Öldin - 03.11.1891, Blaðsíða 2

Öldin - 03.11.1891, Blaðsíða 2
ÖLDIN gefin út hvern Miðvikudag að 17 McMioken Str. (12th Str. S.] af OLAFSSON & CO- (H. Olafsson. M. Petekson.) Eitstjórí og ráðsmaðr (EDITOR & BUSINESS MANAGEB) : Jón Olafsson ÖLDIN kostar: 1 ár $1,50; 6 mán $ 0,80; 3 mán. $ 0,50. Borgist fyrirfram. Á íslandi kostar árg. 4 kr. Auglýsinga-verð: 1 þuml. dálks- lengdar eitt sinn $0,25; 1 þuml. 1 mán $1,00; 3 mán. $2,50; 6 mán. $4,50; 13 mánuði $8,00. Sendið peninga í registreruðu bréfi. póstávísun (P. O. Money Order) eða Express Co. ávísun eða ávísun á banka í Winnipeg (ekki á utanbæjarbanka). 011 bréf og borganir sendist til: Olafsson Sf Co. - - - P. O. Box 535. Winnipeg, Man. )', Kyrkjublaðið" heitir nýtt ísl. mánaðarrit, er presta- skólakennari sóra Þórhallr Bjarnarson gefr út í Iieykjavík, og hyrjaði að koma út í Júlí þ. á. Það kostar til nýjárs 25 cts. hér í álfu, og effcirleiðis 50 cts. árgangrinn. Það fæst í Winnipeg hjá Wilhelm Paul- son, og í Bandar. hjá Sigf. Bergmann á Garðar, N. J>. Bláðið er jafnstórt „Sameining- unni" on helmingi ódýrra. Síðasta nr. af því, sem hingað hefir borizt, er 4. hlaðið. Það er auðvitað ekki hægt að dæina um hlað eftir svo fám nr., sein onn eru út koniin af Khl.—Svo er nú Old- in vitanlegt ,,vantrúar"-hlað og rit- stjórinn vitanlegr „guðsafneítandi" (þ. e. trúir ekki 4 nema einn guð); lesendr blaðs vors flestir ,,núll" og „nihilistar", eins og von er til, því allr hávaði landa vorra er það; það er svo örlítill minnihluti Vestr-Ís- lendinga, sem tilheyra kyrkjufélagi séra Jóns Bjarnasonar, og svo ör- lítill minnihluti af þeim sem til- heyra því eru ofan í kaupið rétt- trúaðir. „Kyrkjublaðið" er gefið út af kennara við prestaskólann, og er því sýnishorn af vantrúar-jökulgaddi k\ rkjunnar á Islandi — hreint og beint ,,vantrúar"-hlað, sem hver rétt- trúaðr Jón-lúterskr maðr ætti að forðast að lesa. Hér er sýnishorn. Iíitstj. segir í 4 bl. meðal annars um fólkið á Islandi nú: ,.Menn hugsa nú án efa mikið meira nni þá trú á fullorðnum aldri, sem þeim hefir verið kend í æsku, en úðr var, af því þekking inanna er orðin meiri og margbrotn- ari. Af þessu loiðir sjálfsagt trúarefa hjá sumimi, on líka traustari sann- færingu hjá öðrum, on InigsunarlítiJ venjuliú veitii'. Jeg ber engan kvíð- hoga fyrir því, að kristintrúogkristi- legt siðferði muni bíða sannan hnokki af upplýsingu og menningu, inoðan jeg veit, að hinir upplýstu og heztu menn hvervetna finna æ betr bg betr, að kærleikskenning þeirrar trúar er hið fegrsta, bezta og oft- irhroitnisvorðasta, sem nokkurn tíma hefir verið hoðað í heiminum. Jeg flygg þvert & móti, að eftir því sem hvor þjóð og hver einstakr maðr verðr sannupplýstari, oftir því muni betr sjást, að hofuðatriði kristilegra trúarhragða,—-en það er kœrleiksrík, guði helguð breytni,—sé í sínu insta i eðli samkvæmt því, sem göfugast og bezt or í mannssálinni, og að ; hin blessunarríku, siðhætandi áhrif i kristinna trúarbragða oigi þá hægri aðgangað hjörtum mannanna en ella". Ef þetta or ekki „vantrú" eftir i kenning sóra Jóns og „Sam.", þá irmii vór hættír að skilj'a. En meira sláandí sönnun fyrir því, sem haldið var fram í ritlingi ! J. 0. ,,til hugsandi manna", að lúterska á íslandi sé allt annað en Winnipeg-lúterskan, er varla auð- ið að fá. Vór höfum ekki allfáa kaupendr i og losendr moðal lútorskra kyrkju- manna hér vostra, og þoim jafnt o^ vantrúarmönnunum segjum vór í ein- ¦; lægri alviivu : hvo.vju því blaði, sem fylgir þessari skoðun, só heill og lioiði', hvort sem það or lúterskt eða únítara-hlað oða hoyrir oinhverri , annari kyrkjudeild til. Vér erum J eigi lúterskir, og vér vitum. að rit- | stj. Kbl. hofir aðra kreddu (trúar- játning) en vér. En vór förum ekki að því. Yúr viiðum og mikilsmet- um hvern þann, sem prédikar kær- leikann sem miðpunkt og kjarna 'sinna trúarbragða, hvort sem hann að öðru leyti trúir eins og vór á „einn einasta sannan guð og engan nema liann", oða á „þríeinan" guð eða tvo guði eða engan. Vér viijum ráða þeim lesendum vorum, som kaupa eða lesa „Sam- eininguna", að kaupa eða lesa líka „Kyrkjuhlaðið" og hera svo sainan. FRA LESBORÐINU. EK DRYKKFELDNI LÆKNANLEG? Ritstjóri ins merka mánaðarrits Nobth Amebican Review bað í Slllll- ar fjóra meðal allra belztu lækna í Ameríku aö svara þessari spurning. Þessir menn vóru Dr. Wm. A. Ham- iuoik!, Dr. T. I). Crothers, Dr. Elon N. Carpenter og Dr. Cyrus Edson. Birti svo tíinaritið sviirin í September- lieftinu. Ver höfðum tekið greinar þessir f'yrir til að gera ágrip af þeim í þessum bálk blaðs vors („Frá les- borðimi"). Blaðið Lögberg flutti rétt í því les- endum sínum þýðing ;í grein eins þessara lækna, Dr. Hammonds, í heild sinni, og hættum vór ])á við að prenta útdrátt vorn. Grein Dr. Hanimonds gefr ljósari hugmynd en nokkurt á- grip iini hans skoðun á málinu, en hartla einhliða og því óf'ullkomna hugmynd um, bvað næst liggi að álíta sannleikann í þessu máli, eins og nú stendr. Það oi' nefnilega Ij'arri því, að spurningunni sé full-svarað af inuíri -1 liokimm, svo að sannferandi sé fyr- ir þá or sannleikans vilja leita tileypi- dómalaust. Allir f læknarnir í N. A. Eeview játa það, að lækna megi drykkfeldni. En þeim kenir öllum sainan um það, að eina aðferðin til þess, sem dugi, «<'¦ su, að inn drykkfeldi maðr fari í algert bindindi, og þá muni náttúran sjálf koma líkamanum í samt lag aftr og smámsaman eyða tilhneigingunni. Allir viðrkenna þeir, að drykkfeldnin só sjiiliilónir, líkamlegr sjúkdómr, som sjúklingrinn ýmist fái að erfðum, eða baki sér sjálfr.—En einmitt þetta vekr efa manna um, að sjúkdómrinu í ö 11 u m tilfellum (t. d. þar sem hann er arfgengr, of til vill í marga liði) sé l.'cknanlegr með bindindi einu. En enda þótt svo væri, þá er því svo sjaldan að lieilsa, að þeirri lækning verði við komið, því að til þess þyrfti oft að halda sjúklingnum langan tíma í varðhaldi. Því að vitanlega hefir sjúkdómrinn þau áhrif að veikla vilj- ann, svo að margr, sem sárlangar til að læknast, heflr ekki sálarþrótt til að nota þetta eina meðal, fríviljugt bindindi. Það liggr og ofr-nálægt að spyrja: Ef sjúkdómrmn er arfgengr, og hefir þannig orsök sína í líkamabygging mahnsins, hví skyldi liann þá eigi geta læknazt með lyfjum? Eina or- sökin til þess hlyti að vera sú, að inenn skorti enn þá næga þekking a eðli hans. En sé svo, þá er og alls eigi unnt að fortaka, að þossi þokk- ing geti fengizt þá og þegar, og þá ætti og ráð að geta f'undizt gegn þess- um eins og hverjum öðrum sjúkdómi. Að því er til þoss komr, hvort sjúkdómrinn só læknanlegr með lyfj- um, þá neitar f)r. Hammond því harðlega, að lyf geti gert nokkurt gagn í þessum sjúkdómi. Dr. Car- penter talar mjög varlega um þetta og lætr í ljósi efa sinn að eins. En inir tveir síðast nefndu læknar segja alls ekkert um það. Dr. Hammond segir meðal annars : „Það er ekkert lyf' eða lyfjasamsetn- ing til, sem geti læknað mann af' drykkfefdni—eytt löngun hans og lyst til áfengra drykkja". Þotta er 'nú vafalaust hin viðtekna niðrstaða lækn- isfræðinnar nú sem stendr. En það heflr borið til fyrri enn nú, að við- tekin niðrstaða fræðimanna liefir orð- ið að þoka f'yrir staðhefðar-dæmum reynslunnar; því að „reynslan er sann- leikr", eins og Jón heitinn iíojiji ságði, og það er örðugt f'yrir hleypi- dómalausa menn að sja annað, en að svo muni fara með þcssa í'ullyrðing að iyf sé gagnslaus gogn drykkfeldni. Það er auðsætt, að l)r. Hammond stýlar neitun sína svo hiklaust og af- dráttarlaust, tif þess að beina henni sérstaklega gogn staðhæfingu Dr. Keely's í Dwight (Illionis); sem kveðst hafa læknað mörg hundruð manna af drykkf'eldnis-sjúkdómi, og það á ör- skömmum tíma, moð eins konar sam- setningu af klóruppleysing (bíclorhid) af gulli. Dr. Keely hefir það til síns máls í þessum ágreiningi, að hann getr bent á hundruð (ef eigi þúsundir) lifandi vitna, sein geta vottað það að hann hefir læknað þá. Og þeir hafa komið fram hrönnum saman, síðan greinarnar í N. A. Review komu út, og hafa borið vitni. Og það haí'a ekki verið neinir einfeldningar, svo sem þeir er venjulega láta ginnast til að gef'a húmbúgsfyfjum meðmæli, né heldr neinir mútuþægir niisondismenn, eins og nokkrir læknar (stundum dæmdir glæpaþrjótar), sem láta í'iil vottorð fyrir góða borgun. Nei, það haf'a vorið hámentaðir, valin- kunnir nienii, som iiafnir eru langt yfir allan óráðvendnis-grun. Það oru bæði ritstjórar, liáskólakennarar, rjrest- ar, þingmenn, landstjórar, hæstaréttar- dómarar í tiilu þelrra sem Dr. Koo.lv hefir læknað.—Meðal annars var fyrir skömmu átakanleg greln í bla.ðimi New York Son frá niaiini, sem sjalí'r hafði lækning þegið í lækningarstofn- uninni í Dwight hjá Dr. Keely. Hann getr þess meðal annars, að meöan hann var þar til lækninga, hafl n;í- lega a hverjum degi komið þangað (til Dwight) menn, sem komti aö oins til að sjá aí'tr staöinn, som var orð- inn þoim svo kær, að þeir kváðu sig langa meira til að sjá haun aftr, en til að siá af'tr æsku-stiiðvar sínar, þvi að í Dvvight he0u þeir í sannasta skilningi endrfæðzt. Það má auðvitað deila um það, hvort lækningin inuni verða æfilong, því að flestallir inciin- irnir, sem læknazt haf'a, lif'a enn. En að lækningin hefir dugað nú í mörg ár, er úmútmælanlegt, og nálega allir, sem verið hafa undir læknismeðferð Dr. Keely's, eru sjálfir sannfærðir um, að batinn muni vera æfilangr. Og fyrir mann, sem verið hefir drykk- feldr, og þrað að læknast, er þetta oigi lítilsvert. Það hlýtr í allra aug- um að vera að minnsta kosti fuflt eins mikiis vert, eins og sú fullyrd- ing eins læknis, þótt merkr só, að drykkfeldni muni ekki verða með lyfj- um læknuð. Dagblaðið Skaniuxavex, sem gefið er út í Chicago (73 mílur þaðan í suðvostr er Dwight), lót nýlega mann úr ritstjórn blaðsins f'ara suðr til Dwight, til þess að grenslast eftir læknastofnuninni, og liefir hann í blað- iim geiið fróðlega lýsing af því sem liann sá og komst að raun um, og hiil'um vér í hyggju að reyna aö fá rúm bráðlega í blaði þessu fyrir agrip aí' skýrslu hans. Mál þetta er alt svo mikils vert, jafnmikið lioims-biil sem drykkf'eldnin or, að það or þoss vert í alla staði, að það só rannsakað. Og efreynslan staðfestir það til f'ulluaðar (sem allt útlit er f'yrir), að drykkí'eldni sé lækn- anleg með lyfjum, þá ætti landstjórn* Bandaríkjanna að fullborga Dr. Keely l'yrii', að gora öllum heyrum kunna aðferð sína og samsetninguna á lyfinu —alveg eins og Þýzkalands-stjórn fór að við Dr. Kock. SMÆLKI. Victobia drottning ræðr mi yfir 367 mirjónum ma'nna í öllum álf'um heims- ins, og er það inn niesti inannfjöldi, som aokkur einn stjórnandi hefir nokkru sinni yfir ráðið frá heimsins sköpun til þessa dags. — Mabgt vorðr fágætt á Chicagó- sýningunni, som við er að búast. Með- al annars verðr þar að sjá stórfeng- legasta planka, sem nokkru sinni hefir til verið. Það or nýbúið að vinna hann í Californíu; hann or úr rauða- viði. Tréð, sem hann er úr skorinn, var sagað sundr 24 fetum fyrir of'an jörð, og var svo plankinn höggvinn úr stofninum, soin þannig stóð eftir. Árhringirnir á trénu sýndu, að það var 1500 ára gamalt. Tveir menn vóru í máriuð að höggva plankana; hann or 20 feta og ') þuml. langr og 10 feta og ."> þuiul. breiðr, og g»ti því oini) no'gt í góli' ;i stóra berbergi. FJABJSÍAM. Smásaga frá Baiularíkjunum eftir Lb Koy Abmstbong. (Niðrl.). „Og það er bezt að útkljá það hér þar sem við erum", svaraði Peltier þurlega. „Þór byrjuðuð á þessu. Þér hélduð honum í skuldabandi moð- an hann var heilbrigðr, og nú reyni" þér að ræna hann aleigu sinni með- an hann or veikr. Það er yafalaust tilgangr yðar ,að skjóta' akiroi yíir mark, en ávalt bitta', eins i« Pope segir; ea 1 þetta skifti haflð þér skotið yíir markið. Hvort viljið þér ini heldr, taka við ujiphæð skuldarinnar með laga-vöxtum, eða halda áfram að bjóða betr?" Lavater gaf'st upp. Hann seldi og afheni 1 i skriflega að liigum skuldkröfu- rétt siun prentaranum Latone Peltier- Bn þaö var ekki óðara þurt blekið á afsalsskjalinu, og Lavater koniin" út úr ilyrunuin, holdr on kaup**1^ ^t dtbúa annað löglegt skjal Pe8S efnis, að hann soldi og afhendl í hendr J. fi. Hammcrton allan Þann eignrétt til skuldarinnar, er hann hafði ný- keypt, og hélt l'ium síðan beina leið af' upðboðsstaöiium og heim á skrif- stof'u SeouI'Stalsins, og var svo inni- loga glaðr og þakklátr í huga, eins „jjr Lann væri nýbúinn að erfa „öll ríki veraldar og þeirra dýrð", eða all- ir hans óvinir hefðu verið gerðir að fötaskör hans.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.