Sunnanfari - 01.10.1912, Page 6

Sunnanfari - 01.10.1912, Page 6
ingsaðila í stað Noregs. íslendingar hefði því haft fullan rélt til að segja 1814: Danmörk eða Danakonungur koma oss eigi við. íslendingar teija sáttmálann frá 1262 vera þann réttargrundvöll, er þeir hafi jafnan staðið á, einnig eftir 1814. Þeirra meðferð á mál- inu verður því að skýra sem hér segir: Þeir liafa þolað eða jafnvel viðurkent yfir- ráð Danakonungs eftir 1814, en þó að því tilskildu, að Danmörk vildi viðurkenna að sínu leyti sáttmálann frá 1262. Með eftir- komandi viðurkenningu frá Danmerkur hálfu er þá Danmörk komin í stað Noregs sem samningsaðili. Framferði íslendinga gagnvart Danakon- ungi og Danmörku eftir 1814 er því í raun- inni ekki annað en tilboð um samning. En ef Danmörk neitar að þiggja boðið og sú neitun kemur skýrt fram, þá hefur Island rétl til að segja skilið við Danalconung og við Danmörku. Nú er verið að semja um (nýjan) réltargrund- völl milli íslands og Danmerkur, og meiri hluli íslendinga er þess albúinn, að gera samning um óuppsegjanlegan sameiginlegan þjóðhöfð- ingja. En þó liefur nefnd ein, samsett af Dönum ög íslendingum, gert »uppkast«, sem gerir Island að óaðskiljanlcgnm liluta danska ríkisins, þótt því sé sotlnð viðtæk sjálfstjórn (autonomie). Ef íslendingar ganga að þessum skilmálum, þá selja þeir frum- burðarrélt sinn fyrir flatbaunaskamt, þar sem þeir afsala stöðu landsins sem sjáljstœðs rikis, og fá ekkert verulegt (reelles) í aðra hönd. Pví að víðtæka sjálfstjórn hljóta íslendingar að liafa, hvernig sem fer, sakir mikillar fjar- lægðar frá Danmörku og óskyldleika að þjóð- erni og tungu. Danir skilja ekki orð í ís- lensku og íslendingar eigi meira í dönsku, nema þeir geri sér þá miklu fyrirhöfn, að læra hana. Bæta má því hér við, að á fyrra hlula 16. aldar reyndi bæði Kristján II. og Kristján III. að veðsetja Englakonungi ísland og Færeyjar, en honum þótti svo lítil eign í þessum lönd- um, að ekkert varð úr (Jón íJorkelsson og Einar Arnórsson: Ríkisréttindi íslands bls. 55 og 51)«. Æfiágrip Gjelsviks stendur í Þjóðvinafélags- almanakinu fyrir 1913. Pess skal getið, að hér kemur fram nákvæm- lega sama skoðun og annar ritstjóri Sunnan- fara, Jón Þorkelsson, jafnan hefir haldið fram. Yilhj. Stefánsson, landkönnuður. Sunnanfari ílylur nú mynd af þessum ísl. norðurfara. Hann hefir oiðið kunnur fyrir slíka för, sem liann er ný- kominn úr. í þeirri ferð fann hann innan um skrælingjana hvítan kyn- flokk, og hafa verið leiddar ýmsar getur að því, hvern- ig slæði á lionum þar nyrðra; ein- liver norræn merki þóltist hann líka sjá á máli þeirra. Hver veit nema liann hafi fundið af- komendur hinna fornu íslendinga, sem liorfnir eru af Grænlandi fyrir mörgum öldum? Bók i væiuluin. Bráðlega mun koma út frönsk viðtalsbók eptir I’ál Þorkelsson á kostnað Pjeturs Ilalldórssonar. Sunnanfari hefur sjeð nokkuð af lienni,og pykir ekki ósennilegt að nota megi hana sem kenslubók í pví máli.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.