Sunnanfari - 01.12.1912, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.12.1912, Blaðsíða 3
91 mesta, og þegar Magnús kom til Kaupmanna- hafnar, var þar nýstofnað félag með íslend- ingum undir forustu Jóns konferenzráðs Ei- ríkssonar, hið alkunna Lærdómslistafélag, er gaf árlega út rit bæði um lærdómsefni, at- vinnugreinar og hverskonar þarflega fræði. í þessum félagsskap og ritum tók Magnús mikinn þátt þegar á námsárum sínum. Eptir dauða Jóns Eiríkssonar 1787 tók félagi þessu að hnigna smám saman, og leið síðan undir lok innan skamms. Þegar Magnús var kominn til íslands, var honum sá verkaliringur, sem embættin tóku yfir, alt of þraungur. Hann þurfti að hafa meira um sig og skipta sér af miklu fleira. Hann fann bæði hvöt og krapta hjá sér til margvislegra framkvæmda.og verkefni var nóg; mart þurfti breytinga og umbóta, réttarfarið, dómaskipunin, verzlanin, atvinnuvegirnir og umfram alt bókmentirnar og mentun eða mentunarleysi landsmanna; laudslýðurinn þurfti að mannast og fræðast. Bækur þær, sem liingað til liöfðu verið gefnar út hér á landi, höfðu ekki verið sérlega uppbyggilegar né mentandi, nær alt meira og meira úreltar og ónýtar guðsorðabækur, nema það, sem prentsmiðjan i Hrappsey hafði gefið út, sem nú var komin i hnignun. Til þess að ráða bætur á þessu, þurfti bæði að koma á al- mennum samtökum og Magnús að ná undir sig prentsmiðju. ()g þetta varð hvorttveggja. Landsuppfræðingarfélagið var stofnað 1796, og varð Olafur stiptamtmaður forseti þess og Magnús sonur hans framkvæmdarstjóri, og þar með sá, sem öllu réð og alt gerði — og Hrappseyjarprentsmiðjan feingin, og nokkr- um árum síðar Hólaprentsmiðja. Og nú gerðist Magnús þessi mikli lærifaðir lands- lýðsins, að slíkur hafði einginn orðið verald- armanna fyrri. Varð hann nú og einvaldur í bókmentunum um næstu 20 árin eða alt til 1816, að Bókmentafélagið var stofnað. Þó hélt hann þessu starfi sínu áfram leingi enn eptir það og fram á sín síðustu ár. Undir eins og Landsuppfræðingarfélagið, — sem Magnús hafði síðar feingið Ieyfi til að kalla þá konglegu visindastiptun, því að hann hélt mikið upp á það »konglega«, eins og fleiri í þann tíð, — var komið á, tók Magnús að gefa út Minnisverð tíðindi, sem einkum kendu landsmönnum að fylgjast með í því, hvað gerðist út í heiminum, því að Magnús fylgdist allra manna bezt með tímanum; um það efni hafði landslýðurinn einga fræðslu feingið áð- ur; i tíðindunum var og mart, er til nytja og fróðleiks horfði um málefni innanlands. Þeim hélt hann úti í 12 ár (1796—1808). Eru þau í rauninni fyrsta íslenzka tímaritið, sem til hefir orðið á íslandi, því að Maanedsti- dende Magnúsar Ketilssonar (1773 —1776) voru á dönsku, og því ekki ætluð hérlandsmönn- um. Tímariti hélt hann síðan ekki út fyrri en hann hóf Klausturpóstinn 1818, og hélt hann honum út í 9 ár, til 1827. Þá féll hann niður. Það var mánaðarrit. En síðasta haustið, sem Magnús lifði (1832) gaf hann út prentað boðsbréf til landsmanna um það, að nú ætlaði hann að hefja Klaustur- póstinn af nýju. Svo hugfullur var hann enn sjötugur að aldri. En þá kom dauðinn og skaut loku fyrir alt hans starf. En jafn- tramt þessu gaf hann út önnur alment fræð- andi og skemtandi rit fyrir landsfólkið, svo sem Gaman og aloöru (1797), Vinagleði (1798 og 1818) og Smásögurunar (1822—1823), alt af sjálfs hans toga spunnið. Auk þess gaf hann út kvæði ýmsra manna, til skemtilest- urs í landinu, svo sem Pope’s Tilraun um manninn í þýðingu síra Jóns Þorlákssonar (1798), og Sá kristni eftir Gellert í þýðingu síra Porvalds Böðvarssonar (1800). Og þó að hann útgauðaði rímnakveðskapnum og kallaði menn »rifna þvert af rímnagóli«, gaf hann eigi að síður út Gizurar rímur jarls eptir Svein Sölvason (1800) fólkinu til skemt- unar En jafnframt hugsaði hann um gagn- ið. Eptir hann sjálfan er víst Hjálprœði í neyð, þarsem ekki nær til læknis, og að vísu Hugvekja til góðra iunbúa á Islandi, Rœður Hjálmars á Bjargi (1820), Matreiðslubók (1800), sem hann eignaði Mörtu mágkonu sinni, og var slík bók þá heldur nýnæmi í bókmentum

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.