Austri - 26.09.1908, Blaðsíða 1

Austri - 26.09.1908, Blaðsíða 1
Blaöið kemur út 3—4 sinn- ttm á mánuði hverjum, 42 arkir minnst til næsta nýárs. Blaðið kostar um árið: hér á andí aðeins 3 krónur, erlendis 4krónur. Ujalddagi l. júlí hér á landi, erlendis borgisí blaðið fyrirfram. Uppspgn skntleg, bundin við aramót, ógild ner a komin sé ti ritstjórans fyrir 1. oktöber og kaupandi sé skuldlaus fyrú; blaðið. Innlendar auglýsingar 1 króna hver þumlungui dálks, og þriðjungi dýr- ara á fyrstu síðu. XVIII Ar Seyðisfirði, 26. september 1908. NE. 34 Unglingspiltur eða stúlka getur fengið að læra Ijósmynda- smíði í vetur á myndastofu Brynjðlfs Sigurðssonar á Seyðisfirði. Þeir, sem kynnu að viljasinna pessu, ættu að gefa sig fram sem fyrst. Pósthúsið á Seyðisfirði er opið hvern virkan dag frá kl, 9—2 og 4—7 e. m. Á helgidógum kl. 4—5 e. m. AMTSBÓKASAFNIÐ á Seyðisfirði er opið hvern laugardag frá kl 3—4 e. m. cc:co:co:co:co:co:co:co:co:co:co:co:co:co:co |»ingkosningarnar. í peim tveimur kjordæmum, Eyja- íjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu, paðan sem kosningaúrslitin voru eigi kunn orðin, er síðasta blað kom út, hafa kosningarnar fallið pannig: í Eyjafjarðarsýslu voru kosnir: Hannes Hafstein ráðherra með 341 atkv. og Stefán Stefánsson bóndi í Eagraskógi með 307 atkv. (* Kristján H. Benjamínsson sýslu- nefndarmaður k Tjörnum hlaut 106 atkv.) I I Barðastrandasý slu hlaut *Björn ritstjóri Jónsson kosn- ingu með 274 atkv. Guðmundur Bjprnsson sýslumaður hlaut 70 atkv. Bréf til Austra. Konstantinopel 13. ágúst 1908. Hafa nokkru sinni fyr átt sér slíkir viðburðir stað í Konstantinopel sem nú á tímum? Hér, á Tyrklandi, landi ófrelsis og kúgunar, landinu par sem mest djúp var staðfest milli Múham- edstrúarmanna og kristinna manna, landi morðanna: Allt er umbreytt á einum degi, soldán, sem allir hptuðu, getur nú gengið rólegur um á ineðal pegna sinna. En stórveldin, sem lengi höíðu rennt ágirndarauga til Tyrklands, og voru farin að vona að pess yrði ekkí langt að bíða að pau gætu skipt peim feita hita á millj sín, stórveldin finna nú til vonbrigða. Nú verður Evrópa að taka tillit til Tyrklands, sem áður var fremur talið til Asíu en Evrópu. Og pað með réttu. Því hvergi í Ev- liópu finna menn eins til pess að vera fyrir utan menninguna, og áTyrklandi. Jafnvel ekki á Bússlandi; pví par *er sarnt Evropu-menning eins og punn skel yfir Asíu-ruddaskapnum. Beynd- ar brótnar skelin opt ogtítt, en venju- lega er hún samt heil á yfirborðinu. En hér í Konstantinopel, einkum í Stambul, par sem krökt er af gomlum tyrkneskum musterum, par sem „Mu- ezzininn“ (tyrkneskur prestur) kallar til hæna frá bænhússturninum, parsem kirkjugarðarnir liggja í miðjum bænum, og Tyrkjarnir, alvarlegir og hátíðlegir, sitja fyrir utan litlu kaffihúsin og reykja vatnspípu sína — hér finnst mauni að maður sé kominn til lands, sem sé miklu lengra hurtu en pessar 3 dag- leiðir frá Paris. Og nú er gamla stjórnarskráin frá 1876 sett í hásæti aptur, og alUr Tyrk- ir, Grikkir og Evrópumenn, já, allir íbúar ríkisins taka henni með fognuði. Soldáni, drottnara rétt-trúaðra Mú- hamedsmanna, er fagnað af ollum lýðn- um. Gamla rt'ðaneytið er úr sögunni, og æðstu embættismönnunum, sem liunn- ir voru að pví að taka „bakschisch,“ (p. e. mútur) vikið frá embættum, og uýir framfaramenn settir í peirra stað. Nú virðist Tyrkland vera á réttri leio til að ná sínn forna veldi. Hvílíkt líf og fjor alstaðar! Hópar af glöðu fólki pyrpast um goturnar, Grikkir ganga undir tyrkneskum fána og hylla soldán með fagnaðarópi; must- erin eru full af fólki, sem allt snýr andlitinu að Mekka og pakkar drottni sínum fyrir frelsið. Bloðin koma út án ritvprzlu (Oensur) og fl'ytja aðalákvæði hinnar nýju stjórnarslvrár. tkiu eru pessi:— Soldán er sem æðsti Kalífi og stjórnari, er ábyrgðarlaus og friðhelgur á sama hátt og konungar í rílíjum peim er pingimndna stjórn hafa. ,,íslam“ (Múhamedstrú) er ríkis-trúin, en frjálst er ollum að hafa pau trúarbrögð sem peir vilja. Stjórnarslvráin veitirprent- frelsi, samkomufrelsi, kennslufrelsi og gjprii alla Tyrki jafna fyrir lögunum, og jafna að skyldum og réttindum. Þingi Tyrkja verður sldpt í 2 deild- ir, einsog í Yestur-Evrópurílijunum, öld- ungadeild (Senat) og fulltrúadeild. Ráð- gjafarnir hafa heimild til að sitja á fundum í háðum pingdeildum og taka por til máls; spmuleiðis geta pingmenn bent fyrirspurnum til peirra. Kosið er til pings fjórða hvert ár, en verðiping rofið, skal kveðj a til nýrra lvosninga, og skal pá pingið koma saman 6 mán- uðum eptir að hið gam'la var rofið. Einsog í öllum Y^stur-Evrópulöndum, pá eru pingmenn friðhelgir ogmáekki taka pá fasta né hefja málsrannsólai gegn peim, meðan á pingi stendur. Af pessu geta menn séð, að stjórn- arslcráin er jafn frjálsleg og í pðrum pingfrjálsum löndum; en ólíklegt virðist að soldán hafi veitt pjóðinni hana ó- tilknúður. ef trúa má sogum peim, sem liér eru á lopti, og allar bera pað, að soldán hafi pá fyrst látjð undan, er stórvezírinn, Said pascha haíði skýrt honum frá pví, hve flolvkur Ung-Tyrlija hefði eflzt, svo stjóriiarbidtiiig væri fyrir hondum, og að liann pyrði ekki að ábyrgjast líf soldáns, ef landið fengi ekki stjórnarhót. fá lét soldán tmdan, og um leið var vald leyndarritara hans, Izzet pascha, brotið á bak aptur. Almenningur skoð- aði Izzet pascha sem „liinn illa anda“ soldáns, og var hann hataður af öllum. Sá kvittur kom upp, að hann ætlaði að flýja með gufuskipinn „Palant“, og safnaðist pá múgur og margmenni að bryggjunni í Galata, fátækir og ríkir, alhr óðir af hatri til kúgarans. Burt- farartími skipsins var kominn, en hvergi sást Izzet pascha, ruddist pá múgur- inn út á skipið og leitaði hans par, en fann hvergi. Skipið lagði af stað, en pá gaus sú saga npp að hæjar- stjórnin hefði lijálpað honum til að flýja aðra leið. Hópurinn hélt númeð ópi og óhljóðum til skrifstofu borgar- stjórans, og varð skrifarinn, Ali Bey, að kenna á bræði óróaseggianna, sem tóku liann og lömdu til óbóta. Þaðan héldu peir til ráðgjafahallarinnar, og par tókst stórvezírnum loks að sefa hópinn. Meðan á ráðgjafaskiptunum stóð, lcomu konungssynirnir frá Griklílandi, Andreas og Christopher, til Konstán- tinopel, á heimleið frá Bússlandi. Sol- dán sendi nokkra hirðmenn sína á fund peirra. til pess að afsaka að hann gæti ekki tekið á móti peim, en vonaði að peir vildu heimsækja sig aptur pegar betur stæði á! Pað er gömul venja að soldán sæld Selamlik, föstudagsbænina, í musterinu, en hingað til hefir hann ætíð farið pangað umkringdnr af stórum hóp lpg- regluliðs, en 31. júlí ók Abdul Hamid í fyrsta sinn á æfinni, án fylgdar lög- reglunnar til Hamidje musterisins. Stóð hann uppréttur í vagninum og lieilsaði á háðar hliðar fólksfjpldanum, er pyrptist um vagninn með fagnaðar- ópi; jafnvel öll tré í grenndinni voru krpk af fólki, sem margt víst sá sol- dán í fyrsta sinn. Hin almenna uppgjöf saka hefrr leyst úr fangelsum fjölda manna, par á meðal marga sem hpfðu verið dæmd-* ir í æfilangt fangelsi fyrir aðhafabar- izt fyrir frelsi pjóðarinnar. í útlönd- um hafa konsúlar Tyrlcja hirt uppgjpf saka og veitt öllum Tyrkjum leyfi til að fara heim til Tyrklands, og er pað afarmikill fjöldi, er mun nota sér pað leyfi, pví eptir pví sem blöðin skýra frá, pá eru pað 140,000 Tyrkir, og af peim 60,000 lcristnir menn, sem ýmist hafa verið reknjr í útlegð eða hafa flúið úr Tyrklandi síðustu 20 árin. Bæði Tyrkjum og Evrópumönnum er mikil forvitni á að sjá hverju fram vindur í Makedoníu. Löggæzluher- menn hinna ýmsu Evrópupjóða hafa pegar lagt niður starf sitt og bíða að- eins eptir pví, að sampylikt verði gjörð meðal stórveldanna um að peir skuli snúa heim til sinna landa. I nýja ráðaneytinu sitja eingöngu peir menn, sem hlynntir eru framför- um; sönruleiðis er hin æðsta hermála- stjórn skipuð peim herforingjum, er fengið hafa menntun sína við her stór- pjóðanna. Hermálaráðgjafi er Itiza pascha, sem var borgarstjóri i Mon- astir, pegar rósturnar voru par um ár- ið og rússneski konsúllinn, Rostkowski, var myrtur. Eptir kröfu Rússastjórn- ar var hann pá kallaður heim, og hefir síðan lifað í útlegð. Omögulegt er að segja um livernig fram muni vinda á Tyrklandi. Ef sol- dán heldur stjórnarskrána og ráðgjaf- ar hans og æðstu embættismenn fara vel með vald sitt, pá er von um að hið gamla Tyrkjaveldi blómgist og vasi ás- rnegin á ný. En ef pað sækir í sama horf og átt hefir sér stað á Rússlandj og í Persíu eptir að stjórnarhót komst par á, par sem vanpekking og drottn- unargirni hafa harizt um valdin, lpnd- um og pjóðum til ógæfu — pá mun ógæfan einnig Tyrklandi vís. En pað er að vona, að hinir stilltu, hyggnu Tyrkir reynist Rússum og Persura vitrari, og pá mun Tyrkland eiga fagra framtíð í vændum. „Yeiki maðurinn f Evrópu“, prætuepli stórveldanna, erpá úr sögunni. Og ef til vill munu pessi nýju tímamót verða peirri veru til blessunar, er mest hefir verið undirokuð allra, — og gjöra hana jafna systrum hennar í Evrópu að frelsi og menn- ingu — hinni tyrknesku konu. Aladdin. t Dáin er ein af merkiskonum Fljóts- dalshéraðs Svanhvít Sigurðar- dóttir frá Geitdal. Bending. Við erum eptir vorum veiku krijpt- um og litlu efnnm að koma upp vit- um og leiðarljósum par sem mest pörf pykir, og munu allir vera á einu máli um nauðsyn peirra bæði til pess, að heina hafskipum rétta leið tillands og frá pví, og um leið eru pau lífs-

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.