Sunnanfari - 01.05.1912, Qupperneq 3

Sunnanfari - 01.05.1912, Qupperneq 3
læknisborðið. Við hliðina á honum stendur prófessor G. M. ásaint aðsloðarfólki sínu, eldri og yngri læknisfræðingum og hjúkrun- arkonum spítalans. Prófessorinn liefur skýrt tilheyrendum sínum frá sjúkdóm þessa sjúkl- ings og hvernig liann yrði læknaður. Allt er í standi: Verkfærin sótthreinsuð, prófessorinn og aðstoðarmenn hans fara í sótthreinsaðar hvítar kápurog hafa nákvæman liandaþvott. Nú á að gjöra skurð á sjúklingnum, ef til vill holskurð. Svo á að sótthreinsa skinnið á honum, þar sem á að skera og þar í kring. Sjúklingurinn virðist óhræddur. Læknarnir rólegir. Hvortveggja vita, að sjúklingurinn verður svæfður eftir örfáar mínútur, að hann finnur ekki neitt til meðan á lækningunni stendur, og allt þetta fólk virðist vera nokkurnveginn öruggt um það, að eigi eru líkindi til, að hætta sje á ferðum. Pví allt er sótthreinsað, og von- andi að öllum sóttkveikjum hafi verið bægt i burlu. Eins og drepið var á, var það G. M., sem fyrstur íslenskra lækna byrjaði skurðlækn- ingu á innvortis sullaveiki. Áður var ástunga og bruni aðallæknisaðferðirnar, en gáfust ekki vel. Nú mun hann hafa gjört hátt á annað hundrað holskurði vegna sulla, og hefur hann liklega meiri reynslu i þessu efni en nokkur annar einn læknir í Norðurálfunni. Pað bezta er, að ekki nema örfáir af þeim sjúklinga- hóp hafa dáið. G. M. vakti á fyrstu læknisárum sínum hjer heima athygli á því, að berklaveiki væri tíður sjúkdómur hjer. Áður var Iæknum kennt, að sá sjúkdómur kæmi ekki fyrir kjer á landi. G.M . er glettinn og fyndinn, en getur stundum verið dálitið stuttur í spunann.Þóeruekki meiri brögð að þvi en svo, að hann mun vera manna vinsælastur, bæði hjá lærisveinum sinum, sjúkl- ingum og öðrum. Jeg held að Guðmundur prófessor sje öf- undlaus maður. Eptir málshættinum ælti það heldur að rýra manngildi lians. En það mun vera svo með þennan málshátt eins og marga nðra, að hann sje mjög einldiða. Annars væri svo sem nóg ástæða að öfunda Guðmund. Það er einróma álit manna, að hann sje manna best að sjer í sinni ment, hjer á landi. Hann er fjölfróður um marga hluti þar fyrir utan. Loks er hann talinn sæmi- lega efnaður maður. Af öllu þessu nýtur hann mikils álits meðal samborgara sinna. Jeg skal að vanda íslenskra rithöfunda, er skrifa lýsingar á lifandi merkismönnum, geta þess að lokum: Gudmundur »er sœmdur ridd- arakrossi daunebrogsorðunnar«. Medicus ignotus. Tíundir. i. Studdur staf mínum, Staldrað heli Opnum and-dyrum Úti fyrir, Grisks og Gyðings, Guðs og manna, Spámanns, spak-vitrings: Spurt til vegar — Gátur á götu Gáfu allir. Gekk úr garði - Göngu-sorfnum Veli á vandkvæðum Vafa-svara, Steytti við steindyr Stuðlabjarga Hljóðu Hoddmímis Holti út’ í. Lokkaði Ijóð um Læsta hurð. II. »Alt var lil frá eilífð. Upphafslaust er sérhvað. Verðandi var æ að. Auðn hefir hvergi verið.

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.