Sunnanfari - 01.12.1912, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.12.1912, Blaðsíða 2
1 90 Magnús konferenzráð Stephensen 27. Dec. 1762 — 27. Dec. 1912. Sú þjóð á ekki skilið að eiga nýla menn og mikla, sem níðir þá fyrir nytsemdar- verkin meðan þeir eru lifs, og ann þeim kanske ekki sannmælis dauðum. Einn af þeim mönnum hér á landi, sem ekki á að gleymast, er Magnús konferenzráð. Hann var mestur atkvæðamaður sinnar tíðar hér á nær alla vegu, og gleymist að vísu Magiu'is konlerrnzrnð Stephenscn 1808. aldrei þeim, sem þekkja sögu landsins, en rneðal alþýðu liygg eg þó, að nú sé tekið heldur yfir hann að fyrnast. Hann heyrir og til þeim timum, sem eru svo gjörólíkir vor- um tímum, að til þeiira þarf mann nú ekki að reka minni daglega. Hinn eldri tíminn klykkir svo að segja -út með Magnúsi. Það var svo sem að byrja að roða á fjöll af morgunbjarma hinnar nýrri tíðar, þegar Magnús féll frá. í ár eru 150 ár síðan Magnús fæddist, og þykir Sunnanfara rétt að flytja nú mynd af honum og minna á hann. Endurminningin um mikla og nýta menn er og eptirkomendun- um altaf holl. Því miður er hér ekki rúm fyrir langan lestur, en sú er bót í máli, að þar sem á svo miklu er að taka sem hér, þar tala verkin sjálf, ef að eins er á þau mint. Magnús var fæddur á Leirá í Leirársveit þriðja dag jóla (27. Dec.) 1762. Voru for- eldrar hans Ólafur Stefánsson, er síðar varð amtmaður og stiplamlmaður, og Sigríður einkadóttir Magnúsar amtmanns Gíslasonar. Ólafur var af góðu bergi brotinn, en átti eing- an að, nema guð og sína eigin atgervi. En með kvonfanginu hlotnaðist honum bæði auðugasti og bezti kvenkostur, sem þá var á landi hér, og þar með rakinn vegur til valda og alls frama. Hafði Magnús amtmaður verið einhver bezli og vitrasti veraldarhöfðingi hér á Iandi á 18. öld. Magnús konferenzráð fékk því alt það upp- eldi og alla þá menning þegar í æsku, sem í þá daga mátti bezt verða og prýða þótli mann, sem lil höfðingja var ætlaður. Hefir hann sjálfur í æfisögubroti sinu (Tímarit Bókmfél. IX) lýst námsárum sínum og námsiðkunum á alla vegu. Stúdent varð hann úr Skál- holtsskóla 1779, en cand. juris við Hafnar- háskóla 1788, og hafði hann á námsárum sínum einnig lagt sig eptir allskonar fræðum öðrum en laganáminu: heimspeki, fagurfræði, náttúrufræði, eðlisfræði, stjörnufræði, saung- fræði, og nærri öllu, sem nöfnum tjáir að nefna. Aldrei nokkurn tima fyrri hafði nokk- ur maður tekið við embætti hér á landi með jafnvíðtækri almennri mentun sem hann, þeg- ar hann gerðist lögmaður hér 1789, og þar er vist eingum manni nærri að jafna, nema Hannesi biskupi, sem einmitt hafði verið kennari Magnúsar. Lögmannsembættið hafði Magnús á hendi þangað til 1800, að alþingi var lagt niður og stofnaður var landsyíirdómurinn. Þá varð hann þar dómstjóri, og það var hann til dauðadags, 17. Marts 1833, en jafnframt lög- mannsembættinu hafði hann gegnt landfógeta- störfum um Iveggja ára tíma, 1793—1795. Jústizráð varð hann 1800, etazráð 1808, kon- ferenzráð 1816 og Dr. juris 1819. Seinni hluti 18. aldar var fræðsluöld hin

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.