Austri - 21.09.1891, Blaðsíða 4

Austri - 21.09.1891, Blaðsíða 4
20 A U 3 T R í2SE3£5æSiæsæ hætti rigningin. en byrjaði aptur. er meira hafði verið sprengt aí' Dyna- mit". Séra Jón ÓiafssoiJ. Fyrverandi ritstjóri og alþingismaður Jón Ólafs- son hefir nú gjörzt kapelán hjíi Birni Péturssyni, Unitarapresti í Ameríku. TJnitarar eru síítrúbragðaflokkur, sem segist trúa á Guð, en neitar gmðdómi Krists, og getur heilags anda að engu.j Séra Oddur Gíslason dvaldi hér nokkra daga, er hann kom sunnan aí Eskifirði, þanfað sem hann fór með „Thyra", og prédikaði hér .á sunaudaginn 13. þ. m. í sóknarkirkj- unni á dönsku. Um kvöldið hélt hann fyrirlestur hér inn á Fjarðaröldu um bindindi. Mæltist honum vel og skör- uglega og var fjöldi fólks viðstaddur. Hann kom hér og á fót nýrri bjarg- ráðanefnd. Á „Thyra" hafði séra Oddur prédikað á hverjum sunnu- degi, er hann var með skipinu og all- staðar þar sem það kom við notaði hann som bezt tímann til þess að koma betra og fastara fyrirkomulagi á bjargráð sjómanna, sem eru 'svo á- ríðandi og hafa gefist ágætlega þar sem þau hafa verið við höfð. Væri óskandi að sjómenn gæfu því máli góðan gaum, þar sem jafn mikil sjó- sókn er orðin eins og hér austanlands. Á þessari strandfcrð sinni brýndi séra Oddur fyrir -mönnum nauðsýn hins er- lenda og innlendakristniboðs ogvakn- ing meira trúarlífs hér á landi. Kvatti hann og menn til að kaupa og lesa hið nýja kirkjurit. Séra Oddur Gíslason( er sannar- lega virðingar og þakklætis verður fyrir sinn mikla postulalegoa ábugaog ötulleik viðþessi „bjargráðamál" þjóð- arinnar og það því fremur sem hann hefir nvjög lítil laun fyrir — einar 300 kr. — en miklu meiri tilkostrrað, og er þó fátækmr fjölskyldumaður og prestur á einhverju minnsta brauði landsins. Hefir alþingPopt verið rif- legra á styrkveitingum til óþarfari fyrirtækja. „Vaagen" fór héðan á ákveðnum tíma og með skipínu af ölluaa fjörð- umim samtals á annað hundrað sunn- lenzkir sjómenn. Fargjaldið 18 krón- ur fyrir hvern, og er það allmikíll tíma- ogpeningasparnaður í stað þess að flækjast með „Thyra" norður fyrir land í októbermánuði. Með skipinu fór, sein umboðs- maður bróður sins, herra Tönnis Wathne, séraBjörn porláksson, séra 0 d d u r G í s 1 a s o n og frú R agnbeiður, kona séra pórarins pórarinssonar á Hvoli í Mýrdal og nokkrir fleiri farþegjar til Beykjavik- ur. Gufuskipið „Magnetic" kom hingað frá Skotlandi 11. p. m. með vörur til pöntunarfélagsins hér, kaup- manns Sig. Johansens, Jóns Berg- sonar á Egilsstöðum og fl. kaupm. Skipið ætlaði héðan til Vopn&fjarðar, Húsavíkur, Akureyrar, og Sauðárkróks með mikið af pöntunarfélagsvörum. A skipinu voru þeir fjárkaup- mennirnir, gamli Coghill og Mackin- non, og lótu þeir rnjög illa yfir verði á lifandi fé og fjártökuprisum yfir höfuð. Með „Magnetic" fóru héðan til Akureyrar GráTiufélagsfulltrúinn por- steinn Daníelsson á Skipalóni og bók- bindari FriðbjÖrn Steinsson, sem hafðí mætt á fundinum fyrir hönd stjórnar Gránufélagsins og stýrði fundinum með sérlegri lipurð og óhlutdrægni, sem þó var mikið vandaverk, þar sem skoðanir manna voru svo andstæðar, einkum hvað rentuna af hlutabréfun- um snerti. Nýja kirk'ju ætla Mjófirðingar að láta reisa á Brekkn, þar sem nú er orðið allmikið þorp og langfjölmenn- ast í firðinum. Hin gamla kirkja í Firði verður svo lögð niður. Kirkju- viðinn lét herra O. Wathne flytja nú til Wjófirðinga með „Vaagen". 400 Færeyinga hefir herra Otto Wathne fiutt heimtil þeirra í þremur ferðum þangað til eyjanna, hvern til síns heimilis, sem þeim þykir míkill kostur hjá því sem að fara'með „Thyra" Og verða að fara allir í landþar sem skipið kemur við á eyjunum. Síldarafli er enginn hér á Ausffjörðum nú sem stendur, enfiskur sagður nógur ef beita væri til, og því lét herra Otto Wathne „notabass" sinn, Stangeland, fara til Eyjafjarðar með „Magnetic" með mönnum og öll- um útbúnaði til síldarveiða til þess að reyna þar fyrir sér með síldina. „Vaagen" á svo að fara norðan um land frá Beykjavik og koma við á Eyjafirði. Tíðarfarið er alltaf óstöðugt, og nú síðustu dagana mjög kalt og hefir snjóað töluvert í fjöll, en þó nokkrir þurkdagar cá stangli, svo út- lit er fremur fyrir að sá fiskur cr nú er þveginn, verði þurkaður. Aðfara- nótt hins 17. var hér allmikill storm- ur með snjókomu niður i byggð. En 18. þ. m. böfðu veðurfræðingarnir spáð voðalegum stormi, hér í álfu og í Vesturheimí. Fjártökuprísar munu'já Seyðis- firði vera almennt þessir:"Kjöt yfir 40 pd. 18 au. 36—40, 16 au. 30—36, 14 au. Mör 22 au. Gærur frá 1,50—3 kr. Sendimaður sem kom &f Vopna- firði í gær, sagði þessa prísa þar: Kjöt yfir 40 pd. 15 au. 35—40 pd. 14 au,, og 12 au. á þar fyrir neðan. Mör 18 au. og gærur eins og hér. Verzlunarstjóri Valdemar Davíðs- son hafði riðið uppá Fjöll og boðið 15 kr. fyrir sauðinn, cn bændur ekki viljað selja. |>að verð mun þó 2 kr. h æ r r a, en þeir |Coghill og Mao kinnon vildu gefa. 'eð „Thyra^næs' á eg von á munntóbaki, súkkulaðe, sjal- klútum, kíkirum, (fyrir bæði augu) borðhnífum; silfruðum matskeiðum, kaffiskeiðum, göfflum og smjör-skálum. JFyrirliggaudi hef eg: Lérept, sirs, dökkt klæði, blúndur, silkihnappa, reiðfatahnappa, fataeíni fóður, handklæði, axlabönd, flibba, húmbúg, slipsi, myndir í umgjörð, loft- vogir, (Barómetra) rakamæla. (Hygro- metra), skæri úr sænsku smiðastáli. Vasaúr, úrfestar, kapsel,! crma- og brjósthnappa, armbönd, slönguhríngi, steinhríngí, eyrnalokka, brjóstnálar, slipsnælur, (sumar með ekta steinum] áttavíta, gleraugu, vanaleg og dökk- blá, silfursápn, plettskeiðar og gafla og ýmislegt annað. Vestclalseyri i september 1891. Magnús Einarsson. é V Ö helzt ekki yngri en 14 ára verður tek- inn í prentsmiðjuna á Seyðisfirði. Eigandi: Otto Watlme. Ritstjóri: cand. phil. Skapti Jósepssou. Prentari: Eriðfinnur Guðjónsson. **Mi^usm>æs>iœ3Kœrmz&sst5iiss^^ vr^sesssmmaaaegseBiea 18 Hestarnir fóru nú á stað, og |>að leit út fyrir ab pá langabi til aö byrja upp á nýjan leik, en sá er nú sat og hélt í taumana, gat haldíð þeim í skefjum, svo að þau eptir fáar klukkustundir náðu með öllu hSilu til hins á- kveðna staðar. Og um leið og vagninn rann fyrir dyrn- ar á greifahöllinni gjörði hinn nýji vagnstjóri háan kvell með aksvipunni. Hafði óhappið ekki seinkað för þeirra fram yfir ákveðinn komutíma, og var þeim tekið mæta vel af greifafolkinu. En þegar greifi Ostenfeldt sá, að ókunn- ugur maður stýrði vagninum og vagnstjóri hans sat með umbundið höfuð, þóttist hann vita, að eitthvert óhapp hefði viljað til. Spurningar, svör, aumkvunaryrði og hamingjuóekir ráku hvort annað. En Amalia hafði ekki augun af hinum unga manni, sem húu þakkaði með blíðu brosi. Waldhausen var alveg hrifinn af hinum nýja ragngtjóra, sem hann ennþ'á vi&si ekki hvað hét. Undir eins og búið var að óska pau velkomin, för Waldhausen útí garðinn til þess að hitta Hfgjafa þeirra og fann hann í hesthúsinu. Hafði hann hjálpað hinum særða vagnstjóra til sængur, og ætlaði nú að fara á stað. ^Ætlið þér strax að fara á stað? „Eg hefi ekki eptir nokkru að bíða, náðugi herra". „f>ér farið þo svei mér ekki burtu af sloti greifa O- stenfeldt án þess að þér njótið nokkurra góðgjörða og launa- laus frá minni hendi fyrir þá miklu hjálp, er þér hafið mér veitta". „Fyrif það tek eg enga borgun, náðugi herra". „Jú svei mér skuluð þér taka við þóknun: pér hafið verið í riddaraliðinu sögðuð þér mér. Eg var áður riddaraliðs- foringi, og það er þé naumast tilsetlan yðar að eg skuii vera í þakklætisskuld við yður". „Náðugi herra, þér viljið heldur láta þakklæti yðar í Ijósi með gu]li, en með orðum. Opt getur staðið syo á, 19 að hið síðara komi sér þó betur; en í þetta sinn bið eg yður að bjóða mér enga borgun". „Undarlegur maður ertu ! pú sagðir að þú ætlað- ir að fara af landi burt. Getur þú ekki breytt þeirri fyrirætl- an þinni?" Hinn ungi maður þagði, „Hugsaðu þig nú um. Getur þú nú ekki í stað þess að leita óvissrar gæfu í annari heimsálfu gengið í mína þjónustu? pú hefir sýnt, að þú ert duglegur vagnstjöri, eg mun gefa þér góð laun, viljir þútaka að þér þennan starfa hjá mér". „Boð yðar, náðugi herra, er mjög gott og hefði eg ekki svo fastlega ásett mér að fara til Ameríku, mundi eg hafa látið ginnast til að taka því„. „Láttu þá ginnast og taktu því. Kona mín og dótt- ir munu verða glaðar við að heyra, að þú eigir ab stjórna hestunum fyrir vagni þeirra hér eptir. Taktu eptir því, ab þeim mun þykja mjög vænt um þab. Gleðileyptur flaug yfir ásjónu hins unga manns. „Jæja, náðugi herra, eg tek þá yðar góða boði." „Gott og vel! og nú muntu ekki slá hendinni á móti dálitlum launum fyrirfram. Hérna, gjörðu svo vel: Nú ertu komínn í mína þjónustu; hvað heitir þú"? ,,Nafn mitt er Ernst", Waldhausen flýtti sjer til konu sinnar og döttur, og sagði þeim, að hinn ungi maður, er héti Ernst, ætti fram- vegis að stýra hestunum fyrir vagni þeirra. Að nokkrum dögum liðnum var Ernst kalla&ur fyrir húsbónda sinn. „Við þurfum nú að fara að hugsa til heimferðar, sagði hann. |>ú skalt fá góðan hest, sem þú átt að ríða til bú- garðs míns Falkenauge, sem er sjö mílur héðan. pú ferb á stað á morgun í dögun og færir ráðsrnanni mínum þetta bréf frá mér. Hann mun láta þig fá vagn minn og ein- kennisbúning þjóna minna. Komdu svo með vagninn hingab

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.