Austri - 17.04.1897, Blaðsíða 1

Austri - 17.04.1897, Blaðsíða 1
Ktmur út 3 á mknuðí eða 36 bl'ðð til næsfa nýárs, og kostar hér á landi aðeins 3 kr., erlendis 4 kr. Gjalddagí 1- jútt. Uppsögn skrifieg lundin við áramót. Ógild nema kom- in sé til ritstj. fyrir 1. oktb- ber. Atifflýsingar 10 aura línan, eða 60 a. hverþuml. dálks og hálfu dýrara á 1. síðu. vn. AE. Seyðisflrði, 17. apríl 1897. líB. 11 SANMÆS ITLLARVERKSMIÐJA er einhTer hin elzta og bezta ullarverksmiðja í Horvegi. Verksmiöja þessi hefir hinar nýjustu og fullkomuustu vinnu- vélar, og er hverri verksmiojudeild stjórnao af duglegum og æfö- um verkstjóruni, svo verksmibjan stendur ao öllu leyti jafnfætis öllum slikum ullarverksmibjum í Norvegi og erlendis, bæbi hvab vörugæbi og fljóta afgreibslu snertir. Ennþá sem komib er, liefir engin ullarverksmibja í Norvegi getab afgreitt vörurnar svo fljótt til íslands sem Sandnæs ullar- verksmibja, og eru allir möttakendur varanna mjög vel ánægbir með verkib á þeim. Eg hefi til sýnishorn af vefnabinum, og verblagsskrá. Ab senda ull til vinnu í þessari verksmibju er niikill hagn- abur fyrir menn, þareb allur vefnabur þaban er bæbi ódýrari og betri en frá útlöndum, og því mæli eg meb Sandnæs ullarverk- smibju til allskonar ullarvinnu, og ábyrgist eg, ab þeir sem senda þangab ull til vinnu, fái bæbi vandaba vöru og fljóta afgreibslu. f>ess ber ab gæta, er mér er send uli, ab nafn þess, sem sendir, sé líka á merkiseblinura ásamt mínu nafni, til þess ab vör- urnar fari eigi í rugling, þar mér er send ull allstaðar ab hér á landi, einsog eg bið menn líka að senda mér bréf með póstum viðvíkjandi því, hvaó menn vilja láta vinna úr ullinni, 011um spurningum hér ab lútandi verður fljótt svarað, og upplýsingar skjótt gefnar. Nýir umboðsmenn verða teknir. Seyðisfirði 21. nóvember 1896. L. J. Imsland. Aðal-amboðsmaður á íslandi og Færeyjum. íslenzk umb o ð s ver zlun. Undirskrifaður selur íslenzkar verzlunarvörur á marköðum erlendis og kaupir allskonar útlendar vörur fyrir kaupmenn og sendir á pá staði, sem gufuskipin koma. Sölu-umboð fyrir ensk, pýzk, sænsk og dönsk verzlunarhús og verksmiðjur. Glöggir reikningar, lítil ómakslaun. Jakob Gunnlögsson. Oort Adelersgade 4 Kjöbenhavn K. Gott og ódýrt kaffi. pareð eg hefi einka-umboð á íslandi fyrir hið stærsta kaffisöluhús í út- löndum, pá býðst eg til að útvega gott kaffi með svo lágu verði, að engum sé hægt að keppa við pá prisa. Pröfur sendast, ef óskað verður, til hvers sem ætlar að kaupa pað. Kaffið sendist beint frá húsinu til pess staðar, sem óskað verður, og póstskipin koma á. p. t. Seyðisfirði, 10. marz 1897. M. S. Arnason, ísafirði. Prentsmiðja Þorsteins J. G. Skaptasonar tekur til prentunar: blöð og bækur, verðlista, kvæði, grafskriptir; innskriptarseðla, afhendingar- bækur, veðbréf; lotteríseðla, nafnmiða, trúlofunarkort, og yfir höfuð allt smátt og stórt, er prenta parf. Allt fljótt og vel af hendi leyst. Myndir! Hérmeð tilkynnist, að eg undirrit- aður kem til Siglufjarðar, að öllu for- fallalausu, með fyrstu ferð fjórðungs- bátsins norður um land í vor komandi, og ætla eg að verða par einhvern tíma að taka íjósmyndir. Einnig hefi eg í hyggju að ferðast uppí Eljótin í sama tilgangi. Eg mun gjöra mér far um að myndirnar séu sem bezt af hendi leystar. Helmingur af andvirði myndanna borgist fyrirfram. Vestdalseyri, 4. marz 1897. H. Einarsson. t Sýslumaður Jóhannes Davíð Olafsson var fæddur á Stað á Reykjanesi 26. okt. 1855. Foreldrar hans voru, pró- fastur Ólafur Einarsson Johnsen kaup- manns, bróðir frú Ingibjargar Sigurðs- son, — og Sigríður f>orláksdóttir, systir séra Bjarnar á Höskuldsstöðum. Jóhannes sál. ólst upp hjá foreldr- um sínum par til hann fór í lærða skólann, og útskrifaðist úrhonuml878, og sigldi samsumars til háskólans, par sem hann tók próf í lögum með beztu einkunn eptir 41/, ár, sem er óvana- lega stuttur tími við svo pungt nám. Prá háskólanum kom Jóhannes upp til Reykjavíkur, og var par mjög vel látinn málafærslumaður við landsyfir- réttinn, par til honum var veitt Skaga- fjarðarsýsla 1884. Sama sumar gekk hann að eiga frændkonu sína, fröken Margrétu Guð- mundsdóttur Einarssonar frá Arnar- bæli; og voru pau hjón fyrsta árið á Reynistað, en fluttust síðan að Gili, og bjuggu par nokkur ár, pangað til pau fluttu sig á Sauðárkrók, par sem sýslumaður Jóhannes Olafsson andað- ist 26. marz s. 1. úr langvinnum maga- sjúkdómi. peim hjónum varð 5 barna auðið, hvar af 4 lifa. Jóhannes sýslumaður var hinn ágæt- asti gáfumaður, bæði skilningsgóð- ur og minnugur, enda hefði hann ann- ars eigi getað aflokið hinu punga laga- námi á svo óvanalega stuttum tíma. Var hann og mjög skarpur júristi. Hann var gleðimaður hinn mesti, og svo fjörugur og skemmtilegur, að hann átti fáa sína líka. J>að var býsna vandasamur sess að fylla vel uppí í Skagafirði, eptir Egg- ert sýslumann Briem, er óhætt mun mega telja m«ð hinum vitrustu valds- mönnum landsíns, bæði fyr og síðar, og svo ástsæll af sýslubúum sínum, að fá munu dæmi til. Er pað óræk sönnun fyrir pví, hví- líkur afbragðsmaður Jóhannes sál. var, að hann náði brátt peirri almennings- hylli hjá alpýðu, að pegar honum var veitt Borgarfjarðar- og Mýrasýsla, pá báðu Skagfirðingar hann i einu hljóði að yfirgefa sig ekki, og lét hann pað eptir peim. Jóhannes sýslumaður var mjög frjáls- lyndur, einsog hann átti kyn til að rekja, og áhugamaður mikill, og pví lét hann sér mjög annt um velgengni og framfarir sýslubúa sinna, sem á seinni árum hafa ráðizt í hvert stór- fyrirtækið af öðru undir forustu hans, svo sem brúargjörð á Héraðsvötnun- um og mörgum fleiri ám, svifferjur o. fl. Sýslumaður Jóhannes var hið rögg- samlegasta yfirvald, og sá afkastamað- ur við skrifstofustörf, að hann, að minnsta kosti framan af, hafði engan fastan skrifara, en afgreiddi mest allt sjálfur. Góðgjarn var hann og ráð- hollur, og samdi opt sættir með mönn- um, er sparaði peim mikil útgjöld og leiðinlegt málapras. Heimili peirra hjóna var fögur fyrir- mynd að öllum höfðingsskap og gest- risni, pví pau hjón voru svo aðdáan- lega samtaka í pví, að gjöra öllum, háum sem lágum, heimsókn peirra svo ógleymanlega skemmtilega og unaðs- rika, og pví drúpa nú allir Skagfirð- ingar af sárri sorg, par sem peir eiga að sjá.á bak pvílíkum ágætismanni og afbragðs yfirvaldi. „Grátpögull harmafugl hnípir á húsgafli hverjum"" Skapti Jósepsson. Nokkur orð um kíghósta og vörn. gegn honum, eptir héraðslækni G. B. Scheving. —o— Einsog kunnugt er, fer kíghósti yfir sem landfarsótt víða hér á landi nú um pessar mundir. Og pað parf víst engum blöðum um pað að fletta, að veikin muni ganga yfir allt land, eins og hún svo opt hefir gert að undan- förnu. 1 sumum héruðum kvað land- farscVtt pessi hafa verið væg, og vist er um pað, að hér í Seyðisfirði hefir kíghóstinn verið mjög vægur i petta sinn. En sumstaðar hefir veikin aptur verið skæð, svo sem á Vopnafirði, ísa- firði, og víðar, að sögur segja. í út- löndum er almennt talið, að 8 börn deyi af hundraði hverju. Mér er ekki kunnugt um, hvernig petta hlut- fall er hér á landi, en pað mim óhætt að fullyrða, að veikin muni vera hér engu síður skæð en ytra, pegar sóttin annars gengur í fullum krapti. Að minnsta kosti veit eg, að pegar kíg- Iióstinn gekk í pessu læknisdæmi haust- ið 1891, pá var dauðratalan 9 af hundraði.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.