Sunnanfari - 01.05.1912, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.05.1912, Blaðsíða 2
ýmiskonar, nj'jar aðferðir við sullalækningar, holskurði, sem jafnvel ekki Schierbeck vildi hætta sjer út í. Það var því talið sjálf- sagt, að hann tæki við kennslu í handlækn- isfræði við læknaskólann, þegar Schierbeck ílengdist í Danmörku, og það varð. Aðalstarf hans hefur verið síðan kennslan við læknaskólann, munnleg og verkleg — í spítalanum, liandlæknisvinnan —, sem læri- sveinar hans eru við til aðstoðar prófessorn- um og sjer til lærdóms. Það er alkunnugl, að G. M. er ágætur kenn- ari, og framfarirnar í handlæknisfræði hjer á landi hafa síðan hann tók við kennslu í þeirri grein verið afarmiklar, að sínu leyti ekki minni en í útlöndum. G. M. var vel undir starf sitt búinn, liefur ágætar gáfur og var vel menntaður í læknis- fræði almennt. En áhuga hafði hann til að fylgjast vel með í öllum nýjungum, sem snerta starf hans. Nauðsynlegt er það fyrir mann, sem ætlar að vera góður kennari í læknis- fræði, því engin vísindagrein í heiminum tek- ur jafnskjótuin og fjölbreyttari byltingum en hún. Það er lieldur ekki vandalítið, að kunna áð tína úr öllu því moldviðri af fánýtum kenningum og uppástungum, sem fram koma árlega, einmitt það sem að gagni má verða. Sýnilegur árangur af starfi G. M. er það fyrst og fremst, hve marga sjúklinga hann hefur læknað, og í öðru lagi er það greini- legasti votturinn um kennarahæfileika hans, að ýmsir af lærisveinum lians inna nú af liendi ýms vandasöm handlæknisverk, sem ekki voru gjörð hjer á landi áður en hann tók við. Enda koma nýjar og nýjar aðferðir, sem gjöra slík verk auðveldari fyrir Iæknir- inn og hættuminni sjúklingunum. Hugsum okkur fortíðarinnar handlækna, sem hvorki höfðu svæf- ingarmeðul eða varnir gegn sárasjúkdómunum. Það er nógu lærdóms- ríkt að líta í liandlæknis- fræðibækur fyrri alda með þessum ágætu, á- lirifamiklu og skýru mynduin þeirra tíma og bera þær saman við Ijósmyndir vorra tíma frá skuiðlækningastofum spítalanna. Mjer er ein- lægt minnisstæð mynd ein í slíkri bók frá 17. öld. Á myndinni sáu menn lækni vera að taka fót af manni fyrir ofan hnjeð. — Heilmikill söfnuður af mönnum lijálpuðu til. Þeir lágu beinlínis ofan á sjúklingnum, hver passaði sinn lík- amshluta. Þeim var öllum auðsjáanlega ljóst hversu alvarleg athöfn þetta var, liversu þýð- ingarmikil fyrir sjúklinginn og hversu fádæma kvalafull. Hver vöðvi í liandleggjum þeirra og í andliti stæltist. Og þá sjúklingurinn. Já, andlitsútlit hans bar vott um sambland af óumræðilegri angist og kvöl. Til samanburðar við þessa lýsingu lítum við svo á myndina lijerna í blaðinu frá handlæknisstofunni i Landakotsspítala. Það er búið að leggja sjúklinginn upp á hand- I’róf. Guðm. Magnússon við skurð.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.