Öldin - 11.11.1891, Blaðsíða 1

Öldin - 11.11.1891, Blaðsíða 1
ÖLDIN, anvlcelandic Weekly Record of Current Events and Contemporary Thought. Subscr. Price $1,50 a year. Olafsson & Co. Publishers. 9 © O LDI N. Advertising Bates: 1 inch single column: 1 month; 3 mo's; 6 mo's; 1 year $1,00; $2,50; $4,50; $8,00t Adr.: Box 535, Winnipeg.Man. I. 6. WINNIPEG, MAN., MIÐKUDAG, 11. NOVKMtíER. 1891. Fyrir $1 getr hver maðr fengið Öldiöa senda { heilt ár til einhvers vinar síns á íslandi. \7\ Ij^ einhverjir af kaupendum *-"- blaðsins skyldu ekki fá það með skilum, þá gera þeir oss greiða með að láta oss vita það. FRETTIR. UTLÖND. — Prinsinn af walks var fimtugr í fyrra dag. Mikið vim afmælisgjafir, sú frá systrsyni hans, Þjóðverja-keisara, sögð 100,000 marka virði. — PáFiNN Iiggr mjög sjúkr. Elli- vanstyrkr .aðal-sjúkdómsorsökin. — I Brazilíu lítr eitthvað upp- reisnarlega út. Þingi hleypt upp og boðað til nýrra kosninga, landið alt sett undir herlög, og Fonseea helir gerzt alræðismaðr (dictator) um sinn. Engar fregnir berast frá landinu með málþráðum, nema þær sem stjórnin vil) berast láta. BANDARIKIN. — Aðal-Áthygli manna, vikunasem leið, beindist 511 að úrslttum þeirra ríkis.stjóra-kosninga, som fram áttu að fara, og fram íöru 3. þ. m. í New York, Massachusetts, Ohio og Iowa. Kappið um þessar kosningar var miklu meira, en ella er venja til á „hvers- dags-ari" (en svo kalla menn þau ár, þegar hvorki er forsetakosning í Bandar., né almennar þingkosning- ar). í Massachusetts og lowa varö hluttakan í kosningunum svo mikil, að nál. eins mörg atkvæði vóru þár nú greidd eins og vant er á forseta- kosningar-ári. í öllum þessum ríkjum var núvorandi landstjóri Demókrat (sérveldismaðr), og hetír það ekki átt sér stað fyrri, ári á undan forsetakosn- ing, SÍðan tiokkr Repúblíkana (sam- voldismauna) myndaðist. í þrem ríkj- unum (ekki í N. Y.) vóru núveraudi landsljórar í kjöri til endrkosningar. í Ohio vóru í kjöri CampbelL iiúver- audi landstj., og gegn honum McKinley, höfundr tollskrárinnar alræmdu. Var það í í'yrstu tilgangr Campbells að gera tollmálið að aðal-ágreiningsefninu, og hefði hann að likindum sigrað, ef hann heföi getað haldið fast við þetta eitt. En tiokkr hans í ríkinu hafði sett í kosningar-auglýsingsína, að þeir fylgdu fram aukning á silfr-sláttunni; en það er sama sem að fella gullið í verði og raska öllu verðlagsjafnvægi. Mc- Kinley, sem áðr haíöi fylgt þessari skoðun, snéri nú við, og hélt móti Bllírsláttunni. Varð það til þess, að hann vaim sigr yrir Campbeli. I Iowa var það ágreiningsefnið, að Wheeler, landstjóra-efni Repúblíkana vildi halda uppi forboðslögunum gegn sölu og tilbúningi áfengra drykkja. En Boies, núver. landstjóri, sem loitaði endrkosningar, vill fella þau úr gildi en lögleiða í staðinn ákatíega há leyf- isgjöld. Telr hann það til síns máls," að hve goð sem forboðslög kunni að vera, þá sé þau til siðspillingar einn- ar þar sem þau sé of snemma í 'lög leidd, áðr en þau liafi stuðning í al- mennings-álitinu. Svo sé í Iowa, og því hafi forboðslögin þar verið dauðr bókstafr, sem eigi hafí verið unt að beita. Vín sé opinberlega selt leyfis- laust og afgjaldslaust. Hann sigraði i kosningunni, og greiddu margir Bepú- blíkanar honunt atkv., þótt hann sé Demókrat, enda greiddu og margir Domókratar Wheeler atkv. Vínsölu- bannslögin virðast þannig fordæmd í svipinn í Iowa. í Masschusetta var Bussell (Dom.) landstjóri, og þar var ekki spurning- in í kosningunni önnur fyrir Repú- blíkonum, en sú : Eigum við að kjósa nýjan frreyndan mann, að eins haun só af vorri pólitiskn trú, og hafna Russell, sem vér og allir viðrkenna aðsa sá langbezti laudstjöri,sem nokkru sinni hefir verið i rikisui, og það að eins fyrir það að hann er Demókrat ? Heilbrigð skynsemi og ráðvendni sigr- aði hér, og Russell var endrkosinn. í New York náði kosningu Flower (Dem.), sem Tammany Hall hélt fram til kosninga. Fassett (Rep.), sem und- ir varð, hafði framau af fylgi Mug- wumpanna, inna óhaðu manna. En hann fór svo að ráði sínu í kosn- ingabaráttunni, að hann fekk nauml. tíunda lilut atkv. inna óháðu manna, er til kosninga kom. Afstaða flokk- anna er sú í N. Y., að Demókratar eru nokkru liðfieiri sem stendr, ou Repúblíkanar; en leggist flestallir in- ir óháðu raenn a eitt, gætu þeir ráð- ið úrslitum. Annars hafa báðir flokkarnir haft dálitla liuggun af úrslitum kosning- anna. Eins og vér iiöfum þegar um getið, sigruðu Demókratar í New York, Massachusetts og lowa, en Repúblík- anar í Oliio; þeir (Kep.) sigruðu lika þann dag við bæjarstjórnarkosningar í Chicago, og við kosning íjármála- ritara (ráðgjafa) og endrskoöara í Pennsylvaníu. í Suðr-Dakota sigruðu Republ. við kosning Bandaþingmanns. í Kansas vóru kosnir héraðsiómarar og svcita-embættismcnn, og varð bænda- flokkrinn rajög undir nær hvervetna. — Ignatius Donneli.y, þingmaðr, liófðaði raál inóti Pioneh Peess í Bt. Paul, fyrir það að blaðíð haíði kallað liann „mesta erkifant, fjárglæfra-bófa, stórkostlegasta humbugista og svikara" —ekki var það nú mikið! Hann lieimtaði $100,000 skaðabætr. Vitaskuld er slíkt saknæmt að lögum og það var ekki hægt að sýkna blaðið; orð þess vóru dæmd ómerk; en svo hafði blaðið rækilega sýnt fram á mannkosti Donnelly's undir málsrekstrinum, að bætrnar, sem blaðið var dæmt til að greiða, voru ákveönar—$1 (einn dollar!) Það eru ámóta raálsúrslit eins og veslings Eiríkr Magnósson fékk í máli sínu viö „ísafold", nema hvað hann fekk okki einu sinni' dollars-virði upp úr því. — PnKSBYTKUA-þingið í New York, sem átti að dæma Dr. Brigg8 fyrir „vantrú" hans, samþykti með 94 atkv. gegn 39 að fella niðr málið. — Eina millíón dollara segja menn að Bepublíkana-tíokkrinn hafi sent til Ohio í beiniiörðum peningum rétt fyrir kosningarnar, til að múta kjósendum til liðs við McKinley. CANADA. — Abott og Chapleau eru sáttir of- an á, og varð það úr, að Chapleau sæti við það ráðherraetubætti, sem hann hefir. Járnbrautirnar fœr hann eigi. Sagt Angers muni fá þær í vetr. r Islands-fréttir. Eftir „Austra". — Hér hafa gengið miklar rigningar austanlands, á 4. viku með farra daga uppstyttu í milli, einkum hér nyrðra í fjirðrmum. Haf.i þessi votviðri mjög hamlað þurki á flski, er mikið er til af enn óverkað; en heyi munu menn víð.ist hafa náð inn með allgóðri nýt- ing. —Síldarlítið, en afli góðr ef beita fæst. (10. Sept.) — Nýja kyrkju ætla Mjóflrðingar að láta reisa á Brekku, þar sem nú er orðið allmikið þorp og langíjölmenn- ast í flrðinum. Hin gamla kyrkja í Firði verðr svo lögð niðr. Kyrkjuvið- inn lét herra O. Wathne flytja nú til Mjófirðinga meö „\raagen". — Kjártökuprísar munu á Seyðis- firði vera altneut þessir: Kjöt yfir 40 pd. 18 au., 30—40 10 au., 30—30 14 a. Mör 22 au. Gærur 1,50—3 kr. Sendiraaðr, sem kom af Vopnafirði í gær, sagði þessa prísa þar: Kjót yfir 40 pd. 15 a., 35—40 pd. 14 a., og 12 a. þar fyrir neðan. Mör 18 a. og gærur eins og hér. Verzhinarstjóri Valdimar Davíðsson Itafði riðið upp á fjöll og boðið 15 kr. fyrir sauðinn, en bæudr ekki vilj\að selja. Það verð mun þó 'l kr. hærra en þeir Coghill og MacKinnon vildu gefa. (21. Sopt.). — Oesök verðfallsins á fé or sú, að Skotar hafa orðið að fella fénað sinn vegna fóðrskorts, og hinir háu kornprísar valda því, að nautpeningr er nú strádrepinn niðr, því að það getr ekki borgað sig aö tita hann á svo dýru fóðri, sem öll kornvara er nú. — Fiskafli Iteíir hér verið góðr, er gefið hefir að róa. en tiðin heiir altaf verið mjög óstöðug með stormum og áköfum rigningum, einkum hér niðr í fjörðunum. — Á flestum fjörðum hetír orðið vart við síld, en strjála. — KONSUL W. G. St'ENCE PaTEBSON hcflr í sumar rekið hér og á Norðtirði allmikla bhtuttisksverzlun, en hún ver- ið mest upp á lán, sem hann lofaði að borga í haust. En lionum brugð- ust alveg peningarnir. Urðu skuld- heimtumenn þá hræddir um skuldir sínar og fengu sýslumann til að loka solubúö konstilsins ltér á Fjarðaröldu, en nokkrir af hinum varkárari skuld- heimtumönnum höfðu þann 15. i'. m. látið kyrsefcja íisk upp á 14,000 kr. á Dórarinsstaðaeyrum, er konsúllinn átti þar, fyrir c. 10,000 kr. skuldakröfum. JÞann 10. þ. m. kvaddi Paterson skuldheimtumenn hér í Seyðistirði til fundar við sig í skólahúsitui á Fjarð- aröldu, og mættu þar flestir skuld- heimtumenn héðan úr firðinum. Konsúl Paterson bauð svolátandi skilmála: A ð borga helmingiun af skuhlum þeim á Seyðistirði, er lýst helir verið eítir, i peninguui, ekki seinna en með Janúar póstskipinu til Rvikr næsta ár, og fá þá leystan úr löghaldi inn verkaða fisk, er hann á áSeyðisfirði, c. 2,000 kr., og aðborga hinn helming skuldarinnar með póst- skipinu, oigi síðar en í Júní n. á. Er hann holir borgað fyrri hlutann, áskilr hann sér rétt til að selja salt það er nú liggr hór kyrsett. Það sem Færeyingar eiga til góða, sendist til Færeyja. Búðarvorur seljast eftir ráð- stöftin sýslumanns og borgast inn til hans. Kyrsetjendr askilja 8t>r fullan kyrsetningarrétt sinn, ef þessir skil- málar bregðast". Íl2. Oct.). L VTERSKR RITHA TTR. (Bréf til séra Kristofer Jansons). Aldrei hefi ég séð þig, aldrei heyrt þig, en ég hefi við og við fundið ó- dauninn af þár. Þú ættir að skamm- ast þín og eitra eigi lengr jörðina með þinni djöfuls kenningu; þú vinnr í helvítis þarfir. Þangað fer þú sjálfr og dregr marga með þír. Svei, skamm- astu þí-n, hundspottið þitt, sem gerir þér í hugarlund, að þú getir eyðilagt hina sönnu trú, sem alein getr gert menn sæla um tíma og eilífð. O, þú, greytetrið Janson, það' fer illa fyrir þér, þó oigi verði fyr en í dauðanum. Líttu á hann Voltaire og hann Julius Apostata, sem voru þínirandans bræður. Lestu játningar þeirra á dauðastund- inni; sömu'leiðina munt þú fara, ef þú snýr þír ekki til Jesú Krists. Til helvítis ferðu, Kristofer, það er víst, ef þú ekki umvendist. Fáfróðir menn halda og segja að þú munir vera góðr ræðumaðr, og í fáfræði þinni heldr þú svo ltka sjálfr. Ég hefi lesið nokkra fyrirlestra og ljóð- mæli eftir þig, og iuér virðist að hvor níræð kerling raundi gera það langtum betr en þú. Það hefði verið miklu betra fyrir þig og aðra, að þú hefðir farið til Siberiu, en að þú værir hér í Ame- ríku. Ég hefi einu sinni séð mynd af þér, og svei, þú varst ljótr, ljótr. Það var eins og helvítis fúla myrkr hvíldi yfir þér. Kristofer, farðn ekki um lengr til að eitra menn tneð þín- um andstyggilega helvítis lærdóm. Stingdu „Sáðmans" atidstygðinni í eld- inn; gerðu það er ég segi þir. Það getr skeð að ég láti þig heyra frá mér einhvern tíma seinna. Church Ferry, N. D. (Eftir Saamanijen). WINNIPEG. — DÓMR er fallinn í málinu út af kosningu Mr. Watsons, sem Dominion- þingmanni fyrir Marquette-kjördæmi. Wilson heldr sætinu; enginit sönnunar- vottr kom fram fyrir ólögmæti kosn- ingar hans, og vóru kærendr dæmdír til að greiða málskostnað allan. — í CiiisnoLMs-málinu var kveðinn uppdómr 3. þ. m.: 5 ára hegningarvinna og húðstrýking, 25 högg moð klaufhala. („cat of nine tails"). — Gii.son hestluismaðr var dæmdr í 2 ára hegningar-vinnu og jafnntikla húðstroku sem Chisholm. — í síðasta bl. var dagsetningin á blaðinu skökk: „3. Sept." í stað „4. Nóv." — Fjóeir af hútel-veitingamönnum bæjarins: Butley í Woodbine, McArt- Itur á St. Nicholas, Bernard á Canada Hotel, og Roundtreo á New Douglas, vóru hver um sig sektaðir $60 og máls- kostnað ($3,50) fyrir vínsölu á sunnu- dögtint. — Slys. Vér höfum verið beðnir að geta þess, að íslendingrinn, sem féll niðr af núsi í Minneapohs í sumarl8. ágúst, og hlaut bana af, var Snorrí Bknediktsson, sonr Bened., sonarJóns prests í Reytvjahlíð, Þorsteinssonar. — Næsta sunnud. verðr umtalsefni Björns Pétrssonar: Er orþódoxíanvinr aða óvinr kristindómnins'!

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.