Sunnanfari - 01.03.1912, Síða 1

Sunnanfari - 01.03.1912, Síða 1
SUNNANFARI XI, 3. HEYKJAVIK * MARSMAN. Matthías Septímus Þórðarson þjóðmenjavörður er fæddur á Fiskilæk í Mela- sveit í Borgarfjarðarsýslu 30. Október 1877. Foreldrar hans voru Þórður hreppstjóri Sig- urðsson bóndi á Fiskilæk, sonur Sigurðar bónda á Bakka, Þórðarsonar á Súlunesi, og Sigriður Runólfsdóttir, kona Þórðar á Fiskilæk, dótlir Runólfs bónda Þórðarsonar á Saurbæ á Kjalarnesi. 1891—1892 lærði Matthías undir skóla hjá síra Einari Friðgeirssyni á Borg og hjá Jóhannesi Sigfússyni nú- verandi aðjunkt, veturinn næsta. Vorið 1893 seltist hann i annan bekk lærða skólans, og útskrifaðist þaðan 1898 með fyrstu einkunn. Sama haust fór hann til Hafnar og stund- aði norræna málfræði við háskólann þar 1898 —1902. einkuin íslenska fornfræði og sögustaðalýsingu. Vorið 1899 tók hann próf í heims- speki með fyrslu einkunn. Hjer á landi var hann árið 1902—1903, en erlendis apt- ur næstu ár. Árið' 1905—190(5 dvaldi hann mest af í Svíþjóð. 27. Júlí 1906 gekk hann að eiga danska konu Alvhilde Maria Jensen Fristrup, og á hann við henni 2 börn. Haustið 1906 fluttist Matthías lieim fyrir fult og fast °g hefur dvalið hjer síðan. 1907 varð hann aðstoðarmaður við Forngripasafnið, 1 Janúar 1908 settur forstöðumaður þess, enn 1. Júlí s- a- var hann skipaður þjóðmenjavörður. I-ptir hann liggja ýmsar ritgerðir í Eimreið- 1912 inni, Skírni og Árbók Fornleifafjeiagsins og viðar. Matthías er maður heldur víðförull; sum- uiin 1899 og 1900 dvaldi hann í Kristjaníu og í Seljord á Þelamörk hjá Viggo Ullmann, sem siðar varð amtmaður í Skien. Sumarið 1901 ferðaðist liann til Berlínar, Leipzig og Múnchen, og dvaldi um tíma suður á Bæjaralandi jiað sama sumar. Sumarið 1902 var hann í Náás í Svíþjóð, og fór þá á mál- fræðingafundinn í Uppsöl- um og Stokkhólmi. Þó að Matthías sje enn ungur liggur eptir hann geysimikið starf, þó ekki heri mikið á því; meðal annars mun óhætt að full- yrða, að hann liafi fyrstur manna komið góðu skipu- lagi á Forngripasafnið, því að þegar hann tók við, hafði lítil hvöt verið tif þess um langa hríð að leggja sig í bleyti urn það að verja miklum tíma í gæslu safnsins með þeim sultarlaunum, sem forn- gripavörðurinn þá hafði. Enn nú eru launin að vísu lág, en þó betur viðunandi. Hve mikið starf liggur eingöngu í því að koma munum slíks safns þolanlega fyrir í húsakynnunum, skilja víst fæstir, nema þeir, sem í það hafa komist, enda skin natni Matlhíasar út úr allri niðurröðun þar. Þess ber og að geta að síðan Matthías tók við safninu, hefur það, að mestu fyrir hans dugn- að, verið aðgengilegra fyrir almenning enn fyrr. Um tíma hans hefur safnið líka aukist

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.