Austri - 17.04.1897, Blaðsíða 2

Austri - 17.04.1897, Blaðsíða 2
NTE. 11 A D S T R I. 42 l>að væri annars mjög fróðlegt, að hafa skrár yfir dauðatöluna í hinum helztu landfarsóttum vorum, og pað er útlit fyr að slíkt fáist áður en langt um líður, með pví að hinn röggsami landlæknir vor, Dr. Jónassen, gerir sér mikið far um að heimta sem fyllst- ar og nákvæmastar skýrslur af lækn- um landsins yfir sjúkdóma pá, sem ganga í umdæmum peirra hvers um sig, og hefir jafnframt í ráði, að láta prenta árlegan útdrátt úr skýrslum pessum. fegar litið er á pað, hversu kíg- hóstinn venjulega er hættulegur fyrir barnslífin, pá er ekkert ofmælt að segja, að kíghóstinn sé hættulegur gestur. Og par við bætist, að tjón pað, sem kíghcstinn gjörir óbeinlínis, er lítið minna en hið beina tjón. jpað ber nefnilega opt og einatt við, að börnin reynast svo við hinar miklu og löngu hóstakviður, að pau aldrei síð- an ná sér, verða brjóstveik upp frá pví, og hálfgjörðir aumingjar. Er pað pví allt annað en að ástæðulausu, pó foreldri sé hrædd við kíghóstann vegna barna sinna, og leiti kvíðafull til lækn- isins, og spyrji hann hvað gjöra eigi ef börn peirra fái veikina. því mið- ur verður svar læknisins allt annað en gleðilegt. Hann verður sem sé að gjöra pá játningu, ef hann á að segja sannleikann, að læknisfræðin eigi, enn sem kornið er, ekkert meðal til, sem læknað geti kíghóstann, ef barnið á annað borö er orðið veikt af lionum. Hin helztu meðul, sem gefin eru við veiki pessari, svo sem Kinin, Anti- phyrin og Bromoform gagna venjulega sáralítið, og að pví fráteknu, að lækn- irinn getur dálítið dregið úr hóstan- um með deyfandi meðulum, verður allt og sumt að leggja fyrir, að börnin séu haldin inni í loptgóðu herbergi, par sem jafn og pægilegur hiti sé, og svo að gefa aðrar smábendingar á borð við petta. ]par sem svona stendur á einsog hér, að ekkert meðal er til er dugað geti við sjúkdóminum, pegar hann einusinni er á kominn, eða stytt hann að nokkr- um mun, pá liggur í augum uppi, að pað sem hér ríður á, er að varna pví, að barnið fái veikina. í fljótu bragði sýnist að pað ætti að geta tekizt, og víst er um pað, að gamli Celsus* sagði, að pað væri hægra að afstýra sjúk- dómum en að lækna pá. (satius est prævenire quam curare morbos). En 9 ára læknisreynsla mín gjörir mig vantrúaðan á pessa kenningu gamla mannsins að minnsta kosti að pví, er ísland snortir. p>að er satt að segja mestu vandræði að fást við sóttvarnir á pessu okkar góða landi, og geta peir bezt um pað dæmt, sem fleirnm sinnum liafa purft að fjalla um slíkt. Allt til skamíns tíma hafa engin inn- an 1 ands-sóttvarnarlög verið til nema tilskipunin sæla, 17. apr. 1782. En31. jan. fyrra ár birtust loksins ný lög um sóttvarnir, og pó ýmislegt megi að peim finna, einsog flestum verkum mannanna, eru pau samt góð búnings- bót. Mun nú svo komið, að sjaldnast parf að kenna lögunum um, ef ekki tekst að varna næmum sjúkdómi út- breiðslu innlendis. Vöntun lagaákvæða he'fir heldur aldrei verið versti prösk- Aidns Corneiius Colsus, frægur róin- verskur læknir ú döguin Tiboriusar og Noro keisara. uldurinn á sóttvarnarveginum. Nei, hið almenna skeytingarleysi og kæru- leysi manna gagnvart hinum ýmsu sótt- varnarreglum, petta er steinninn í göt- unni, petta atriði liefir venjulega dreg- ið alla dáð úr sóttvörninni, og eg er hræddur um, á eptir að gjörapaðenn um stund. Guðm. héraðslæknir Hann- esson á Akureyri hefir, einsog kunn- ugt er. lagt á samgöngubann í héraði sínu til varnar hinni yfirstandandi kíg- hósta-landfarsótt. Honum segist svo frá undirtektum manna par nyrðra í pví máli: (Stefnir, no. 2, p. á). „Mörgum, er hafa orðið fyrir bann- inu, pó vægt væri, hefir fallið pað illa, margir hafa pví miður brotið pað, og ýmsir talið lítil líkindi til að pað yrði að gagni“. Skyldi ekki undlrtektirnar verða svipaðar pessu víðar á landinu? Itétt í pessu berst mér 10. tbl. „Austr»“ p. á., og er par grein eptir héraðslækni Zeutlion í Eskifirði um kíghóstann. Zeuthen kollega ræður par til, að varast samgöngur við hin sýktu héruð, en á hinum sýktu heim- ilum að stía hinum heilbrigðu börnum frá hinum sjúku. Bæði pessi ráð eru góð, eins og vænta mátti, og er hið fyrra auðvitað alveg óbrigðult varnar- ráð, sé því nákvœmlr.ga hlýtt. Eg hef hér að framan tekið fram, að kosta purfi kapps um, að börnin sýkist ekki af kíghóstanum. Og er pvi svo sem sjálfsagt, að menn reyni á allan hátt að forðast samgöngur við hin sýktu heimili, eða leyfa mönnum paðan að koma inn á heilbrigð heimili. Eg fyrir mitt leyti geng að pví vísu, að petta verði opt og einatt örðugt, og pví víða ekki sinnt, sízt sem skyldi. Yil eg pví benda á eitt ráð til að draga úr smittunarhættunni. Og með pví eg hygg, að pað víða geti orðið að góðum notum, auk pess, sem pað er mjög einfalt, pá hef eg ráðizt í að skrifa línur pessar. Báðið heitir Terpentinugufa. fegar barnaveikin (Dipteritis) gekk hér síðast á Seyðisfirði, sumarið 1895, lét eg í öllum húsum, par sem hún stakk sér niður, viðhafa uppgufun af Terpen- tinu, petta gerði ég í upphafi til að draga úr afli veikinnar. En bráðum tók eg eptir pví, að í peim húsum, par sem Terpentinugufan var stöðugt við- höfð eptir fyrirskript minni, par sýJd- ust eJcki fleiri börn en þau, sem þá þegar vori^ orðin reiJc, og pað pó hin heilbrigðu börn væru inni í sama húsi og hin veiku, eins og víða var og ekki varð hjákomizt vegna húsprengsla. Eptir að kíghóstinn tök að dreifa sér út hér um slóðir í vetur, hef eg ráðið ýmsum, sem til mín hafa leitað héðan úr fjörðum og ofan úr Héraði, að gera tilraun til að verja börn sín fyrir veik- inni á pann hátt, að láta börnin vera stöðugt inni í einu og sama herberg- inu, að láta merm af sýktum heimilum aldrei koma inn í herbergi pað, sem börnin eru í, hvað sem öðru líður, og að við bafa stöðuga Terpentinugufu í herberginu. Eg hef nú frá ýmsum (8) af pessum mönnum fengið að vita, að hjá peim hafi ekkert barn enn sýkzt af kíghósta, og hafi hann pó gengið á heimilunum allt í kringum pá. |>essir menn hafa eindregið pakkað petta Terpentinugufunni, og jafuframt óskað pess, að eg gerði almenningi ráð petta kunnugt. Að sönnu er reynsla pessi alltof lítil til pess, að nokkuð ákveðið óg fulltryggjandi verði byggt á heniii. En reynsla mín í barnaveikinni, og pað, að Terpentinan er viðurkennt bakteriudrepandi lyf (Paraciticidum) — og kighóstinn er bakteriusjúkdóm- ur —, gefur mér fulla ástæðu til að halda, að petta sé á góðum rölcum byggt. Skal hér nú skýrt frá aðferð- inni við Terpentinu-uppgufunina, og vil eg jafnframt vinsamlega biðja hér- aðsbúa mína, og aðra út í frá, sem kynni að nota pessa aðferð, að láta mig á síðan vita skriflega eða munn- lega, hvernig hún hafi reynzt peim. Á ofn, eldavél eða steinolíuvél inni í hcrbergi pví, sem börnin eru látin vera í, skal setja „kasserollu“, lítinn pott eða ketil með vatni til hitunar, og skal hituninni hagað pannig, að jafnan sé hæg suða á vatninu. í petta vatn skal láta 2 teskeiðar af Terpen- tinolíu 3. hvern tíma. Skal gera petta hvern morgun í býti, og seinast áður en gengið or til hvíldar að kvöldi. Sfe engin nitunarvél til, mætti 4—5 sinn- um á dag koma inn í baruaberbergið með sjóðandi vatn ákatli, og láta par svo Terpentinuna saman við, eins og áður segir. Gæta verður að pví, að Terpentiuu-gufan rjúki sem minnst út úr herberginu, svo sem við óparfan umgang o. s. frv. Hvort Tcrpentin- olían, sem brúkuð er, er fengin úr lyfjabúðinni eða úr verzlunuin, og er par optast nóg til af henni, kemur í sama stað niður. Búast má við, að brúka purfi mikið af Terpentinolíunni (2—4 priggja-pela-flöskur), par sem Terpentinu-gufuna verður að viðhafa par til sóttin er um garð gengin 1 næstu byggðarlögum. j>nggja-pela- flaska af Terpentinolíu kostar um 1 kr. 50 aura, og endist hún í 2—3 vik- ur. Börn, sem mildnn kvefhósta hafa, vil eg ráða frá að séu höfð í Terpen- tinu-gufunni, með pví hún æsir lióst- ann. Auðvitað er líka Terpentinu- gufan gagnsláus við pau börn, sem pegar eru búin að fá kíghóstann, og verða pau börn að vera stranglega að- skilin frá hinum heilbrigðu. Ai> endingu skal eg til glöggvunar taka hér upp varnarreglurnar: 1:' Öll hin heilbrigðu bÖrn skulu haldin inni í rúmgóðu herbergi með jöfnum, pægilegum hita. 2. Engum manni frá sýktum heim- ilum só leyft að koma inn i petta herbergi. 3. I herbergi pessu sé viðhöfð stöð- ug Terpentinu-uppgufun eptir reglum peim, sem gefnar eru hér að framan. * llitað 9. apríl 1897. ÚTLElíDAR PRÉTTIR. —O — Tyrkland. Síðustu hraðskeyti segja Tyrkjasoldán orðinn vitskertan, en ann- ars er allt við pað sama og áður. Damnðrk. J>egar síðast fréttist frá Kaupmannahöfn, pá var mjög stirt samkomulag með stjórninni og ríkis- deginum. Yildi fólkspingið ekki veita pað fé, er hermálaráðgjafinn beiddist, og kirkjumálaráðgjafinn fékk lieldur ekki pað fé, er honum pótti á liggja til nýrra kirkjubygginga í höfuðstaðnum. En pað er nú engin ný hóla pó fólkspingið sé ópægt við stjórnina og neiti henni um fjárveitingar, en pað pylcir allt verri sálmurinn, að nú gjör- ist landspingið líka inótdrægt stjórn- inni, og sýnir sig all-líklegt til' péss að neita að sampykkjá páu lög, er landbúnaðarráðgjafinn hefir lagt fyrir pað, en pað ping hefir áður verið mjög fylgisamt stjórninni, bæði fyr og síðar. Eorsætisráðgjafinn Reedtz Thott lét í báðum pingdeildunum megna óánægju í ljósi yfir pessu ráðalagi og hafði í heitingum um að ráðaneytið mundi allt fara frá, ef pingdeildirnar létu eigi undan. !>að er nú reiknað saman, hvað Danir hafa tapað á smíðinu á lysti- skipi Bússakeisara, „Standard", og nemur tjónið l1/* jmillíón króna, svo stærsta gufuskipaverksmiðja Dana, Burmeister & Wain í Höfn, er all- hætt stödd, ef Rússinn vill eigi bæta peim upp skaðann. Járnsmiðirnir höfðu víða í Danmörku lagt niður vinnuna og hoimtað liærri laun, og gizka blöðin á, að pað muni nú ganga um 4000 járnsmiðir atvinnu- lausir. Þýzkaland. l>ann 22. f. m. skipaði keisarinn Djóðverjum að halda mikla hátíð um land allt til minningar um pað, að pá voru liðin 100 ár síðan afi hans, Vilhjálmur keisari fyrsti, — er sonarson hans hefir skipað að kalla „hinn miJcla“ — fæddist í Königsberg á Austur-Prússlandi. Og pora pegnar keisara eigi annað en hlýða, nema gamli Bismarck. sem gefur pað hin- um leiða, aðhannkalli Vilhjálm fyrsta „hinn mikla“, og er keisari karli fok- reiður fyrir petta, og hefir hefnt sín með pví að bjóða Bismarck eigi til hátíðahaldsins 22. marz. 27 myndastyttur af Vilhjálmi keis- ara fyrsta átti að afhjúpa víðsvegar um pýzkaland á pessum hátíðisdegi, og svo hefir keisarinn látið semja al- pýðubók um afreksverk forfeðra sinna, einkum pó afa sins, og skal skylda öll skólabörn til pess að kunna hana uppá sínar tíu fingur spjaldanna á milli! Frakkland. Frakkar hafa nú loks „bitið höfuðið af skömminni" á Mada- gaskar, afsett drottninguna Ranavalo, og rekið hana í útlegð til eyjarinnar íteunion fyrir austan Afríku. Áður höfðu peir rekið mann honnar, er var forsætisráðgjari, í útlogð til Algier, par sem hann er nú nýdáinn af illri meðferð og sorg yfir óförum ættlands síns. Og petta er einhver menntaðasta pjóð heimsins, er fcr svona að ráði sínu! og leggur nú alla Madagaskar, um 13,000 □ undir Frakkland, og kæfir allar uppreistir Hówaanna í peirra eigin blóði! Bandaríkin. J>ann 4. marz, sem er aðal-hátíðisdagur Bandaríkjamanna, tók Mc Kinley við stjórninni af Grover Cleveland, og hélt hann við pað tæki- færi danzleik í forsetahöllinni í Was- hington, er pau forsetahjóuin höfðu boðið til 10,000 manns. Að peirri veizlu var samt enginn áfengisdropi veittur. Sagt er, að Mc Kinley muni taka upp tollög sín, svo flestar vörur verði útilokaðar frá Bandaríkjnnum með af- arhánm innflutningstolli, par ámeðal ull. Cuba. |>ar berjast ennpá Spán- verjar og uppreistarmenn í ákafa, og gjöra hvoröðrum allt pað illt, er peir mega, og er enn óvíst hvorir muni verða prautseigari. Á Indlandi geysar ennpá svarti dauði og hungursneyðin ógurlega, og fer ueyðin alltaf vaxatidi, eptir pví sem pestin breiðist út um landið, pó öll ósköp komi nú af gjöfum til Ind- verja á hverjuin degi.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.