Sunnanfari - 01.05.1912, Blaðsíða 12

Sunnanfari - 01.05.1912, Blaðsíða 12
44 Sögufélagið og Alþingisbækurnar. Sögufélagið er nú að ljúka við að láta prenta i. hepti af Alþingisbókunum, sem þir.gið veitti nokkurt fé til í fyrra. Verður útgáfan svo vönduð sem framast eru faung á. Pappírinn einhver sá bezti, sem hingað til hefir sézt í nokkurri bók hér á landi. Er það sú hliðin á bókagerðinni, sem mönnum á landi hér heíir alt til þessa verið ósýnt um, og eins og menn hafi ekki skilið það, hverja þýðingu það hefir fyrir bókmentirnar til frambúðar, að vandað sé til pappírs í bækur. Hafa menn klaufað sig á því á margan hátt, haft ósamkynja pappír í sömu bókinni, skipt um pappír í miðjum rit- um, og yfirhöfuð gert lítinn greinarmun þess, hvort prentað var á góðan pappfr eða jafnvel svo blindónýt- an, að eingin líkindi eru til að nokkur örmul verði til eptir fáa mannsaldra af sumum þeim bókum, sem hér hafa verið prentaðar um hríð. Það kom til álita, hvort ekki ætti að láta prenta bækur þessar með gotnesku letri, af því að mart af Alþingisbókunum frá 18. öld er til prentað frá þeim tíma einmitt með gotneskum stýl. En þá reyndist svo, að allur sá gamli og fallegi gotneski stýll, sem Lands- prentsmiðjan hafði átt, hafði eptir dauða Einars Þórð- arsonar (1886) verið sendur úr landi og steyptur upp úr honum latneskur stýll, svo að síðan hefir eingin prentsmiðja hér á landi haft gotneskt letur til. Svo ramt kveður að, að mart af ungu fólki í Iandinu, sem nú er milli tvítugs og þrítugs, getur ekki lesið bók með gotneskum stýl. Gotneskur stýll ætti hér á landi að vera jöfnum höndum í hverju stafrofskveri, en hann er nú horfinn úr þeim öllum, sem von er, þegar hann fæst ekki prentaður í landinu. Fallegt gotneskt letur er eitthvert fegursta prentletur, sem til er, og hver prentsmiðja, sem alfær vill heita hér — í „gotnesku" landinu — er skyldug að hafa til það letur. Sögufélagsmenn þeir einir, sem í góðum skilum standa við félagið, íá þessa merkilegu bók með félags- bókunum. Fyrir utanfélagsmenn verður hún dýrari. Er því hentugast fyrir þá, sem eignast vilja bókina, að ganga nú þegar í félagið. ísland í útlendum tímaritnm. IJanú- arhepti enska tímaritsins Twentieth Cenlury Magazine er grein um „Viðreisn íslauds" eptir prófessor nokk- urn Raymond, sem hjer ferðaðist fyrir nokkrum árum. Sjerstaklega stíngur það f stúf, hve greinarhöf. virðist vera miklu kunnugri högum Islands og íslendinga og hugsunarhætti þeirra, enn sumir Danir, sem bæði fyrr og síðar hafa verið að blaðra um íslensk málefni, þó Dönum stæði það reyndar nær að vita eitthvað verulegt um okkur. Greininni fylgir góð mynd afjóni Sigurðssyni. Utdráttur úr grein þessari er prentaður f Febrúarhepti hins alþekta tímarits William T. Steads Review of Reviews, ogerþarlikaprentuðmyndafjóni. Pjetur óðalsbóndi Sigurðsson í Hrólfskála var um eilt skeið með stærslu útgerðarmönnum hjer nærlendis, og ílytur Sunnanfari nú mynd af honum. Hver æíi- atriði hans eru skiptir minstu, en hitt er aðalatriðið að hann hefur alla sína daga verið dugnaðar- og ráðdeildarmaður, og hefur kona lians Guðlaug Pálsdóttir verið lionum sam- hent í því. Pau hjón urðu nýlega fyrir þeirri sorg að missa efnilegan son, sem var við verkfræðingsnám á Fjöllistaskólanum í Khöfn, Sigurður stýrim. á »Austra« er líka sonur þeirra hjóna, og tvær dætur eiga þau uppkomnar. Síra Magnús Hákonarson (d. 1875) kvað, þegar hingað spurðist lát Friðriks konungs VII. 18631 n Þá var úti frost með fjúki, er Friðriks öndin skrapp úr búki, sitr hún uppá himna hnúki hærra en Jovis ales1) kernst, og fer hann þó ekki fugla skemst. Kroppurinn liggur kaldur í dúki. Krunka hrafnar úti sem yfir hrúti, — sem yfir dauðum hrúti. 1) b. e. örninn. Utseiiding’ Nnnnanfara. Peir, sem verða fyrir vanskiluin á blaðinu, eru beðnir að snúa sjer um það efni til af- greiðslu blaðsins hjá herra k:uipmanni Páli Gtíslasyni í Kaupangi, Lindargötu 41. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.