Sunnanfari - 01.11.1913, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.11.1913, Blaðsíða 1
SUNNANFARI XII, 11. REYKJAVÍK NÓVEMBERMAN. 1913 Grímur Thorkelin. Sunnanfari mun enn sem fyrri framvegis flytja bæði nýtt og gamalt. og nú kemur hér mynd af Grimi Thorkelin, sem fór frá ís- landi sem umkomulaus unglingur, en hafði sig svo áfram með lagi og dugnaði, að hann varð leyndarskjalavörður Danakonungs, og var það um nær fjóra tigi vetra nú fyrir svo sem öld að telja. Grímur var fæddur í Bæ í Hrútafirði 8. Okt. 1752. — Var hann af gömlum og merkileguin ættum. Faðir hans var Jón fálkafangari og síðan hermaður Teitsson, sýslumanns, Arasonar sýslu- manns á Reykhólum, Þor- kelssonar sýslumanns, Guð- mundssonar sýslumanns, Há- konarsonar sýslumanns í Nesi, Björnssonar, af hinni nafnkendu Langsælt. Jón Teitsson var hið mesta hraustmenni. Hann andaðist 1758. Móðir Gríms var Elín dóttir Einars sýslumanns á Ströndum (d. 1779), Magnússonar sýslumanns á Stapa (d. 1707), Björnssonar. Elín andaðist 1779. Thorkelinsnafnið tók Grímur sér eptir nafni langa-langafa síns. Grímur var uppalinn í Ljárskógum hjá Brynjólfi Jónssyni og Þórunni móðursystur sinni. Þórunn dó 1800. Þau Brynjólfur og Þórunn voru barnlaus, og arfleiddu Grím og komu honum til menningar í fyrstu. Grímur lærði undir skóla lijá síra Vigfúsi Erlends- syni á Setbergi, og fór því næst í Skálholts- skóla. En með konungsbréfi frá 4. Mai 1759 var svo fyrir mælt, að senda mætti árlega einn af efnilegustu skólapiltunum á Islandi til Danmerkur til frekara náms í latinuskóla vorrar frúr í Höfn, latínuskólanum í Hróars- keldu, Helsingjaeyri eða í Slagleysu. Finnur biskup valdi Grím til þessa, og varð Grímur stúdent úr skóla vorrar frúr 1773. Brá hann sér því næst til íslands, en tók siðan að nema lög, og tók próf í þeim með bezta vitn- isburði 1770. En jafnframt því lagði hann stund á nor- ræn og íslenzk fræði og lög- vísi, mest fyrir orð og áeggjan Jóns Eiríkssonar, sem reynd- ist honum öflugur stuðnings- maður. Gaf hann þá þegar út Kristinrétt hinn forna með latínskri þýðingu (1776) og árið eptir (1777) Ivristinrétt Árna, einnig með latínskri þýðingu, og mart fleira fékkst hann við af því tagi. Á þeim árum vann hann einnig að úlgáfunni slóru af Heimskringlu, sem kend er við Schönning. 1780 varð Grimur aðstoð- armaður við Leyndarskjalasafnið, og 1783 var honum veitt prófessors nafnbót. Grímur gaf fyrstur manna út norrænt Foinbréfasafn; voru þau söfn tvö; nefnist annað Analectci, en stærra safnið (i 2 bindum 1786) kendi hann við Árna Magnússon (Diplomatarium ArnamaíjnœaiuimJ. Eyrbijggjasögu gaf hann og út um þetta leyti (1787) með latínskri þýðingu. Á þessum árum fékk hann og ferðastyrk til Englands, Skotlands og írlands, til þess að rannsaka þar menjar og heimildir fyrir sögu og athöfnum Norðurlandaþjóða í Vesturlönd- um. í þeirri för var liann í 5 ár (1786—1790), Grimur Thorkelin.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.