Sunnanfari - 01.12.1912, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.12.1912, Blaðsíða 8
94 í vígum sá jeg marga hníga bugaða, sem börðust, jeg barðist líka’ og varðist, þar sem orrustan var hörðust, jeg vildi ekki skilja, að liver tími minn var talinn, svo tróð jeg skjöldum framar — og með sama fjell í valinn. Jens prófastur Pálsson lézt 28. Nóvember síðastliðinn eptir háska- byltu, er hann hafði feingið af hestbaki. Varð hann 61 árs gamall, fæddur 1. Apríl 1851 i Jens prófastur Pálsson. Dagverðarnesi á Skarðsströnd. Útskrifaður var hann úr Reykjavíkurskóla 1870, af presta- skóla 1872, vígður aðstoðarprestur föður síns 1878, fékk Þingvelli 1879, Útskála 1886 og Garða á Alptanesi 1895. Prófastur var hann í Kjalarnessþingi 1900—1912. Þingmaður Datamanna 1891—1899, og þingmaður Gull- bringusýslu 1909—1912. Hann kvæntist 1874 Guðrúnu Pétursdóttur, Guðjónssonar, og lifir hún mann sinn. Ekki varð þeim barna auðið, en mörg börn fóstruðu þau. Jens prófastur var mesti áhugamaður um landsmál og félagsmál, ljúfmenni í viðkynn- ingu, vinsæll maður og vel látinn. Björn Jónsson og síra Jens voru aldavinir, og höfðu mjög fylgzt að málum langa æfl. Dauðinn gerði ekki langan skilnað þeirra. Síra Jens slasaðist sama kvöldið og Björn tók sjúkdóms áfelli það, er leiddi hann til dauða 24. Nóv. Síra Jens andaðist 4 dög- um síðar. Smávegis frá Pétri Guðjónssyni. Paö liafa ýmsir látið í Ijósi, að þeir hafi búizt við pví, að nokkur orð hefði fylgt mynd Péturs Guðjónssonar í síðasta blaði, smásögur eða eitt- hvað annað, sem einkennilegt væri fyrir Pétur. En af slíku hefir Sunnanfari fátt í fórum sínum, sem ekki er þá búið að segja frá annarstaðar. Eg var lítt söngvinn og liafði því lítil kynní af Pétri, enda var fyrsti vetur minn í skóla (1876—1877) síðasti veturinn, er Pétur lifði. Hann andaðist þá um sumarið. Pó er mér minnisstælt eitt atvik, sem mér er sama þó eg segi frá; kendi það mér, hversu skipti í tvö horn hjá Pétri um það, sem honum geðjaðist og mislíkaði. Pað var í fyrsta timanum, sem liann ætlaði að hlýða okkur bus- unum yflr saungfræði í kveri, sem hann hafði þá nýlega gefið út. Hann kom ofurlítið liýr í kenslu- stundina, og var hann þá jafnan Ijúfur og elsku- legur og tnanni fanst hann næstum því viðkvæm- ur, en þegar hann var ódrukkinn, fanst manni ltann höstugur og cins og með hálfgerðum þjósti. Pað var töluvert almenn skoðun í skóla, að þeir þyrfti ekki að lesa saungfræði, sem ekki væri saungnir, og var það góð ástæða fyrir samvizk- una til þess að líta ekki í bók. Pétur gekk að borðinu þar sem cg sat og »tók upp« þann, sem sat við hliðina á mér. Par var steinhljóð við öll- um spurningum. Síðan sneri hann sér að mér mjög clskulega, og segist búast við því að eg geti þó sagt sér þetta. En þar tók ekki betra við. Par var sama steinhljóðið. Hvað hann sneipti mig þá er mér ógleymanlegt, einmitt af því að henn gerði það ekki í bræði, heldur sárnaði hon-

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.