Öldin - 14.10.1891, Síða 1

Öldin - 14.10.1891, Síða 1
ÖLDIN, an Icelandic Weekly Becord of Current Events and Contemporary Thought. öubscr. Price $ 1,50 a year. Olafsson & Co. Publishers. OLD Advertising Bates: 1 inch single column: 1 month; 3mo’s;6 mo’s; lyear $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. Adr.: Box 635, Winnipeg, Man. |( 2. WINNIPEG, MAN., MIÐKUDAG, 14. OKTÓB. |89l. Fyrir $ 1 getr hver maðr fengið Öldina senda í heilt ár til einhvers vinar síns á Islandi. Bftir barn. (Undir nafni móðurinnar). Hví er svo dauða-dapurt hér að drottins ljós ei augað sér? IIví er svo bjartan dimmt um dag? Ó, drottinn, hvílíkt reiðarslag! Nú að eins ljósan liðinn ná mín litið grátin augu fá. Nú brosir ei oftar augað þitt, ó, elsku-hjartans barnið mitt. Ilve grimmt, minn ungi elsku-son, mitt augnaljós og gleðivon, að taka þig, mitt allt og eitt, og eftir skilja mér ej neitt! Ei neitt? — Jú, ljúfl, látni son, mér lifir eftir trú og von: svi trú, guð stýri’ í vísdómvel; sú von, að sjá þig eftir hel. Ég veit ei, livað í iieimi hér að hefði legið fyrir þér; nú flekklaus engill fórstu’ á braut í friðarlierrans náðarskaut. Ó elsku-barn mitt, eg veit það, ég á þig þar . í vísum stað. I lotning vil ég hneigja liné: Guðs Herrans nafnið lofað sé ! J. Ó. F R É T T I R. ÚTLÖND. — PARNELL DÁINN. Stórtíð- indi vikunnar eru dauði Parnells, ins nafnfræga írska þjóðforingja. Hann andaðist á þriðjud.kveldið 6. þ. m. eftir örstutta legu ; hafði feng- ið kælingu og lagst föstudaginn næsta á undan. En þreyttr og taugaveikl- aðr undii' af hugraun og ofreynslu. Andlát hans kom öllum mjög á ó- vart, svo að menn ætluðu varla að trúa því fyrst, og svo fóru að gjósa upp kvittir um sjálfsmorð. En eng- in hæfa reyndist fyrir því. Hann var jarðaðr á sunnudaginn, og vóru engir við af mótstöðumönnum hans. Höfðu þeir þó gjarnan viljað sýna honum þann síðasta sóma; en svo vóru fylgismenn lians æstir, að það var álitið óráðlegt. Líklegt þykir að andlát Parnells verði til að eyða von bráðar klofningnum í írska fiokknum. — Joiin Poi’B Hbnnessy andaðist daginn eílir lát Parnells. Eins og les- endr muna, var J. P. Hennessy fyrsti írskr þingmaðr, sem kosinn var, eftir að Parnell var vikið frá forustu þing- flokksins írska; var hann andvígr Parnell; Parnell fylgdi mótstöðumanni Hennessys við kosning, en varð undir, og þótti það fyrsta óræka merki um hnignun Parnells málstaðar. — W. H. Smith, sem hafði til síð- ustu þingloka stýrt stjórnarflokknum í neðri málstofu parlímentsins enska, dó sama dag sem Parnell. Hann hafði sagt af sér formennskunni í þinglok og átti að dubba hann til lávarðar. Hann var vandaðr maðr og leikinn þingforingi, en enginn afburðamaðr að vitsmunum. Af pólitiskri æfi hans má meðal annars minnast þess, að það var liann, sem sigraði .1. Stuart Mill við kosningar í Westminster 1868; en 1865 hafði hann beðið ósigr fyrir Mill í sama kjördæmi. — Guadstone liólt nýlega ræðu og lét meðal annars í ljósi, að ef lávarða- deild parlímentsins setti sig á móti sjálfstjórnarmáli íra, þá mundi hann reyna að afnema þá málstofu með lög- um. — Ýmsum af verkamannaflokki þykir nú sem Giadstone láti sjálfstjórn- armál íra sitja helzt til mjög í fyr- irrúmi fyrir öllum öðrum málum, og hafa því myndað þriðja flokk, til að þreyta við liina tvo um kosningar.— Gladstone hefir gert áætlun um útlitið við næstu þingkosningar, bygt á auka- kosningum þeim sem fram hafa farið, og telr sér vísan 100 til 140 atkvæða íneiri hluta á þingi næst. Hann lieflr áðr gert sams konar áætlanir, og reynzt nærfærinn mjög, aldrei reiknað sér of liáa tölu. — Konungrinn af wurtembebg and- aðist 6. þ. m., en það þykja ekki stórtíðindi nú, þótt einn lítilsliáttar smákonungr á Þýzkalandi hrökkvi upp af klakknum. — Liliuokalani (frb. Lilíwokeilanni, með áherzlu öðru atkvæðinu), drottn- ing af Havaii (Sandvíkreyjunum), sem misti manninn sinn (prins Dominis) rétt nýlega, liggr dauðvona. Hún er yfir fimtugt, og barnlaus. Hún er systir Davíðs Kalakaua, konungs, sem dó i fyrra. Hún liefir kjörið systurdóttr sína til ríkis eftir sinn dag; sú heitir Kaiu- lani (Kæjú-lanni) og heflr verið lengi í Englandi að mentast; faðir hennar er enskr; hún er innan við tvítugt, gjafvaxta mær, allfríð sýnum og gáfu- leg. Bandaríkjamenn hafa lengi haft mest álirif erlendra þióða á stjórn eyjanna, og eru nú hálfsmeikir um að drottningaskifti kunni að leiða ensk áhrif yfir þetta litla ríki, til hnekkis fyrir verzlun Bandaríkja. BAN DARÍKIN. — ÞAÐ ER að brjótast í Banda- ríkjastjórninni á ný að ná í eyjuna St. Thomas í Vestindíum. Danii' eiga bana nú, og vilja gjarnan selja hana. Einna merkasta blaðið í Bandar. Tlie Nation (N. Y.) segir að þetta sé ekki annað en pólitisk brella af Blaine, ekki af því að Bandar. hafi nokkuð við St. Thom- as að gera, heldr til að kasta því út í kosninga-grobbræðum, að hann hafi afiað ríkjunum landauka. Það ei' látið í veðri vaka, að St. Thomas sé nauðsynleg fyrir Bandar. til að hafa þar llotastöð. En Tlie Nation minnir á, að fyrir 24 árum hafi stjórn Bandar. samið um kaup á eynni, en efri málstofa banda- þingsins neitaði að samþykkja kaup- in. Rétt á eftir lá við að eyjan eyddist af jarðskjálftum, og hafa þeir síðan verið þar svo tíðir, að þar forðast hvert skip að leita hafnar að nauðsynjalausu. The Nation hyggr, að ekkert ríki á jarðai'hnettinum mundi nú vera svo vitlaust að vilja þiggja St. Thomas að gjöf, ef þar með fylgdi sú skylda, að setja þar hervirki og hafa þar flotastöð. — Standmynd af Grant hershöfð- ingja, fyrrum forseta Bandaríkjanna, var afhjúpuð með mikilli dýrð og við- höfh í Chicago 7. þ. m. — Heims-sýningin mikla í Chicago 1893 virðist ekki ætla að fá hvervetna þá hluttöku frá Norðrálfu, sem við var búizt. Italía heflr afrúðið að taka engan þátt í sýningunni og má vera að óvildarhugr sá til Ameríku, sem reis í Ítalíu út af morðunum í New Orleans, eigi þar mestan þátt í. — Frakkland hefir enn ekkert af ráðið, en ofarlega er það sagt í verzlunar- stétt og iðnaðarstétt þar í landi, að eiga engan þátt í sýningunni. Þykir þeim sem til lítils muni koma að sýna várning í því landi, er girðir sig kínverskum varnarmúr gegn viðskift- um við aðrar þjóðir. — Þess var getið í síðasta bl., að forseti Bandar. hofði skotið á frest samninga-tilraunum við Caílada-stjórn um tollafnám. Þá var barið við van- heilsu Blaines ríkisráðgjafa. En nú er það fullyrt í Washington, að að- alastæðan sé, að Bandar.stjórn hafi enga von gert sér um að samningar gætu tekizt við stjórn þá, sem nú er í Canada, og vilji heldr bíða þess, að frjálslyndi flokkrinn komist að völd- um; en líklegt að þess verði ekki all-langt að bíða. — Blaine ráðherra heflr éngum embættisstörfum gegnt og ekki komið til Washington síðan 4. Maí í vor; dvelr hann heima í Massachusetts sér til heilsubótar. Slík vanlieilsa þykir taka af öll tvímælin um það, að eng- um geti í alvöru dottið í hug að halda lionum fram sem forseta-efni næst. CANADA. — Þegar Abbot komst til valda í sumar, átti hann, sem orðfleygt liefir verið, ærið örðugt með að mynda stjórn sína og halda flokknum saman. Hann varð þá að vinna það til að fá örugt fylgi Chapleau’s, að lofa honum því skriflega að hann skyldi eftir þinglok verða gerðr ráðherra járnbrautarmál- anna; það þykir feit staða til fjárfanga og gott færi til að veita bitlinga. Nú þykir Chapleau heldr skolbrúnn á inannorðið eftir rannsóknarmálin öll, og neitar Abbot nú að trúa honum fyrir járnbrautamálunum. En Chapleau sækir fast á efndir loforðsins; en Abbot kveðst heldr hætta vilja á að rjúfa þing og hleypa til skipbrots við nýjar kosningar, en að láta undan Chapleau. — Sir Hector Langevin, sem meiri hluti þingsins hvítþó svo hneykslan- lega, þótt liann yrði að veltast úr ráð- herrasæti, ætlar sér ekki að hætta við þingmennsku. Hann ætlar að leita kosningar á ný, og kveða svo sumir að orði, að djarfir gerist þá nú stór- þjófarnir. — Grand Trunk járnbrautin gerði sómastryk vikuna sem leið, er hún tilkynnti öllum verkamönnum, sem eru í fastri þjónustu félagsins, að laun þeirra yrðu hækkuð um 10 afhundr. Þetta var alveg sjálfkrafa gert af fé- laginu, til að láta menn sína njóta þess, að fel. hefir gengið betr síðastl. ár. Á VARP. Á fundi, sem nokkrir safnaðarfull- trúar lúterska safnaðarins ásamt nokkr- um af útgefendum Lögbergs og ýmsum af þeim tilkvöddum mönnum boðuðu, og sóttr skyldi af fulltrúum frá öll- um íslenzkum félögum hér í bæ, í því skyni að taka það ómak og sjálfræði af löndum vorum hér í bæ að ákveða, hvenær og hverninn halda skyldi ís- lendingadag hér að ári, kom það í ljós, að á fundi þessum skyldi eigi að eins félagsfulltrúarnir atkvæði liafa, lieldr og ýmsir menn, sem sjálfkjörna nefndin, er síðasta hátíðahaldi stýrði, hafði með sér kvatt. — Ýmsum afoss, sem mættum sem fulltrúar fyrir fé'iög, þótti þetta órétt og ójöfnuðr. og var tillaga borin upp um, að þeir full- trúar, er eigi hefðu verið í nefndinni í sumar, fengi þá að kjósa með sér aukamenn að tiltölu réttri við íjölda sinn gagnvart eldri nefndinni; en slík tillaga fékkst ekki borin upp. Gengu þá ýmsir af fundi. Síðan var því hafnað, að kveðja til almenns íslendinga-fundar í bænum til að ráðstafa hátíðarhaldinu næsta ár. Vér sjáum eigi betr, en að allr al- nienningr eigi jafnan rétt á að ráða fyrirkomulagi á þessu hátíðahaldi, og að félög, sem stofnuð eru í allt öðr- um tilgangi, liafi engan rétt á að taka sér forræðisvald yfir þessu almenna máli allra íslendinga hér, því síðr, þegar félögin fá þá ekki einu sinni jafnan rétt innbyrðis. Því lýsum vér yflr því að vér munum boða til almenns fundar með- al allra íslendinga í bænum í haust um það leyti, sem þeir sem nú eru Ijarverandi úti á landsbygðinni, verða almennt komnir aftr í bæinn, í því skyni að sá fundr geti ráðstafað fyr- irkomulagi á hátíðarhaldinu næsta ár, og svo gæti málið og orðið rætt og skýrt frá ýmsum hliðum í blöðunum til þess tíma. Vonum vér að almenningr kunni betr við að ráða sér sjálfr í þessu efni, og gefi því engan gaum aðgerð- um eða ráðstöfunum sjálfkjörinnar nefndar, sem kynni að vilja taka sér forræðisvald yfir oss löndum sínum almennt, eh bíði heldr eftir almenn- um fundi á þeim tíma, er sem flest- ir geta sótt hann og notið jafnréttis. Winnipeg, 29. Júlí 1891. Jón Ólafsson. Jón E. Eldon. Wm. Anderson. Sölfii Sölfason. Ólöf B. Halldórson. Signý Pálsdóttir. Eiríkr Gíslason. J. W. Finney. EFTIB IVAB AASEN. Já, dómarar allmargir vilja vera og víta og liæða það, sem aðrir gera; og lýti sjá þeir við sérhvað eitt, en sjálflr gera þeir aldrei neitt. J. Ó.

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.