Sunnanfari - 01.05.1912, Síða 8

Sunnanfari - 01.05.1912, Síða 8
40 Síra Þorkeli varð ósjálfrátt að berja út í loftið, eins og til þess að verjast. Angistar- hrollurinn hríslaðist um hann allan. Hann hætti að athuga og álykta. Gaf sig óvitandi skelfingunni á vald. — Lestu eitthvað ... lestu eitthvað gott ... lestu einhverja bæn, sagði Sigmundur, hás og skjálfraddaður. — Já, já! Síra þorkell var orðinn viljalaus, tekinn að hlýða Sigmundi í blindni. — Við skulum krjúpa, sagði Sigmundur. Þeir krupu báðir við kistuna. — Lestu, lestu! En síra Þorkeli hugkvæmdist engin bæn, er hann gæti lesið. Minnið var farið um stund. Allur hugsanamáttur hans kominn í bóndabeygju. — Lestu, lestu! Fyrir guðs skuld, lestu! Sigmundur tók að hrista hann. Síra Þor- keli varð Iitið á tunglskinsglætuna í horninu. hiin endurminningin rumskaðist. Og hann þuldi hugsunarlaust, eins og fábjáni: Tunglið, tunglið, taktu mig og berðu mig upp til skýja, par silur hún móðir mín og kembir ull nýja. — Nei, nei! Ekki tunglið! Ekki tunglið! Fyrir guðs skuld ekki tunglið! Veiztu ekki að tunglið hefir sent glóandi lykil ofan á ... á ... á andlitið á manni, sem tók það sem hann átti ekki? Nú tók að rofa til í heilanum á síra Þorkeli. — Eg var að fara með einhverja vitleysu. Eg ætla að lesa einhverja bæn til Krists, sagði hann. — Nei, ekki til Krists! Ekki til Krists! Hann er mér reiður. Lestu bæn til Maríu guðs móður. Hún er góð. Hún er mér ekki reið. Henni hefi eg ekkert gert. Síra Þorkell tók að lesa: — Ave Maria, gratia plena. Dominus te- cum. líenedicta tu in mulieribus et bene- dictus fructus ventris tui, Jesus. Sancta Maria, Mater Dei, ora pro nobis peccatori- bus, nunc et in hora mortis nostræ. Amen. — Lestu ekki þetta! Ekki þetta! Eg skil þetta ekki. Eg veit ekki nema þú sért að svíkja mig og gabba. Lestu eitthvað sem eg skil — eitthvað til Maríu guðs móður. Síra Þorkell hugsaði sig dálítið um. Þá tók hann að þilja af nýju: Mária, ert þú móðir skærust! Máría, lifir þú, sæmd í ári! Máría, ert þú af miskunn kærust! Máría, létt þú synda fári! Máría, lít þú mein þau vóru! Máría, lít þú klökk á tárin! Mária, græð þú meinin stóru! Mária, dreif þú smyrsl í sárin! Síra Þorkell þagnaði, að versinu loknu. — Lestu meira! Lestu meira! sagði Sig- mundur áfjáður. Síra Þorkell hélt þá áfram: Máría vertu mér í hjarta mildin sjálf, þvi gjarna vilda’k, blessuð þér, ef ek mætta meira, margfaldaðastan lofsöng gjalda. Loflig orð í ljóða gjörðum af lystilegri móður Kristi engum tjáir að auka lengra: einn er drottinn Máríu hreinni. Nú var nokkur friður kotninn í hugi þeirra. — Nú förum við inn, sagði Sigmundur. Sira Þorkell lokaði kistunni, og stúkunni, þegar þeir voru komnir út úr henni. Þeir læddust fram kirkjugólfið. — Mikil guðs mildi var það, sagði Sig- mundur við sjálfan sig, að lærður maður var með mér. En hann lét þess ekki getið upphátt. Síra Þorkell hrokaðist nógu hátt upp yfir hann samt. Vísa Bjarna Tliorarensens um Krist- ján í Hrafnhólum, sem kallaður var „Krummi" : Kristján Hólum krumma frá, á kjaptastóli glaður, er á róli ýtum hjá illa póleraður. Vísan er ekki prentuð í kvæðabók Bjarna.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.