Öldin - 21.10.1891, Blaðsíða 1

Öldin - 21.10.1891, Blaðsíða 1
ÖLDIN, an Icelandic Weekly Reeord of Current Events .ind Contemporary Thought. Subscr. Price $1,50 a year. Olafsson & Co. Publishers. LDI N. I Advertising Rates: 1 inch single column: 1 month; 3 mo's; 6 mo's; 1 year $ 1,00; $ 2,60 5 $ 4,50; $ 8,00. Adr.: Boi 536, Winnipeg, Maa. 1,3. WJNNIPEG, MAN, MIÐKUDAG, 21. OKTOB. 1891. Fyrir $ 1 getr hver maðr fengið Öldina senda í heilt ár til einhvers vinar síns á Islandi. Í-T Í-T einhverjir af kaiípendum -C^J- blaðsins skyldu ekki fá það með skilum, þií gera þeir oss ^reiða með að láta oss vita það. KVITTANIR fyrir öllum pen- ingum, sem oss eru sendir með pósti, afgreiðum vér í síðasta lagi. daginn eftir móttökuna. Komi eigi kvitt- un þegar til skila frá oss, biðjum vér að gera oss aðvart umlir eim. OLAESSON $ OO. lIfs er orðinn lekur knör. Lífs er orðiim lekur knör, líka ræðin fúin, hásetanna farið fjór og forniaðurinn hiinn. Því er bezt að vinda' upp voð, venda undan landi og láta byrinn bera gnoð beint að heljar sandi. Þar mun brim við bláan sand brjóta' uni haa stokka; en þegar ég kem á lífeins land, þá Ijær mér einhver sokka. Páll Olafsson. FRETTIR. ÚTLÖND. — í Noregi hafa staðið yfir nýjar kosningar til Stórþingslns. Síðustu fréttir vorar þaðan ná til 9. þ. ni. Vóru þá kosnir 74 af þingmöniium [þeir eru alls 114]. Kosnir vóru 51 „hreinir" vinstri-menn, 13 miðilokks- menn, 10 hægrimenn. Sverdrup ganili varð nú að leita kosningar í Stafangri og náði henni þar með tilstyrk Ofte- dalssinna. Vinstri tiokkrinn, undir for- ustu Steens rektors, virðist hafa etlzt mjög við kosningarnar. Knn er ekki frétt um 40 kosninga-úrslit, en buizt við að hægrhnenn nái meira en helm- ing af þeirri tölu, ef dæma skal eftir því sem áðr hefir verið. Er því lík- legt að ráðaneytið fái ekki svo mik- inn meirihlut [tvo þriðjunga], sem til þess þarf, að konia fram aðalmáli iiokksins, sérstakri utanríkis-stjórn fyrir Noreg með sérstökum seudiherr- um og verzlunarræðismönnuin erlendis. — Sioukd Ibsen, sonr skaldsins Hen- rik Ibsens, ætlar að ganga að eiga Bergljot, dóttur skáldsins Björnstjerne Björnson. Þar er eigi ólíklegt að skáldakyn mundi af æksiast. — Ríkisþinoib danska atti að koma saman 5. þ. ni. — Sudk-Ameríka. í Brasilíu heflr bólað á óeirðum, enn þó eigi orðið mikið afenn. Mælt er að óanregja all- megn eigi sér stað með Fonseea forseta. Þykir hann einráðr nokkuð meir en góðu hófi gegnir, og stjórn hans öll heldr í ólestri. Tregða með að leggja , ram fyrir þingið reikninga bráðabirgt a- stjórnarinnar, ogfjárliagr í ólagi. Upp- þot það sem varð 8. þ. m., varð sefað þegar. En nggvænt þykir að draga kunni þó til meiri tíðinda. — Úr Arg- entínska þjóðveldinu kemr sú fregn, að stjórnin þar hefir selt Ilirsch baróni, inum auðuga Lundúna-gyðingi, 1000 ferh. mílur [enskar] af landi í fylkinu Chaco, og ætlar hann að stofna þar gyðinga-nýlendu [af fátækum gyðing- uin, er reknir hafa veriö brott úr Rúss- landi]. Mælt er að liann liafi gefið 1000 pesos í gulli [yfir $1000] fyrir hverja ferh. mílu. — Gkevy, fyrver. forseti Frakklands, lét eftir sig 10 miljónir franka. Ilann Var alveg ófáanlegr til að taka kveld- máltíöarsakrament áðr en hann dó. — Dóttib Grévy's, sem er gift Vil- son, þeim er heiðrsmerkja-salan konist upp um og vakti svo mikið hneyksli, að tengdafaðir hans varð að leggja niðr forsetadæmið, sækir nú uni skilnað frá iiianni síiuim. —¦ Þessar enskar lýðlendur í Austra- líu: Nýja Zealand, Soutli Wales, Queensland, Suðr-Australía, Tasmanía [Van Dieméns Land], Vestr-Australía, Victoría og enski hlutinn af Guinea, eru frá 1. þ. m. teknarupp i allsherjar- póstsambaiidið, og verðr því Imrðareyr- ir þangað eftirleiðis sami sGni til ann- ara landa í sambandinu. — Stóbkostleg póstsvik hafa kom- izt upp í Lundúnuni og vakið talsverða athygli. Póstembættiemaðr einn var tekinn þar fastr, og fundust heima hjá licnitiiu 2280 bréf, seni hann hafði stol- ið ui' peiiiiiguiniin, uiii 360,000krómam. — England. þar er nú Balfour orðinn eftirmaðr W. II. Smitlis sem fyrsti ríkisféhirzlu-lávarðr og for- ingi Tory-fiokksins í neðri málstofu. Mælt að J. C. Bitchie, skozkr maðr, iniiiii verða eftirmaðr Balfours scm írlands-ráðherra. — Hondcras ög San-Salvador hafa samið frið sín a meðal, liversu lengi sem það stentlr nu. Er því kyrt að kalla um sinn í Mið-Aineríku. — Chili. Frjálslyndi flokkrinn þar er talið víst að sigri við þingkosning- arnar, sein í hönd fara, muni fá 4!) af 94 þingmöiinuni í nt'ðri deild og 27 af 32 í efri. Um forseta-kosninguna allt 6vÍ8t enn. BANDARIKIN. — „Þ.iódverja-dagrinn". Svo nefna Þjóðverjar í Ameríku sjálfir inn ár- lega hátíðisdag sinn, alveg eins og vér nefnum ísleiidinga-tliig. Þeir halda sinn dag 6. Október, í minning þess, að þann tlag stigu fvrstu þjóðverskir vestrfarar fæti á land í Ameríku 1083. Þeir setja ekki fyrir sig, þótt dagrinn sé uni há-þreskinga-tímann. í Fort Madison í lowa koniu í ár saman 10 þús. Þjóðverjar þennan dag. — Gufuskipid „Tsutonic" hefir ný- lega lokið ferð sinni yfir Atlantshaf (frá Koche's Point við Queenstown á Irlandi til vitaskipsins við Sandy Hook í Bandar.) á 5 sólarhringnm, 16 tíniinn og 31 mínútu, en það er hraðasta ferð yfir liafið, sem enn hefir farin verið. Þetta er að meðaltali 20,35 enskar sjó- niilur á tíinanum (=danskar mílur á vökunni); en einn sólarliringinn var { erð skipsins 517 mílur. Gufuskipið Ma.testic hefir (í ár) farið sömu ferð á 5 dög., 18 klst, 8 mín., og Cm- op Pahis fór sömu ferð í fyrra á 5 d., 19 klst., 13 mín. Þessi 3 eru þau einu skip, sem farið hafa ferðina á minna en 6 sólarhringum. — Við kosning á ríkisstjóra, sem frani á aö fara í haust í New York ríkinu, lítr helzt út fyrir að samveld- isflokkrinn (Republicans) sigri. J. S. Fassett er þeirra ríkisstjóraefni, og þykir að vísu ekki inn ákjósanlegasti, einkum af því hann sé verktól í höndum Platts. En sérveldismenn (Democrats) hafa nefnt til auðmann- inn Flower sem sitt ríkisstjóra-efni, og þykir hann sýnu lakari en Fassett. Sérveldisflokkrinn hefir og nú gefið sig svo algert á vakl Tammany-bóf- anna, að enda heiðvirða menn af þeirra flokki óar við. Þannig hefir Hermann Oelricli, forvígismaðr þýzku demókratanna, lýst yfir að hann muni greiða Fassett atkvæði við þessa kosn- ing, því hann sé betri niaðr; en fylgja kveðst hann nmni flokki demókrata við alríkiskosningar. — Hyggnir menn og. ráðvandir telja það eitt með mestti meinum, að menn skuli við kosning- ar til ríkis- og liéraðs-embætta ekki alment fara eftir hæfileikum þeirra sem í kjöri eru, heldr eftir flokka- skipun nianna í alríkismálum, sem sé þó að eðli sínu ríkismálum og sveitamálum alveg óviðkomandi; ráð- vendnina ættu menn mest að meta, þar næst aðra hæfileika og afetöðu manna til ríkismála, ef um ríkisem- bætti er að gera, eða sveitamála eða bæjarmála, ef um slíka kosning er að ræða. Þeir menn, sem þessu halda frftm, kalla sig „Independents" (óháða), en hinir fiokkarnir kalla þá „Mug- wunips". Þeirra lið er fámennast, en það er skipað vitrustu og beztu mönn- um ríkjanna. Helztu malgögn þeirra eru vikublaðið IIarimsrs Weekly und- ir stjórn G. W. Curtis, og dagblaöið Evening 1'ost, sem skáldið W. C. Bryant stýrði til dauðadags, en nú stýrir Edwin Lawrence Godkin; hann gefr og út vikublaðið Tiie Nation, að öllu samtðldu bezta vikublað Ameríku í sinni röð. Þessi "blöð hafa í toll- niáhiin tig iiestum aðalmálum fylgt Demókrötunt in síðari ar, en nú fylgja þau ríkisstjóra-efni republikana. — í Omo vilja demókratar endr- kjósa ríkisstjórann, sem nú er, Camp- bell, en repúblíkanar vilja gera Mc- Kinley, höfund toll-laganna alræmdu, að ríkisstjóra. „Ef við gerum ráð fyr- ir", sagði Campbell í ræðu um daginn, „að MeKinley fái atkvæði allra þeirra í ríkinu, sem hafa fengið laun sín hækkuð við toll-lög hans, en ég fai atkvæði allra hinna, þá vona ég að ég fái 750,000 atkvæði fram yfir hann þ. e. öll atkvæðin ríkinu". Hann kvaðst nú á hverjum fundinum eftir annan, sem hann hefði haldið þar í ríkinu, hafa beðið alla þá að standa upp eða rétta upp hendina, sem hefðu fengið hækkað kaup sitt við lögleiðslu McKinley-laganna, en það hefði eng- in sál gefið sig fram enn í dag. — Prof. R. B. Andersox. Það hef- ir komið alvarlega til tals, að halda friim próf. Hasmus B. Anderson, fyrv. sendiherra Bandar. í Kaupmannahöfn, til kosningar sem varaforseta Bandar. við næstu kosningar. Próf. Anderson er norskr bóndason, fæddr í Bandar., les og talar íslenzku og syngr „Is- lendingabrag" eins og fara gerir. CANADA. 1*'"*— — Sameining við Bandaríkin virð- ist vera að verða áhugamál æ fleiri og fleiri manna hér í Canada. Við kosn- ingarnar síðustu létu íhaldsmenn svo, sem það væri landraðum næst að halda fram sameiningunni, og kváðu frjáls- lynda flokkinn búa yfir þeirri ódygð. Nú er það að komaí ljós, að Windsor- fundrinn, sem „Öldin" [ein inna ísl. blaða] skýrði rétt frá 7. þ. m., hefir að eins verið fyrsta spor á braut, sem virðist ætla að verða fjölfarnari, en flesta varði, að minnsta kosti í Vestr-Ontario. 14. þ. m. var haldinn annar fundr í Bell River, og var þar mikið fjðlmenni, bæði af bændum og mönnum af öllum stéttum, þrátt fyrir vonzku-rigningar- veðr. Fundarstjóri var fyrverandi sveit- arstjóri þar, maðr, sem hefir alla æfi verið íhaldsmaðr. Þar töluðu ýmsir menn, þar á meðal þingmenn og fyrv. þingmenn; á frakknesku talaði þar D. B. Odette, einn af aðalforvígismönnum íhaldsflokksins í Vestr-Ontario. Mæltu allir fyrir fullri sameining við Banda- ríkin, og samþykti fundrinn ályktanir í þá átt. Talað var um að stofna fé- lag til að vinna að sameining megin- lands Norðr-Ameríku í eina Banda- ríkja-heiid. Var fundi slitið með fagn- aðarópum fyrir sameiningarmálinu. — Fregn kom um það á fimtudag- inn að liið mikla skip Anchorlínunnar Citv op Rome hefði farizt. En, sem betr fór, reyndist það mishermi. Var blandað málum með það og annað skip, Civita di Roma, stórtgripaflutningaskip. — GuiÆ hefir fundizt vikuna sem leið í Oldham, N. S. 25 tons af kvarzi eru nú sýnileg, og talið að fást muni að minsta kosti 100 únzur af gulli úr hverju tonni. John Lister, dominion-þingmanni fyrir Lambton, Ont., var fagnað með viðhöfn í Sarnia 13. þ. m. Lister tók merkan þátt í rannsóknarmálunum út af stjórnarhneykslunum í Ottawa í sum- ar. Hann tók svo til orða í ræðu sinni, að það væri ekki nema byrjunin, sem hofði sézt í ár, af því að koma upp fjárprettum stjórnarinnar; miklu verri prettir og svik mundu verða sannaðir uppáhana. 50 miljónum ekraaflandi norðvestrfylkjanna hefði stjórnin kastað í hendr auðmanna, til að kaupa sér fylgi; hundruðum þúsunda dollara liefði hún stolið og sólundað á ýmsan hátt. HVEITI-M'ARKAÐRIISrN. TJppskeran byrjar misjafnlega snemma í ýmsum hlutum álfu þess- arar; uppskera vetrar-hveitis byrjar snemma og það kemst snemma á markað. Það má telja liðnar 15 vikur nú af þessu uppskeru-ari (season), og á þeim tíma hafa frtí Bandaríkjunum verið flutt til Evrópu 62,580,000 hush. af hvciti (í fyrra il sama tíma 27,293,000 bush.). Hveitiuppskeran í Evrópu í ar er talið muni nema um 1,025 til 1,050 milj. bush., og Evrópa þuríi að fá aðfluttar um 430 milj. bush. ; af því má ætla að milli 200 og 300 milj. hush. komi frá Bandaríkjunum. Hveitiverðið, sem nú er, mun trauð-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.