VII, 147—151). Ritstjóri Björn Jónsson. ísafoldarprentsmiðja.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.