Öldin - 03.11.1891, Blaðsíða 1

Öldin - 03.11.1891, Blaðsíða 1
ÖLDIN, an Icelandic AVeekly Kecord of Current Events and Contemporary Thought. 'Subscr. Price $1,50 a year. Olafsson & Co. Publishers. L D I N. Advertising Kates: 1 inch single column: 1 month; 3 mo’s; 6 mo’s; 1 year $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. Adr.: Box 535, Winnipeg, Man. I. 5. WINNIPEG, MAN., MIÐKUDAG, 3. SEPT. Eyrir $ 1 getr hver maðr lengið Öl(hna senda í heilt ár til einhv«*s vinar síns & íslandi. æT Lð einliverjii' af kaupendum ® ^ ^ blaðsins skyldu ekki fá það með skilum, þá gera þeir oss greiða með' að láta oss vita það. KYITTANIR fyrir öllum pen- ingum, sem oss eru sendir með pósti" afgreiðum vár í síðasta lagi daginn eftir móttöl^una. Komi eigi kvitt- un þegai' til skila frá oss, biðjum vór að gera oss aðvart undir eins. OLAFSSON 4 GO. F R E T T I R. UTLÖND. írland. 26. f. m. var gerð til- raun til að gprengja í loft upp skrifstofur og prentsmiðju blaðsins National Press, sem er málgagn McCarthyinga. Parnells-sinnum kent um. Gladsíone er við heztu heilsu, og' or sagt liann sé húinn að semja nýtt frumvarp til stjórnarskrár fyrir íra, sem hann ætlar fram að léggja er liann kernst tii valda, enn frjáls- legra en það, sem hann lagði fram og varð undir með síðast. — 28. Oct. réðust írskir Parnellítar á Jolin Dillon, þingskörunginn írska, með grjótkasti og barsmíð. Liggr hann síðan, brákaðr, í hné. Ólæti íra spilla mjög fyrir Gladstone og hans liðum á Englandi, sem vilja hjálpa sjálfstjórn- armáli íra. — I Japan hafa veriö jarðskjálftar viuklir; talið að meir en 10,000 manns liafi bana beðið; húsalirun ógrlegt, heilir bæir í eyði. — Chili og Bandar.. liggr við að muni lenda í ófriði. Fyrir stuttu fóru á annað hundaað manns í land í Valpariso af Bandar.-herskipi, sem lá þar á höfn. Var ráðizt á þá af lýðnum, einn eða tveir drepnir, mörg- um misþyrmt og ýmsir teknir fastir af lögregluliðinu. Tilefnið mun vera hatr til Barnlar., sprottið af ó- drenglegri aðferð þeirra, er þau hóldu ffam málstað glæpamansins Balma- ceda gogn uppreisnarmönniuu, er vörðu. stjórnarskrá og frelsi landsins. Herskip Bandar. höfðu enda farið njósnarferð fyrir Balmaceda. Svo hafa og Bandar. fyrir sendilierra í Chili Pat. Fgan, strokumann frá ír- landi Og þjóf, og heflr hann gert alt til að spilla milli landanna. Bandar. heimta bætr af Chili í'y i i; misþyrni- ing manna sinna, en Chili hefir brugðizt við því þunglega, heimtað að Egan sé aftr boðaðr heim og sér sendr „ærlegr maðr“ til að semja við. Bandar. hafa sent ein tvö herskip til Chili til að ógna Chilingum. BANDARSKIN. — Whittier, skáldið fræga, liggr dauðvona. — John Hoey í New York, forset.i Adams Express Co’s, er settr frá starfa sínum; hann hefir í 50 ár vcrið emb- ættismaðr félagsins. Hann lieíir auðg- að sig ólöglega á félagsins kostnað um $200,000. — Ekkert skip hefir enn siglt út frá San Francisco í Cal. með jal'n- mikinn farm, sem norska skipið „Breiðablik" hér um daginn; það átti að fara til Liverpool á Englandi. Farmr þess var ávextir, lax, hveiti, vín, hunang o. II., samtals virði $441580. — Snemma í f. m. höfðu 35 ríki látið í ljósi, að þau mundu taka þátt í Chicago-sýningunui miklu. CANADA. — Dómr féll í liæstarétti Can- ada á Miðkud. var (28. f. m.) í skólamáli Manitoha. Eóttrinn dæmdi í einu hljóði ógild fylkislögin. Kvað þau gagnstæð sem sett voru er fylkið fókk sjáífstjórn (stjórn- arskránni), með því að skilyrðum, þá hefðu kaþólskir nienn haft sórstaka skóla og verið lausir viö gjöld til annara skóla; að vísu hefðu engin lög verið fyrir þessu þá, en það hefði verið komið í venju; en það var áskilið er fylkið flékk sjálfstjórn, að það mætti aldr- ei svifta kaþólska menn neinum þeim sór-róttindum, er þeir þá hefðu „að lögum eða venju“. — Fylkis- stjórnin ætlar að áfrýja til enska stjórnarráðsins. r Islands-fréttir. Eftir Ísafold. t Amtmaðr E. Tli. Jónassen and- aðist í fyrri nótt, kl. 4 að morgni hins 29. sept. Hafði veyið lasinn um tíma, við rúmið, en klæðzt þangað til síðustu dagana. Síðasta sólar- hringinn var Iiann með óráði. Eggert Theodor Jónassen var fæddr í Reykjavík 9. ágúst 1838. Voru foreldrar hans Þórðr Jónasson, þá yfirdómari, en síðan háyfirdóm- ari (| 1880), og kona hans Sophía Rasmusdóttir Lyngo (t 1890). Var hann elztr barna þeirra. Hann út- skrifaðist úr Reykjavíkrskóia 1858, varð lcandídat í lögfræði við Khafnar- háskóla 15. jan. 1867. Síðan var hann um hríð á skrifstofu landfógeta, var settr sýslumaðr í Borgarfjarðars. vorið 1861 og jafnframt í Mýras. árið eftir. Honum var veitt hæjar- fógetaemhættið í Rvík 16. ág. 1878. Loks var hann skipaðr amtmaðr yfir suðr- og vestramtinu 1886. Konungkjörinn alþm. varð hann 1887 ; sat á alþ. þá og 1889 og 1891. Hann var tvíkvæntr. Var fyrri kona hans Elín, dóttir Magnútar sýslum. Stephensens í Vatnsdal, syst- ir landsh. M. St., dáin 1878; eu hin síðari Carólína, dóttir Edvards Siemsens, konsúls í Rvík, og lifir hún mann sinn. Með fyrri konunni eignaðist hann eina dóttr, er dó ung. Síðara hjónahandið var harn- laust. — Aintmaðr Jónassen var einn meðal hinna vinsælustu valds- manna, er hér hafa verið, og það að maklegloikum. Mannhylli sína átti hann að þakka sinni miklu ljúfmensku og góðfýsi, jafnt við volduga og ve- sala ; hjartagæzka hans og hjálpsemi við fátæka og hágstadda var alkunn. Lundin var hæði viðkvæm og trygg. Hann var og hinn mesti 'iðjumaðr, og kom góðfýsi hans eigi hvað sízt fram í því, hvað hann var jafnan hoð- inn og búinn til að leggjaásig marg- víslegt ómak og kvaðir umfram það, er skyldan hauð, hvort heldr var til almennings þarfa eða fyrir einstaka menn. Má telja víst, að hann hefði enzt hetr, ef hann hefði lagt minna ásig, því hraustgerðr var hann aldr.ei. Hann var kosinn í hæjarstjórn Rvíkr jafnskjótt sem hann losaðist við bæj- arfógetaemhættið, og endrkosinn í vetr nair í einu hljóði, þrátt fyrir ó- trauða ogógeðslega viðleitni nokkurra skuggasveina tiþað ófrægja hann um þær mundii'. I stjórn Bókm.fól. var hann og um mörg ár, og sömul. í stjórn húnaðarfél. suðramtsins, sem Iiann lót sjer einksi’ ant um, enda var hann talinn fyrirmyndar búmaðr meðan hann var í sveit, og hjer í Rvík stund- aði hann jarðrækt meðmikluffl áhuga. A þingi varð hann annar af tveimr fyrstr til að hverfa frá þeim þver- girðingsskap hinskonungkjörna íiokks að vilja alls enga endrskoðun hafahi stjórnarskránni. Hann var henni með- mæltr og' vildi freista samkomulags við neðri deild 1889, enda vantaði eigi nema lierzlumuninn til þess þá. I sumar urðu, eins ogkunnugt er, þeirra ráð ofan á, er ekkert samkomulag vildu þýðast, heldr heita eintómu, hlindu kappi, ánminstu vonar um við- unanlegan árangr. Það er og ekkert leyndarmál framar, að það mun hafa verið hóglæti hans og liprð mest að þalcka, að ekki varð heinlínis slysa- lega ilt út úr fjárlaga-ágreiningnum miili deildanna á alþ. í sumar ; hann var þá formaðr í fjárl.nefnd efrid. Hann hafði yfir höfuð inn einlæg- asta vilja áað efla og styðja hvað eina, er hann hugði landi og þjóð horfa til heiila. —Eyrir það og fyrir hans elskuverðu mannkosti mun minning hans lengi geymast og jafnan í heiðri höfð. — Aflabrögð liafa brugðizt á Aust- fjörðum síðari part sumars, frá því um mánaðamótin júlí og ágúst, með því að þá tók fyrir síld þar, en þeirri beitu var þorskafiinn mest að þakka. Um miðjan þennan mánuð (sept.) kom aftr síld á Keyðarfjörð, og fór þá þeg- ar að íiskast af nýju. Vegna þess að landburðr var framan af sumri, mun eftirtekjan hafa orðið í meðallagi eftir sumarið. — Heyskapr er mælt að orðið haíi í meðallagi á Austíjörðum, þótt lakar liti út þar en annarsstaðar í vor. Grasspretta varð ákaflega ör eftir að hún byrjaði, og nýting góð fram eftir, en þó byrjuðu vætur þar fyr en hér syðra. — Gufuskipið ,Vaaoen', skipstj. Ras- mus Endresen, flutningsskip hr. Otto Wathne á Seyðisfirði, kom hingað um miðjan dag 21. Sept. með sjómenn til Vestmannaeyja og við Eaxaflóa, sem atvinnu hafa haft á Au.stfjörðum í suinar, og nokkra aðra farþegja, alls 138. Hr. Tönnes Wathne, bróðir hr. O. AV., er flutningsráðandi. Skipið fékk slæma ferð vegna ofveðrs, og segir einn farþegja þannig frá: — „Vaagen lagði á stað 15. þ. m. frá 18:1. Búðareyri og kom víða við á Seyð- isfirði, svo a Mjóaíjörð og Reyðarfjörð til að taka farþegjana og hélt leiðar sinnar vestr undir Dyrhóla íPprtland), en hinn 17. kl. 4 e. m. skall á ofsaveðr af norðaustri, svo skipinu varð aðleggja undir vind, og láta reka í útsuðr til djúps. Ofsi veðrs og sjávar varsvo, að lúkum varð eigi opnurn lialdið að aft- anverðu, og lét þá hr. Wathne karl- menn alla fara uiidir framþiljur, en kvenfólki var komið fyrir í káetu og „maskínurúmi“. AVathne og skipstjóri báru og studdu konur og gengu úr rúmum þeirra vegna, og hreiðruðu um sumar á káetu-gólfi. Allir yfirmenn sýndu þá nærgætni og nákvæmni, sem frekast var hægt í slíkum kringumstæð- um. Veðrofsinn fór vaxandi 18. og nótt þess 19., en slotaði þegar á'daginn leið. Hættan var mikil, en öll stjórn á skip- inu sérlega góð, þó.tt einstaka menn létu i ljósi óánægju lít af vatnsskorti og matarskorti, sem hvorttveggja var ástæðulítið, en í sjálfu sér sjálfskapar- víti sjómanna. Olía var notuð, og voru stöðugt 2 borðýlar á veðrkiunung, og 1 á hlé fyrir aftan miðsldp, og varði það | skipið svo, að engan sjó gaf á gufuvél- ina. Iíak skipið þannig 25 mílurund- an Dyrhólum, og mun þetta veðr með mestu veðrum og ósjór eftir því. Stýri- maðr er maðr á sextugs .aldri, og kvaðst hann oft hafa verið í langferðum og' margsinnis farið fyrir Góðrarvonarhöfða, en aldrei fengið meiri storm, með jafn- miklum sjógangi, og aö þetta skip Vaa- gen væri bezta sjóskip, sem liann hefði verið á. Varfærni og nærgætni Wathnes og skipstjóra, sem lét’lir. AV. öllu ráða, inun verða mörgum farþegja minuisstœð. Eybabbakkahöfn. Nýlega liefir hafna- lögunum nýju, frá 13. marz þ. á., verið beitt þar þannig, að G. kaupm. ísleifss. hefir fengið sér útmælda af sýslum. með tilkvöddum mönnum tveimr og afsal- aða um aldr og æfi allgöða liafnarlegu fyrir 1 skip, þar sem landfestum má við koma. Mun Lefolii-verzlun eigi liafa vitað af því eða haldið það eigi not- andi; mundi aðlíkindum ella hafa helg- að sér það og sett þar festar, þar sem hún liefir bætt við tvennum nýjum skipsfestum síðan málaferlin liófust út afhöfninni, í viðbót við tvennar aðrar, er vóru lútnar duga þangað til. '— Kafaldshríð mikla og skæða gerði í fyrri viku í Mýrdal og Alftaveri, og ef til vill lengra austr. Má ganga að því vísu, að fé hafi fent á afréttum, ef eigi í bygð.— Ilrið þessi náði eigi lengra en í vestanverðan Mýrdalinn, ekki að Jökulsá á Sólheimasandi;, alauð jörð þar um slóðir. — Stbandasyslu miðri 16. sept.: „Nú í hálfan mánuð liefir verið þerrilaust nema 1—2 daga. Heyskapr hefir al- ment orðið með bezta móti og nýting framúrskarandi góð á því sem inn er komið. Aflavart hefir nýlega orðið á Steingrímsfirði á smokk, sem veiddist norðr á Keykjarfirði; þar norðr frá er góðfiski. Annars er hér tíðindalaust. — Fjabvebzlunin. Coghill aftrkallaði fjármarkaði þá, er hann hafði boðað fyrir norðan, en liéfir boðizt til að kaupa 1 fjárfarm alls í 2 sýslum, Skaga- fjaröar og Húnavatns, ef hann fengi væna sanði 2-vetra fyrir 13 kr. Var verið að safna loforðum fvrir því með- al bænda, og tekst það líklega, því að mjög er þeim bagalegt, að geta ekki í neitt náð af hinum venjulegu ensku fjárpeningum. A Eyjafirði kvað einn kaupm. (Chr. llavsteen) liafa keypt fé á fæti fvrir 14 kr. tvævetra sauði, 1000 (Framliald á 3. bls.)

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.