Austri - 27.02.1895, Blaðsíða 3

Austri - 27.02.1895, Blaðsíða 3
Nr: G A -U S T 1! I. Nýdáinn er Canrobert, marskAlk- ur, er raun hafa verið elztur af hin- um fornu núlifandi hetjum Frakk- lands, og lét pjóðpingið eptir tillögu stjórnarinnar gjöra útför hans hina sæmilegustu af landsins fé. Kiissland. J>ar er nýdáinn hinn frægi utanríkismálaráðgjafi Rússa, Nilcolai von Qiers, er hafði lært stjérnspeki af Gortschakow fursta, er lengi stóð fyrir utanríkisstjórn Rússa og pótti spekingur að viti; pótti Giers haida vel í horfinu ntanríkisstjórn- inni og vera friðsemdarmaður. Jíikolai von Giers var sænskrar ættor að langfeðgatali. Forfaðir hans hafði barizt með berserknum Karli 12. við Pnltava og orðið par hertek- inn og ílengdust svo afkomendur hans á Rússlandi og komust par síðan til metorða. Sá lieitir Schischkin. er nú hefir tekið við stjórn utanríkismála á Rússlandi. Á Rússlandi gengur allt enn skaplega. Hafa Nihilistar enn sem komið er eigi reynt til að veita keis- aranum banatilræði. Alíta pað og margir, að mesta hættan fyrir rikið stafi eigi frá peim, heldur frá hinni gjörspilltu embættisstétt landsins. Grikkland. J>að er pað land, annað en Frakkland, er mun hafa hvikulasta ráðgjafa í stjórnarsessinum; og nú hafa par enn einusinni orðið ráðgjafaskipti. Forsætisráðgjafinn Trikupis hefir par sagt af si:r, og heitir sá Delyannis er seztur er á forsætisráðgjafastólinn. Austræni ófriðurinn. Japan- ingar hafa nú náð eptir snarpa sókn og vörn hinni ramgjörvustu kastala- borg Kínverja, WciÍiaivcei og mcstum hluta. af herflota peirra, svo nú geta Japaningar iialdið viðstöðulítið sem leið liggur til Peking. Kínverjar hafa sent sendiherra til Japan til pess að biðja um frið, en Japaningum pykir umboð sendi- manna of takmarkað. Nýkomin var og sendimanna sveit frá Kína til Parísai'borgar til pess að fá stórveldin til að skakka leikinn par austur frá. Tíðarfar liefir verið mjög hart erlendis í vetur seinni hlutann. Frost- hörkur og snjókomur ákaflegar, og skipaleið víða ófær fjrir lagís, og bágindi mikil meðal fólks. í Lund- únaborg voru svo mikil frost, að lög- reglupjónar og vagnstjórar og hestar peirra frusu í hel á strætum úti og skipaleið mjög örðug uppað borginni eptir Thamesánni. Austursjórinn og Sundin inní hann, allt lagt. Seyðisfirði 27. febrúar 1895. Tíðarfar alltaf iiið blíðasta og bezta. Síidarafli alltaf góður á Reyð- arfirði. jþar láu nýlega 3 gufuskip til pess að taka síld, sem var í góðu verði erlendis, er ,.EgiU“ fór frá Stavangri, og fékk O. 'Wathne 18l/2 kr. fyrir strokkinn, en pó var loksins kominn góður síldarafli við Hauga- sund og víðar. Hjátrú. Hve hjátrúín er enn rík á Frakk- landi sýnir eptirfylgjandi saga. Fyrir prem vikum dó í Rlanche- götunni í Parísarborg ung stúlka af lauslátara taginu, en var nafnkunn fyrir fegurðar sakir og skrauts. Hún hét Nína Durand, að auk- naíni „Opallinn1". Hún hafðifyrst verið pvottastúlka í Qvartier Latin, par sem stúdentar flestir búa og par koraizt í kynni við stúdent nokkurn. Hann hafði einusinni geíið henni ]) Gimsteinn. i wiit———1 H fagrrt hálsmen úr ópölum, er lýstu i með öllum regnbogalitum. j>etta hilsmen var jafnan henn- ar kærasta skraut, og hún bar pað ætíð, og fékk viðurnefuið af pví. „Mundu eptir pví, :íð opalarnir eru lifandi<!, hafði nmiusti hennar SHgt um leið og hann festi hálsmenið ! á hana. ..Forlög mín oru bundin við pá. Gættu að pvi, að pá er peir fara að missa Ijóinann, pá er eg orð- inn sjúkur og pá allur ljóminn er horfin af opölunum, pá er eg dáinn“. Að sexmánuðnmliðnum skildu pau. j>eim fanst, að pau unnast ekki lengur. og köm svo saman um að skilja. Hinn ungi stúdent varð síðar læknir í fæðingarbæ sínum, og Nína fékk sér aðra kærasta. En hún varð pess bráðum vör, að hin fyrsta ást hennar var eigi dauð, og sökkti hún sér svo niðurí glaum og skemmtanir til pess að 1 g'leyma. En hún lagði sig aldrei svo til svefns, að hún gætti ekki að pví. hvort opalarnir héldu eigi f'ullum ljóma sin- um,og er hún sá aðsvo var, pá sagði hún: „j>eir lifa onn góðu iífi og bera sömu birtu; hann lifir pví eiinpá, og eg fæ líklega að sjá hann aptur“. Fyrir rúmum mánuði fór ljóm- inn að deyfast á ópölunum hverjum af öðrum og að lokum lýsti að eins af einum peirra, og pó dauft. Nína veitti nú hálsmeninu ennpá nákvæmari gætur, og snori pví á alla vegu, cn hin kæra litbreyting var horfin af opölunum. „|>að er úti um hnnn, eg fæ aldrei framar að sjá hann“, sagði hún grátandi. „Til hvers lifi eg pessu aunia lífi lengur?“ Daginn eptir fannst hún dauð. f>essi saga er sönnun fyrir pví, hvað hjátrúin er ennpá rik á Frakklandi, nmnu flestir álíta; en daginn eptir kom til Parisarborgar svohljóðandi hraðfrétt: „Luchan, 22. septomber kl. 5 e. m., til Grand Hotei í París. Páll Borday, sem hefir legið veikur í mán- uð, dó i gaerkvöldi". þessi Páll Borday var fyrsti kær- asti Ninu Durand. SKIPTAFUNDUR í dánarbúi J>orvarðar heitins Kjerulfs inun haldinn verða, laugardagmn p. 11. mai næstkomandi kl. 11 f. hád. Verður pá rætt um sölu á fasteign- um og prófaðir reikningar búsins. j>etta tilkynnist öllum híutaðeigend- um. Skiptaráðandinn í Norður-Múlasýslu, 22. febrúar 1895. Á. V. Tulinius. (scttur). Sama dag verða skipti í dánar- og protabúi Teits heit. Olafssonar, leidd til lykta. Skiptaráðandinn i Norður-Múlasýslu, 22. febrúar 1895. A. V. Ttdinius. (settur).' SKIPTAFUNDIK í „Prentsmiðjufélagi Austfirðinga“ verður haldinn á skrifstofu sýslunnar p. 13. mai næstk. kl. 11 f. hádegi. Skiptaráðandinn í Norður-Múlasýslu, 22. febrúar 1895. A. V. TuUnius. (settur). Undisrkrifaður hefir 2—3000 pd. af góðri töðu til sölu. Skálanesi 23. febrúar 1895. Jón Kristjánsson. Hérmeð lýsi eg pví yfir, að eg apturkalla öll pau orð og óhróðurs- ummæli er eg hefi — í.bréfi til Magðalenu Sigurðardóttur á Olp'nu við Seyðisfjörð — viðhaft mn hana og mann hennar Guðjón Hermannsson. Öll pau orð og ummæli er eg i á- minnstu bréfi hefi viðha.ft um téð hjón eru éintóíu ósannindi og skulu hér eptir skoðast sem dauð og marklaus. Staddur á Ölphu, 18. febrúar 1895. Jón Gislason. Vottar: Sveiim Jónsson. Helgi Guðmundsson. 380' á félaginu niikla og ósýnilega og gjöri jafnvel 'grín að Öllu saniaii, og siðan segir hann: Eg hefi hlerað pað ,að sunium pyki mál petta koma inná ping- ið eins og fjandinn úr sauðarleggnum og illa og ófullkomlega undir- búið. Og peir mur.u vera til sem kalla pað Húmhúg og Svindd. j>etta er nú svo ómerkilegt, að eg get naumast fengið mig til að svara pvi. Og svo felst í pvi nokkurskonar íllkvittni og tortryggni sem ekki ætti að eiga sér stað á pessnm upplýsingarinnar og mann- úðarinnar tfmum. — Hver getur sannað að málið só ílla undir- búið? Eða veit nokkur hinna hálærðu pingddldarnianna, hve lengi Davíð er búinn að hugsa uni pað, og hve margar vökunætur eg hefi haft fyrir pað? Um fjandann og sauðarleggi pykir mér ekki eiga við að tala mikið hér innan hinna helgu vébanda. Vel veit eg pað að apturhalclsmenn og hugleysingjar og grútar- háleistar (fyrirgefi?, eg man ekki annað pessa stundina) sem ölln vilja halda í sinum gömlu skorðum til eilílðar, sem ekki pora að ráðast i neitt og ekki geta séð af eyrisvirði, peir tala með fyrir- litningu um Húmbúgista og Svindlara, af pví peir vita ekki hvað pessi orð pýða. j>eir vita ekki að Húmbúgistar er sima sem stórvirkjamenn, p. e. járnbrautasmiðir, og Svindlarar geta pýtt sama sem fjármála-ráðherrar, p. e. undir vissum kringumstæðum. Og má eg spyrja,: Hvar er nú pað lancl undir sólunni, sem ekki hefir urmnl af Húmbúgistum og Svindlurum? Og af hverju getur pað komið, að allstaðar eru pessir menn, öðru en pvi, að pjóðirnar geta ekki án peirra verið? j>að sannar ekkert pó peir væru ekki til fyr á tímum meðan pjóðirnar sátu í myrkri vanpekkingar og hnefaréttunnn var einvaldur. En nú er öðru máli að gegna síð- an Sterlingarnir og dollarar og krónur komust til seðstu valda. Setjum pví svo, að í ösýnilega fé'laginu væru eintómir húmbúgistar og Svindlarar, pá vil eg leyfa mér að spyrja: Hvernig á ísland freinur enn önnur lönd, að geta verið án peirra? Aðrir finna máli pessu pað til foráttu, að drifa eigi petta frum- varp í gegn að pjóðinni fornspurðri. En hvað er íslenzka pjóðin? Erum vér, pingmenn, ekki pjóðin ? Krum vér ekki vitrustu og beztu menn pjóðarinnar, peir einu menn landsins, sem hafa vit á hvað' henni er fyrir beztu? Sagði ekki Lúðvik 14. „Frakkland, pað er eg“? 377 sex púsund milliónir króna, til pess að stöfna hér félag, er gjöra mun einn stálveg um landið pvert og endilangt og breiða net af telegröfum og telefónum par ofaná, og enn frelnur framleiða úr skauti náttúrunuar svo mikið rafmagn, að ljómandi birta verði í hverju horni sumar og vetur, nótt og dag, og svo mikill hiti að aldrei framar festir hér snj'ó. Og eg skal pá, með leyfi liáæruverðugs forseta, leyf'a mér að hefja fyrstu umræðu um petta stórmerktlega mál. — En fyrst parf að taka pað fram, að með pví engum mun málefnið og félagið kunnugra en mér, pá væati eg pess, að hál. pingdeild eptirláti raér einum orðið við allar hinar 3 umræður pess. -— Að sjálfsögðu mun eg, við 1. umræðu tala um málið frá almennu sjónnrmiði, en við 2. og 3. uinræðu tala fyrir einstökum atriðum pess, sam- /vværnt pingsköpunum, og svara niótmælum og útúrsnúningum. Og pá vil eg fvrst og fremst.leyfa iiiér að spyrja, hvort noklc- ur maður muui hafa betra vit á járnhrautum, en sá maður, sera eg hefi peklct að góðu í 40 ár, pó eg ha.fi aldrei séð hann, en sá iuað- ur sem af botnlausrí föðurlandsást og ræktarsemi við fólkið hefir 1 eitt mörg húndruð út úr eymdaíinnar og ánauðarinnar landi til hins fyrirheitua Kanadaiands. Eg vil leyfa mér að spyrja, hvort pessi maður, sem hefir eytt 40 áruni æfi sinnar, akkúrat jafnmörg- um áruni'og eg hefi pekkt hann, á gufuvögnum, muni ekki vita, hvilik blessun hvervetna fylgir gufunni og gufuvögnunum. Eg vil spvrja, hvort nokkur maður geti grunað peunan mann, sem svo mikið gott hefir gjört landi og lýð með vesturflutninguni, grunað hann um Svhidleril Frumvarpið sem eg held á, er ekki lagafrumvarp, heldrr frum- varp um lög. sem á að semja seinna,, pað gerir hvorki að banna né bjóða; pað bara ieyfir og segir: Gjörið pér svo vel. Gjörið pér svo vel, pér auðmenn Stórabretlands, pér agentar, pér heiðurs- nienn úr öUum heimsálfúm, gjörið pér svo vel að koma hingað og leggja járnvegi og telegrafa og telefóna og geyraa fyrir oss Islend- inga og ávaxta og varðveita nokkrar milliónir króna, sem oss vant- ar hirzlu fyrir. — Sé petta eklci húmaiiítet, pá er eg ílla svilcinn, — Gjörið svo vel, að koma og kveikja á rafmagnsljósum, og sýna pjóðinni, hvilík óendanleg framför í verzlun og atvinnuvegum niuu

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.