Öldin - 14.10.1891, Blaðsíða 3

Öldin - 14.10.1891, Blaðsíða 3
FJÁRNÁM. Smásaga frá Bandaríkjunum eftir Le Roy Armstkono. (Framliald). Auk þess unni Peltier prentari mjdg einum af eldri skáld- unum, sem nú var farinn að falla heldr í fyrnsku, og haföi hannjafnan einhver orðticki eða stef frá þessu uppáhalds-skáldi sínu á reiðum hönd- um, og var það einatt sá búningr, er honum þótti bezt klæða hugsanir sín- ar í þann og þann svipinn. En nm fram allt var lionum svo annt um blaðið, að dómar hans og álit um það, hvort sem það kom fram beðiö eða ó- beðiö, í tíma eða ótíma, var jafnan vel virt af ritstjóranum. Dómar hans og álit lröfðu líka ævinnlega þann kost viö sig, að hann reiddist því aldrei þótt eigi væri eftir þeim fiirið. En allt um það hafði ritstjórinn talsverða virðiiig fyrir reynslft þessa manns, og honum féll það mjög þungt þegar liann varð að fara gagnslætt ráðum hans. „O jú, maðr getr ævinnlega farið að eins og hann helzt vill“, svaraði prent- arinn aftr; „að minnsta kosti getr sá það, sem hefir veð í prentsmiðju ann- ars manns. En hann lielir engan rétt til að neyða yðr til að segja það sem þér trúið ekki sjálfr satt að vera. Þér gætuð þó ekki farið út um borg og bý og farið að taka aftr það sem sagt var í greininni vikuna sem leið, um endr- nýjun skuldahréfanna. Því ættuð þór að kalla það aftv í blaðinu næstu viku?“ „Ég geri þ a ð ekki“, sagði Hamm- erton, og hélt einu af skifti-blöðunum upp fyrir andlit sér; liann var að skygn- ast eftir, hvort lrann sæi ekkert minnzt á Warsaw-bæ í þeim. „Á, þér gerið það þá ekki?" piælti Peltier og var sýnilega glaðari í bragði. „Nei“, svaraði Ilammerton, „ekki næstu viku; ég má til að gera það þ e s s a viku“. Nú tók Peltier pípuna út úr sér og horfði örvæntingarlega á húsbónda sinn. Næsta dag álti blaðið að koma út og nú var það alsett. „Hvað á ég að gera við ritstjórnar- greinina á móti eudrnýjun skuldabréf- anna?“ „Kasta letrinu af aftr“. „Og setja í staðinn aðra grein til meðmæla endrnýjuninni ?“ „Ég býst við því“, sagði Hammer- ton heldr óþolimnæðislega. „Satt að segja skildi Mr. Lavater eftir hjá mér dálítinn greinarstúf, sem við verðum að taka. Mér fellr þetta engu léttara en yðr; en vera má ég geti komizt úr skuldunum næsta ár, og ég vil komast lijá að styggja nokkurn. Eftir það skal ég stjórna Srgui.stavinu eftir sjálfs míns höfði“. Peltier gokk frá ritstjóranum innar í prentstofuna, tók dálkstiku og fór að mæla, live mikið af vikuverkinu yrði nú önýtt við þessa stefnubreyting. Mary Telesford var fyrsti gestr, ðem kom á skrifstofuna næsta morgun. Hammerton var ekki kotninn, og sett- ist hún niðr nálægt. skrif borði hans og gaf með atliygli gætr að verkinu í prentsmiðjunni. Formaðrinn og hjálp- armenn lians vóru að setja letr með mesta hraða; þeir höiðu sitt smáblaðið liver fyrir framan sig, og leit svo út sem það væri allt saman eitt liand- rit, er þeir höfðu skift milli sín. „Þessi grein um skírnina kemst ekki inn þessa viku, Peltier", sagði setjarinn einn; „það er eigi rúm fyr- ir hana“. „Geymum hana“, svaraði formaðr- inn ; „þeir verða að bjargast án henn- ar sem bezt þeir geta, blessaðir kyrkju- mennirnir. Það stendr á minnstu: For modes of faitli let graeeless zealots fight; he can’t be wrong whose life is in the right“. „Þetta er úr Pope’s T i 1 r a u n“, sagði drengrinn, sem gætti skrifstof- unnar, drýgindalega við Miss Telesford. „Hvaða tilraun?“ spurði Miss Teles- ford brosandi. „Úr Pope’s T i 1 r a u n“, sagði strákr; hann vissi auðsjáanlega ekki meiri deili á, hvað Pope’s Tilraun var. Það var eins og Mr. Hammerton áliti það elcki samboðið ritstjóra að fara snemma á fætr. Að minsta kosti kom hann á skrifstofu sína heilum klukkutíma seinna en verkamenn lians. Hann heilsaði Miss Telesford einkar^vingjarnlega þegar hann kom. Hún var yngismær, sem öllum þótti mikils um vert að geðjast. „Mig langar til að senda fólkinu mínu í Vermont Segulstalið í eitt ár“, sagði hún. „Okkr þykir öllum mikið til blaðsins yðar koma, og sér- staklega þykir okkr vænt um, livað þér berjist drengilega á móti endr- nýjun skuIdabréfanna"; Hann liafði tekið fram áskrifenda- bókina og opnað liana; en við það er Miss Telesford mælti síðast kom hik á hann. Iiafði hann nokkurn rétt til að taka við hvort heldr lofs- orði liennar eða peningum? Honum varð ósjálfrátt að litast um í herberg- inu, unz liann mætti alvarléga augna- ráðinu hahs Peltier’s. „Mér þykir mjög vænt um að yðr líkar blaðið, Miss Telesf'ord“, mælti liann; „en ég er liræddr um að ég verði að breyta skoðun minni á skuldabréfa-máljnu“. Hún skifti litum og liorfði á hann með atliygli dálitla stund. „Þér ætlið. þó ekki að fara að halda með endrnýjuninni ?'* „Ég má til með það, held ég“. „En þér vóruð svo einbeittr á móti því vikuna sem leið“. Hann var í sárri klípu. Hann hafði stundum haldið því fram, að konur gætu ekki borið nokkurt skyn á fjármál. En honum fannst einhvern veginn ekki unnt að koma þeirri rök- semd vel fyrir sig þá rétt í svipinn. Hann fór að reyna að sýna henni fram á, að endrnýjunin hlyti að verða til hagnaðar fyrir gjaldþegna bæjarins, og hann var enda sá vesalingr, að fara að telja henni trú um, að það, að endrnýjunin mundi verða ofan á, væri í sjálfu sér sterk sönnun fyrir því, hve holl liún væri bænum. „En ég er ein af gjaldþegnum bæj- arins“, mælti hún, „og ég veit, livað ég vil. Það eru ekki nema tvö ár eftir þar til að skuldabréfin falla í gjalddaga, og nægt fé í bæjarsjóði til að leysa þau inn. Ef við endrnýjum þau, þá verðr bærinn að borga 3 af hundraði af þeim í 25 ár“. Þetta vóru einmitt röksemdirnar, sem hann luxfði beitt vikuna sem leið. Það vóru onn fremr settir tveir dálk- ar af nýjum röksemdum í sömu átt. En nú áttu þeir aldrei að birtast á prenti, því að í stað þeirra áttu að koma tveir dálkar af röksemdum í gagnstæða átt; það var það sem prent- ararnir vóru nú að hamast við að setja. Miss Telesford fannst nú fátt um. Henni þótti þetta vera alvöru- leysí; fór henni að renna margt í grun, og líkaði henni mjög illa hvik- lyndi ritstjórans, en þó gat henni ek'ki til hugar komið, að hann vreri sá aumingi að láta eigingirni hafa áhrif á sig. Hún hafði dáðst svo mikið að blaðamcnnsku lians, virt hann svo mikils fyrir livað hann barðist þrek- lega við örðugleikana, og mikilsmetið hann fyrir drengskap hans og mann- kosti í lífinu, svo að luín vonaði, að úr því liann hefði skift skoðun, þá hefði liann liaft til þess einhver æðri rök en eigingirni. „Hvernig stendr á þessu, Mr. Hammerton? Ég vona þú að enginn þröngvi yðr til þessarar stefnubreyt- ingar. Röksemdir yðar vikuna sem leið báru það svo með sér, að hugr fylgdi máli. Ætli þér gerið ekki rangt í að véfengja nú gildi þeirra?“ Honum var j etta nú reyndar ekk- ert ný reynsla. Það var ekki svo fá- títt að reynt væri af hinum og öðr- um að sannfæra ritstjóra Segulstals- ins um það, livað blaðið ætti að gera. En það höfðu ávallt verið karlmenn, sem reyndu það; það var kvalræðis- lega auðmýkjandi að sitja frammi fyrir stúlku þessari, sem hann vissi að haíði- rétt fyrir sér, og játa það, að hann væri neyddr til að stvðja rangán málstað. En hún var svo vin- gjarnleg, að góðvild hennar létti hon- um nokkuð þessa syndarjátning. „Svo ég sé lireinskilinn við yðr, Miss Telesford“, mælti hann, og var ekki ört svo karlmannlegr í máli, sem hann hefði á kosið, „þá lief ég ekki alveg frjálsar hendr að fara svo í þetta mál sem ég vildi helzt kjósa. Én vera má“, mælti hann hressari í bragði’ „að yðr sýnist annan veg, er þér lesið blaðið“. Hún gaf engan gaum að þessari tilraun lians til að klóra í bakkann. „Er jxið Mr. Lavater, sem er að þröngva kosti yðar ?“ Hann laut liöfðinu enn dýpra og fyrirvarð sig auðsjáanlega. „Hvernig getr hann skaðað yðr?“ „tíert fjárnám hjá mér“. Hammerton var alveg frá sér. Ilann stóð upp, litaðist um í liúsinu og virti fyrir sér eign þessa, sem hann var að berjast við að afborga: hann virti fyrir sér stóru hrúguna af pappír, sem átti að fara í næsta blað; upplagið var vaxið svo íjarskalega fram úr því sem það var, þegar liann keypti blaðið; liann starði á nýju hraðpressuna fallegu, sem komin var í stað gainla handpressu-skriflisins, sem fylgdi blaðinu þegar hann tók við því. Hann var nú svo þrauta- nærri því að ná takmarki sínu. Átti hann nú að missa þetta allt —leggja það allt í sölurnar með því að berj- ast gegn þessum mönnum? Þeir máttu sín mikils í Warsaw. En ef hann hins vegar lét undan þessum mönnum, hlaut liann þá ekki að missa eitthvað, sem þessi stúlka mat heilagt? Hann settist niðr sorgbitinn og ráðalaus, en Miss Telesford stóð á fætr og bjóst til að fara. „Jæja, gerið það sem þér álítið bezt“, mælti liún; „ég vildi ég gæti hjálpað yðr“. Svo kvaddi hún og fór. (Framliald). DÁLÍTIÐ UM WINNIPEG. — Fasteignir í bænum vóru verðar: 1870: $200,000; 1885: $4,500,000; 1890; $23,000,000. — Verzlunarvelta bæjarins var: 1870: $150,000; 1880: $2,000,000. 1890: $40,000,000. — Bankastofnfé í bænuin var : 1870: ekkert; 1880: 10,000,000; 1890: 40,000,000. — Tígulsteinn tilb. í bænum fyrir: 1870: okkert; 1880: 1,000,000; 1890: 25,000,000. — Póstsendingar í Winnipeg voru: 1870: $30,000; 1880: $900,000; 1890: $8,000,000. — Kolaeyðsla bæjarins í tonna-tali var: 1870: engin; 1880: $5000; 1890: $100,000. — íbúatalan var: 1870 : 225; 1880: 6,500; 1890: 27,000. — Hús vóru í brenum tals: 1870: 40; 1880: 1,000; 1890 : 6,000. — Verzlunarhús vóru í bænum þessi sömu ár: 10—65—100. — Verksmiðjur og smíðahús: 2—16—45. — Kyrkjnr: 1—8—29. — Skólar: 1—5—19. — Blöð og tímarit: 1—4—20. — Mílnatal gangstétta í bænum: ekkert—20—120. — Mílnatal fióraðra stræta: ekkert —10—83. — Mílnatal flóraðra (brvílagðra) str: ekkert—ekkert—10. — Mílnatal strætis-vagnspora: ekk- ert—4—10. FRÁ LESBORÐINU. — Markvisinn af Lorne, tengdason Victoríu drottningar og fyrrum land- stjóri í Canada, skrifaði í September- heftinu af þýzka tímaritinu Deutsciie Revue langa ritgjörð þess efnis, að benda Þjóðverjum á, og ráða þeim til, að leggja undir sig Argentínska þjóð- veldið í Suðr-Ameríku; segir, sem er, að frá náttúrunnar hendi liafi landið flest til þess að vera jarðnesk para- dís; eina ölán þess sé ill stjórn. — Við þetta hafa Ameríkumenn, og enda margir landar hans, orðið all-styggir; spyrja þeir, hvort hann hafi aldrei heyrt getið um Monroe’s stjörnregluna,; en liún er sú, að engu Norðrálfuríki megi nokkru sinni uppi haldast, að fá nokkur stjórnleg yfirráð yfir nokkr- um bletti á meginlandi Ameríku. Bandaríkin fylgja fast fram þessari setning, og pli Norðrálfuríki munu þegjandi viðrkenna hana; enda mundu Bandaríkin, Brazilía og Chili aldrei þola að hún yrði bakbrotin. Minna menn á Mexico, á Maximilían keisara, og erindislok Frakka þar. GAMAN vyvAiv — SNÚÐU við blaðinu! Þá s é r ð u hvernig gaman verðr að alvöru. — Hann var stritvinnu-maðr og stirðr til bréfaskrifta; en samt var hann að skrifa bréf. Hún var 18 ára saumastúlka. „Æ, mér lætr ekki þetta“, sagði liann; ég hefi ekki fallega hönd“. „Viltu þessa?“ sagði hún og rétti fram sína. — „ÖLDUNtíAR“ er nafnið, sem góð- kunningi vor setti undir eins upp á okkr, sem að „Öldinni" stöndum. — ÖLDIN er svo lítil, segir ná- unginn og mælir liana í þumlunga- tali.—Teldu í henni stafina, svörum vér. Stærra letrið á henni er drýgra (þynnri stafir) en a nokkru öðru ís- lenzku blaði; og þar að auki er meiri hluti hennar með smáletri. Lestrar- efnið er ekki komið undir pappírsstærð, lioldr letrmergð. — Einn vinr vor þorði ekki að eiga á liættu að kaupa „Öldina“, af því hann átti að borga hana fyrirfram; því hafði verið skotið að honum at óvíst vær.i hve lengi li ú n lifði. Hann vildi fá hana „uppá krít“. En liann gat ekki gefið oss vissu fyrir, hvað lengi hann lifði til að þurka út krít- ina aftr. — Þótt „Öldin“ sé lítil, þá ætlar hún sér að konia út á liverjum Mið- vikndegi og lifa og—stækka. — „Öllu gamni fylgir nokkur alvara“, sagði stúlkan þegar lnintók léttasóttina.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.