Öldin - 28.10.1891, Blaðsíða 1

Öldin - 28.10.1891, Blaðsíða 1
ÖLDIN, an Icelandic "Weekly Record of Current Events -md Contemporary Thought. Subscr. Price $1,50 a year. Olafsson & Co. Publishers. OLDI N. Advertising Rates: 1 inch single column: 1 month; 3 mo's; 6 mo's; 1 year $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. Adr.: Box 63ð, Winnipeg.Man, 1.4 WINNIPEG, MAN., MIÐKUDAG, 28. OKTOB. 1891. Fyrii' $ 1 getr hver maðr fongið Öldina senda í heilt ár til cinlivers vinar síns á íslandi. "171 |?I einhverjir af kaupendum J-^J- blaðsins skyldu ekki fá það með skihtm, þá gera þeir oss greiða með að láta oss vita það. KVITTANIE fyrir öllum per*- ingum, sem oss eru sendir með pósti, afgroiöum vór í síðasta lagi daginn eftir móttökuna. Komi eigi kvitt- un þegar til skila frá 08S, biðjuni vúr að gera oss aðvart undif ems. OLAFSSON 4- CO. Brúardrápa (sungin við vígslu Ölfusárbrúarinnar). Þuuga sigursöngva söng lijer elfan löngum, byrst fann skemmtan bezta banna ferðir manna. Annan söng nú ýtar vaskir kveði, upp skal hefja róm meö von og gleði. Nú .er móðan ekki einvpld lengur, einvald hennar binda traustar spengur. Hátt á bökkum bröttum byggðir eru' og tryggðir synir stáls og steina sterkir mjög að verki; standa á bergi studdir magni' og prýði, strengja sjer á hercum gjörva smíði, tengja sveit við við sveit, þótt aldan unilir ójter brj'ótist fram um klett og grundir. Vakní von og kvikni varnuir neisti' í barmi, mest er mann-verk treystum móðurjarðar góðu. Tjáir ei við hrepptan hag að búa, hjer á foldu þarf svo margt að brúa: jökulár á landi Og í lundu — lognhyl margan bæði' í sál og grundu. Sannar afrek unnið: andiirii sigrar vanda; tangja traustir strengir tvístrað láðið áður. Tengjum þannig tvístruð öfl og megin ; trauati, dáð og framkvæmd greiðum veginn. Ileilar vinni hendur jafnt og andi. Ileljum brúargjörð á andans landi. Vakni von og kvikni vármur neisti' í barmi.— Vilji, von og elja vinnu saman inni. Þá mun rísa brú til betri tfða, brá til vonarlanda frónskra lýða, brú til frelsis, brú tU mennta-hæða, brú til maiinfjelagsins æðstu gæða. Heill sje hug og snilli, heill sje ráði' og dáíum. Heill sje hönd og ajnda, heiður um foldu breiðist. Líti sól hver sæmd og nýjar tryggðir, sveipi gæfan fósturjarðar byggðir. Blessist framkvæmd, blómgist sviti lýða. Brúin rísi fram til nýrra tíða. Hannes Hafstein. FRETTIR. UTLÖND. — Spcbgeon, inn nafnkunni mælski baptista-prestr, sem hefir verið svo veikr í suinar, að honum var naumast hug- að Iíf, er nú í aftrbata, koniinn á fætr, og ætlar að fara til Suðr-Evrópu sér til heilsubótar. — Ek kesabinn vttlaus ? Þýzkr maðr, Paasche, hefir geflð út ritling þess efhis, að sanna, að Rússakeisari sé vit- laus. Ilann rekr sögu keisara-ættar- innar alt frá dögum ivans illa, og sýn- ir fram a að geðveiki sé arfgeng í allri Romanoff-ættinni. Vilhjálmi Þýzka- lands-keisara líkar ritlingrinn illa, þótt hann liati reyndar Rússakeisara; mun ritlingrinn minna hann á það er frakk- ne.sku bloðin héldu því IVain um hann (Vilhjálm) að hann væri geðveikr. Nú er búið að leggja bann fyrir aölu rits- ins á Þjóbv.erjalandi. — Jack kvidristib í Berlín. Alaug- ardagskveld var lauslætiskona í Berlín rist á kvið með öllu sama handbragði sem kent er við Jaek kviðristi. BANDAFUKIN. — Það leit svo út iim tíma sem ekki yrði n'eitt úr þyí, að nokkur tröllhár turn yrði á Chicago-sýningunni, að sínn leyti eins og Eiffel-turninn frægi á Parísar-sýningunni. En nú er bót ráðin á því, og verðr turninn enda miklu stærri en Eiffel-turninn. 16. þ. m. gerði Keystone Bridge Co. í Pitts- burg samning við sýningarnefndina um að reisa stóran turn úr járni og stáli á sýningarsvæðinu. Hánn á að vera fúllger 1. Febr. 1893 að viðlögðum stór- sektum fyrir dag hvem, semframyf- ir líðr. En íílagið kveðst halda, að það muni verða búið með hann inn- an árs, fyrir 1. Okt. n. á. Sjálfr turn- inn á að verða 1070 feta hár (upp á flaggstangarenda 1120 fet) og margfalt víðari en. Efl'el-turninn. — Niauara-fobsanxa dýrð er fallin í gildi. Þeir vóru lengi taldir hæstir og vatnsmestir forsar í heimi. Svo kom l'regn um fors inni í Blálands- óbygðum (Afríku), sem væri emi þá hærri. Én það eru fæstir, sem vilja leggja sig í þær mannraunir og hætt- ur, sem eru á vegi þeirra, er fara vildu að sjá þann fors, svo að liann hefir enn eigi skæðr orðið fyrir orðstír Nia- gara. En þótt forfeðr vorir fyndu land það er þeir nefndu Helluland og nú er nefnt Labrador, þa hefir það land verið lítt kannað enn, og heyrir þótilCanada; liggr n'orðr af St. Lawr- ence-flóa, en norðaustr af Quebec-fylki. Það hefir lengi verið orðrómr þar uin feikna-fors einn mikinn, en óglöggar sagnir og lítil vissa. Sagnir ganga um, að Hector McLean, faktor Hudson Bay verzlunarfél. haii séð fors þennan 1839, og 1850 var annar faktor sama félags J. L. McPherson, myrtr af Indíanum þar í nánd.—23. Jxiní í vor lögðu þeir H. G. Bryant frá New York og prófessor Kenaston frá Washington af stað til að leita forsins. Aðal-örðugleikinn, sem þeir áttu við að stríða, var erfiðleik- inn á að fá nokkurn Indíána fyrir leiðsögumann, því að sú er trú Ind- íána, að þeim manni, er augum lítr forsinn, sé dauðinn vís innan árs. Þeir félagar vóru tvo mánuði á ferðinni áðr en þeir sau forsinn, og komu þeir við í Halifax á heimleið sinni aftr fyrir tæpri viku. Þeir segja forsinn meir en tvöfalt hærri en Niagara, og há- vaðann afniðnuni svo mikinn, að varla heyri mannsmál nálægt honum. 188 fet áðr enn försinn hefet, rennr fljótið í 30 stiga halla, Sj.ilfr er forsinn 310 feta har (Niagara 1(14 fet), en breidd- in er að eins 150—200 fet. Vatnsrok- ið upþ af forsinum er svo mikið, að sést langar leiðir til, og lengra en þar til að það sést, hsettir sér enginn Indíáni. CANADA. — I WrNDsoR, Ont., á að fara að byrja að gefa út nýtt dagblað, scm á að liafa það aðal-inark og mið að halda frana algerðri sameining Canada og Bandaríkjanna, þannig, að Canada gangi alveg uiulaii Englandi og verði henni svo skift í ríki, sem gangi í tölu Bandaríkjanna. 1 vikunni scm leið, var þegar búið að skrifa sig fyr- ir $25,000 aí' upphæð hlutabréfanna í fyrirtsekinu. —Rannsóknunum gegn Mercier í'or- sætisráðherra í Quebec er baldið afram af rannsóknarnefndinni. Pacaud, aðal- vitnið, ber Merciér alveg undan öllum sökum, og svo gera fleiri vitni. Vlir höfuð virðist vitnaleiðslan, það sem af er, ganga eindregið í hag Mercier, eða miða tíl að sanna, að hann hafi hvorki vitað af né verið meðsekr í fjárgiæfra- brögðum Pacaud's, — Glöbe, aðalblaðfrjálsiynda flokks- ins í Canada, sagði frá því fyrir nokkru uin Chapleau ráðgjafa, að hann hefði í vor boðið frjálslynda flokknum a þingi, að ganga úr stjórnarflokknum Og ylir i þeirra lið með svo marga þingmenn, sein honum vililu l'ylgja. Sendi hann meðalgöngumenn með boð þessi, að því er „Globe" segir. Auð- vitað heí'ði slíkt orðið til að stej pa Stjórninni og hetði þá hinn flokkrinn komizt til vakla, og er líklegt að Chapleau haii áskilið sér völd nokk- ur ef svo færi. En frjálsl. ílokkrinn vildi ekki þiggja boðið, segir sagan, þar eð þeir vildu ekki haí'a nein mök við Chapleau þeim megin. Chapleau lét stjórnarblaðið „Empire" lýsa þetta alveg tilhæfulausan uppspuna; en „(ilobe" svaraði því einu, að endrtaka si'igu sína og fullyrða hana því örngg- legar. Heflr nú Chapleau í ljósi lat- ið, að hann ætlaði að höl'ða meiðyrða- mál [„sakamál'' mundi íslenzka lög- fróða (I) blaðið okkar Winnipeginga kalla það] gegn „Globe", Haft er það eftir merkum þingmanni, að frjálslyndi tlokkrinn hafi sannanir í liöiidum fyrir því 'að sögn „Globe's" sé rétt. — Chapleau fékk 21. þ. m. á skrif- stofu sinni yfirlið og lá meðvitundar- laus í fullar 10 mínútur. Heilsa hans er sögð farin mjdg að bila, en þó er hann aftr heilbrigðr að kalla nú. — Hbrmulegt slys vildi til á .fimtudagskveldið er leið, í Þingvalla- nýlendunni, er naut stangaði konu Konráðs Eyjólfssonar svo, að 6 þuml. löng spretta varð á kviðnum og sá í innyflin. Konan var vanfær, og henni engin lífs von. — Rigningarnar hafa gétt tals- vert tjón Iivcrvetua í Red River daln- um á livcili óstökkuðu. Minnesota- og Chicago-blöð láta mikið af' tjón- inu, halda jafnvel að 2—5 miljónir bushels hafi alls orðið nál. að ónýtu í Norðr Dakota. Vér liöí'um eigi fengið areiðanl. fregnir frá löndum þar syðra, livort þoir hafa orðið fyrir niiklu tjóni, en vér búumst við, að hjá sumum þcirra að minsta kosti verði tjónið minna en að með- altali annarsiaðar, þar eð lönd þeirra ekki allfárra liggja í hærra lagi. STJÖRNAR MÁLÞRÆÐIR. Stjórnin í Bandar. liclir í hug að koma l'rani lagafrumvarpi á þingi í vetr um það, að leggja málþræði uni öll ríkin á kostnað sambands-féhirzl- unnar. Það er John Wanamaker, að- aj-póstmeistari, sem ber þetta mál fyrir brjóstinu. Ilann heflr látið rann- saka þetta mál í heilt ár, og sann- færzt um, að málþráðafélögin taki 6- hæfilega háa borgun aí' altaienningi: Hann helir því fengið Cullom, ráðherra frá Illfnois. til að bera fram á þingi i vetr frumvarp í þessa átt í ráðinu (efri málstofu). Eftir i'rumvarpinu (sem þegar er langt komið að semja) ástjórn- in að leggja aðal-línur milli allra ríkj- anna, og svo auka-línur út li-.i aðal- línunum í ýmsar áttir. Allir stólparn- ir eiga að vcra úr járni og geta bor- ið ö—S þræði hver. Verðið J'yrir orð- sendingar með þessum stjórnarniál- þráðum á að verða fyrst uni sinn 10 cts. fyrir fyrstu 10 orðin. og 5 cts. fyr- ir hver 10 oi'ð yfir, ef fjarlægðin fer eigi frain úr 500 milum, og er þetta varla til jafnaðar meira en fjórði partr verðs móti því sem nú er. FRÁ LÖNDUM VOUUM. — Mr. oij Mrts. Lindal á Hallson, N. I)., U. 8., hafa nýlega mist elztu dóttr sína Jakobínu, efnilegt barn. íslands-fréttir. Eftir IsAi'-oi.i). f Kkistín B.iaunaoóttib húsfreyja (frá Esjubergi), tengdamóðir Þorláks Ó. •Johnsons, kaupmannsins „f'yrir fólkið" í Rvík, andaðist 31. Agúst í Reykja- vík 77 ára. — Beú er nú komin' á Leirvogsá (milli Leirvogstuvigu og Varnnulals), ferébrú 22 al. löng og 4 al. breið, með 2 al liau riði til beggja hliða, Sporð- arnir hvíla a 6 al. hám grjótetöplum; kostuð af landssjóði (kostaði 300 kr.). — Mii.risDHEP. 4 kýr á llraðastaða- koti í Mosfellssveit drápust úr milt- isdrepi. — Jón Þobbjarnahson, ættaðr \\r Borgarlirði, drukknaði í Rvík aðfara- nótt 10. Sept. — Bbúin á Olí'usá er uú albúin og var hátíðlega opuuð af landshöfðingja 8. Sept. Veðr var ið versta, stórrign- ing eiahver in mesta á sumrinu. Allt um það vóru við uál. 1800 manns

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.