Sunnanfari - 01.05.1912, Page 10

Sunnanfari - 01.05.1912, Page 10
42 Því eru þær drunur á dimmuin kvöldum, sem draumillar hrotur frá liðnum öldum — sinadráttur hins dauða. Jón Sigurðsson. Jóhann Sigurjónsson Og Fjalla-Eyvindur. Það ber sjaldan við, að eptir íslendingi sje tekið annarstaðar enn hjer á landi. Skáld og listamenn eiga hægast með að láta taka ept- Jóhann rithöfundur Sigurjónsson. ir sjer, og það liefur líka horið við, að ís- lenzkur skáldskapur hafi komið út á erlend- um tungum, enn þó svo sje, hefur það í raun og veru ekki eins mikla þýðingu einsog menn kynnu að halda, og almenningur erlendis verður íslenzkum skáldskap lítið kunnugri fyrir það. Víst er það, að hjer lieima liggur leið skáldskaparins til fólksins um prent- smiðjuna, enn erlendis er nokkuð öðru máli að gegna; þar er viðskiptalííið örara, og tím- inn dýrmætari enn hjer, og fæstir stytta sjer þar eins og hjer stundir með lestri; í stað þess sækja menn leikhús og aðrar þvílíkar skemtanir. Skáldin þar, sem vilja ná tali fólks- ins, verða því að gera það á leiksviðinu. — íslenzkur höfundur, Jóh. Sigurjónsson, hefur nú orðið til þess að semja leikrit, Fjalla- Eyvind, sem mun verða leikið á helstu leik- húsum Norðurhálfu, og væri það ekki óhugs- andi, að það yrði til þess að vekja athygli er- lendra þjóða á oss betur enn er, og auka Guðritn leikkona Indriðadóttir i geríi Höllu í Fjalla-Eyvindi. skilning þeirra á hugsunarhætli vorum. Leik- ritið hefur verið leikið hjer í Reykjavík fyrir skemstu og hlotið verðugt lof. Vjer flytjum hjer mynd af leikkonunni ungfrú Guðrúnu Indriðadóttur í gerfi Höllu, enn það er aðal- hlutverkið í leiknum, og efast jeg um, að færustu leikkonum úti í löndum mundi farast betur, því það var fortakslaust bezti leikur, sem sjezt hefur hjer á landi. Mynd af Jó- hanni flytur Sunnanfari líka.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.