Öldin - 11.11.1891, Blaðsíða 2

Öldin - 11.11.1891, Blaðsíða 2
ÖLDIN gefin út hvern Miðvikudag að 17 McMicken Str. (12th Stt. S.] af OLAFSSON & CO- (H. Olafsson. M. Petebson.) Bitstjóri og ráðsmaðr (EDITOR A BUSINES8 MANAGEr): Jón Ólafsson ÖLDIN kostar: 1 ár $1,50; 6 mán $0,80; 3 mán. $0,50. Borgist fyrirfram Á íslandi kostar árg. 4 kr. Auglýsinga-verð: 1 þuml. dálks- lengdar eitt sinn $0,25; 1 þuml. 1 mán $1,00; 3 mán. $2,50; 6 mán. $4,50; 1J mánuði $8,00. Sendið peninga í registreruðu bréfi póstávísun (P. O. Money Ordér) eða Express Co. ávísun eða ávísun á banka í Winnipeg (ekki á utanbæjarbanka). Öll bréf og borganir sendist til: Olafsson Co. - - - P. O. Box 535. Winnipeg, Man. t Islenzk mentastofnun i Vestrheimi. IV. Þióðerni og mentun. Vér sögðum í öndverðu, að tak- mark allrar mentunar væri að fram- leiða heilhrigða sál í heilbrigðnm líkama; það er með öðrum orðum : að færa einstaklinginn sem næst hugsjóninni rnaðr, eins og vér hugs- um oss hana fullkomnasta. Eitt aðalskilyrði fyrir þessu er, að þekkja mannkynið og mannlegt eðli sem hezt. Slíka þekking öðlast menn eink- um og sér í lagi á þrennan hátt: við umgengni og eftirtekt í lífinu; af sögu mannkynsins, þjóðanna og •einstaklinga; og af bókmentum, eink- um skáldskap, og lieimspekilegum ritum. Þó að mannleg sál sé í aðal- dráttunum jafnan sjálfri sér lík hvervetna og á öllum tírnum, þá er fjölhreytni einstaklinganna óend- anlega margvísleg (og það er þafí sem gefr mannlífinu fegrð og að- dráttarafl í augum athugandans), og sálarlíf þjóðanna er og mjög með margvíslegum hætti, og hefir hver þjóð og hver tími sín sér- kennilegu einkenni eigi síðr í sál- arlífi en í ytri háttsemi og venj- um Þær námsgreinur, sem oinkum eru notaðar til að leggja grundvöll almennrar mentunar, eru inar sömu um allan mentaðan heirn, svo sem latneska, gríska, latneskar og grísk- ar bókmentir, saga, náttúrusaga, náttúrufræði, tölvísi, rúmfræði, liugs- unarfræði o. s. frv., og einatt eitt eða fleiri lifandi mál útlend. Bók- mentir, mál og saga fóstrjarðarinn- ar er iivervetna haft í fyrrúmi (nema á Islandi). Almenna mentun geta menn yf- ir höfuð fengið eins góða í þessari álfu, eins og nokkurstaðar annar- staðar á hnettinum, að svo miklu leyti, sem slíkt er undir skólum komið. Vitaskuld úir hér og grúir af húmhúgs-skólum, en það er heldr enginn hörgull á ágætum skólum. Flestallir inir heztu skólar (og nál. allir inir heztu háskólar) hér í landi eru lausir við öll kyrkjufélög. Hér í Manitoba er reyndar enginn há skóli enn þá til, og latínuskólarn- ir hér eru allir kyrkjuskólar, enda mun enginn þeirra vera neitt sér- legr. • , Þ.ið er auðvitað, að þ úr Islend- ingar, sem hér vaxa upp, vaxa upp til að verða Vestrheimsmenn, og er það því einsætt fyrir þá, að skoða mál og hókmentir og sögu Vestr- heims og ins enska þjóðflokks sem sitt þjóðmál og sínar þjóðlegu hók- mentir og sögu. Það er líf þessa þjóðflokks, sem þeir eiga að lifa og starfa á ineðai og vei'ða limir á, sem þeim ríðr mest á að skilja og 1 ifa sig inn í. Jnn ungi maðr, -sem fæðist hér í landi af íslenzkum foreldrum, stendr því nálega eins vel að vígi, eins og sá sem fæddr er af ensk- um foreldrum, til að afla sér al- mennrar mentunar. Hann á kost á inum sömu skólum með öllum sörnu kjórura. Það er enginn efi á, að vér stöndum að þessu leyti jafnt að vígi hérlendum mönnum. En stöndum vér þá alveg jafnt að í öllu tilliti. Eitt skortir vora ungu menn á við jafnaldra þeirra af hérlendu kyni. Þeir hafa gleymt sínu kyni án þess að geta verið orðnir full- gróðrsettir í hérlendum jarðvegi. Ef þeir þekkja ekki tungu og sögu og bókmentir Islands, þá eiga þeir enga forfeðra sögu, enga andlega fortíð. En enginn, sem vel þekk- ir mannlegt eðli, mun láta sér til hugar koma að hera inóti því, að þekkingin á sögu foi'feðra sinna sé þýðingarmikil mentunaruppspretta, og að hún skýri inum mentaða manni sjálfs hans eðli. Það eru in fegurstu dæmi manndóms og drengskapar í sögu forfeðra vorra, sem kenna oss að unna því sem hezt er sérkennilegt í þjóðflokki vorum. Eins að sínu leyti verka aðvörunardæmin sterkast á oss, þau er fram koma í sögu vors þjóðflokks; afleiðingarnar hafa haft áhrif á hann og þar með á kjör hans og lífs- skilyrði. Það tjáir ekki að gera skop að smárri þ.’óð og þýðingar- lítilli sögu. Það cr þó vor þjóð, og þýðing hennar er stór fyrir oss, hve smá sem hún kann að virðast gagnvart öðrum þjóðum. Það ,er náttúru-Tógmál, sem hér ræðir um; náttúru-lögmál, sem ekki víkr fyrir lieinum hugleiðingum. Það er eins með þetta eins og með for^jdra- og barna-ástina ' og ættingja-ræktina. (Jetr nokkur maðr efast urn, að eins góðir, eins skynsamir og eins merk- ir menn að öllu sé ótalmargir til í heiminum, eins og foreldrar hans 1 Og þó ann hann foreldrum sínum öllum öðrum framar. Enginn neitar því, að það sé mikilsvert að eiga góða foreldra; þó kemst margr vel á legg í ver- öldinni, sem aldrei hefir notið for- eldra HÍnna við. Engiríh neitar því víst heldr, að það sé gott að vera af „góðu hergi brotinn", en oft á þó „gyðingr gott harn“, og margr góðr og nýtr maðr hefir aldrei haft hugmynd um ætt sína og upp- runa. Þótt vér því álítum, að hér fæddi maðrinn af ísl. kyni, standi að þessu leyti ver að vígi en sá, sem fæddr er af ensku kyni, þá álítuin vér að þetta sé þö eigi stærri örðugleikar en svo, að einstaklingrinn geti með ýmsu móti unnið upp þann halla, er af þeirn leiðir. En vér álítumT að því fylgi líka nokkurt hagræði, að vera fæddr af útlendum foreldrum hér í landi. Af þeim þjóðum, er annars hafa nokkra rnentun og nokkrar hók- mentir, er engin svo smá eða ómork, að ekki sé vinningr að þekkja þjóð- líf hennar, tungu og bókmentir. Vitaskuld er svo margt að noma ( lífinu, að menn geta ekki eytt kröft- um og tíma í alt, sem í sjálfu sér gæti verið gott að nema ; menn verð.i að velja úr og hafna. Og þá meta menn ina andlegu arðs- von á móts við fyrirhöfnina. Til almennrar mentunar dettr engum í hug að velja nám máls og bókmenta smáþjóðar. Fyrirhöfnin verðr söm eða stundum meiri en við að nema t. d. latnesku, grísku eða ensku, þjóðversku eða frakknesku. F.n in andlega arðsvon eða in andiega upp- skera af námi þessara höfuðmála er svo miklu meiri en t. d. af námi spænsku, dönsku eða íslenzku, að engum dettr í hug að skifta. En alt öðru máli er að gegna ef sá maðr á í hlut, sem fæddr er af spænskum, dönskum eða ísenzk- um foreldrum, svo að mál einhverr- ar þesserar þjóðar er móðurmál hans, sem hann þarf ekki að eyða tíma til að læra. Þá ligpr opinn fyrir honum fjársjóðr, sem ef til vill er ekki svo stór, að það hefði hoi'gað sig að vei'ja mikilli fyrirhöfn og tíma til að ná honum, af því að aríðugri fjársjóðum mátti ná með sömu fyrirhöfn og tíma; en hins vegar horgar sig vafalaust að hirða hann, þegar hann liggr rétt við fætr manni, svo að sárlitla fyrirhöfn þarf til að taka hann upp og hirða hann. Hver sá maðr, sem fæddr er hér í landi af útlendum foreldrum, vex venjulega svo upp, að hann á svo gott sem tvö móðurmál, þ. o. tvö mál, sem hann lærir jafnsnemma ósjálfrátt sem harn, og skilr og getr talað, án þess að þurfa að nema þau sem útlend mál. Þetta eru mentunarlegir hagsmunir, sem fá- sinna væri að reyna ekki að hag- nýta sér. Og hvað gildi hókmenta vor Is- lendinga snertii', þá er það víst, að þótt nútíðarbókruentir vorar só smáar og lítt merkar á horð við hókmentir höfuðþjóðanna, þá eigum vér þó fornaldar-bókmentir svo merkar, að þær í sumuni greinum jafnast við inar merkustu fornald- arhókmentir höfuðþjóða heimsins. Því er það og að ýmsir merkustu háskólar hæði í Norðváífu og hér í álfu veita nú kenslu í íslenzkri tungu (n.orrænu) og forníslenzkum bókmentum. V. Stofnun ísi.enzks skóua. Yér viðrkennum þar með fús- lega, og vonum að allir vinir sannr- ar mentunar viðrkenni með, oss gilcli og þýðing íslenzkrar tungu og hók- menta, og að það sé einkar æskilegt, að ungum hérlendum námsmönnum af íslenzku kyni gefist kostr á að læra að hagnýta sér þann fjársjóð, sem í þeim er fólginn. Allt þetta heíir meðal annars vakað fyrir þeim sem hafa mælt fyrir íslenzkri skólastofnun hér vestra. Um alt það framansagða erum vér þeirn Iijartanlega samdóma. En svo erum vér hrædilir um, að sam- komulag vort nái að eins hingað, en —ekki lengva. Vér fáum nefnilega alls ekki sóð, að af þv! sem vér höfuin haldið fram hér að framan, leiði á nokkurn hátt nokkra minstu þörf ástofnun íslenzks skóla hér vestra. Hins vegar játum vór, að af því leiðir, að æskilegt væri að með tím- anuin (op það svo ttjótt sem ástæður leyfa) kæniist á kensla í ísleuzku (norrænu) og fsl. hókmentum við einhverjar hérlendar æðri mentastofn- anir (skóla). Og vér sjáum ekki neina ófæru í vegi fyrir, að þetta geti framgang fengið, ef laglega er á lialdið, án neinna ákaflegra fjárút- láta af hendi Islendinga. Má vera oss pelist kostr á að skýra það inál sérstaklega lietr síðar. Ilér viljum vór aftr henda á, livað oss virðist mæla beint gegn íslenzkri skólastofnun. Oss virðist liún nefnilega eigi að eins óþörf, hcldr og, ef nokkur veru- leg framkvæmd ætti úr henni að verða innan fyrirsjáanlegs tíma, þá hljóti hún að haka vorum prestriðna þjóðflokki hór alveg óhærilegan kostn- að ; og í sfðasta lagi teljum vér lík- legt, að stofnun skóla, sú sem nú er fyrh'huguð af lúterska kirkjufélaginu, mundi verða ið skaðvœnlegasta fvr- irtæki. Fyrir þessu skulum vór reyna að færa nokkur rök í niðrlagi þessarar ritgerðar næst. ÞJÓÐKYRKJA OG T UÚ A BBBAGÐA-OFSÓKNIB. Eins og kunnugt er af „Heims- kringlu" ritaði séra Matth'. Jochums- son vel skrifaða og drengilega grein í „Norðrljósið“, þar sem hann lýsti því, að hann væri sömu trúar um „eilífu fyrirdæminguna“ eins og séra Magnús Skaftason, og andæfði lúterska páfadæminu í Winnipeg. „Lögberg“ snéri út úr nokkrum orð- um í greinínni, en lagði annars ekki til málsins. „Sameiningin“ kom svo út með greinar tvær „um hneyksli". Fyrri greinin var um, að það væri hneyksli að þingið veitti ekki séra M. J. meira en (i0() kr. skáldstyrk á ári. Síðari greinin er mönun til yfirvaldanna á íslandi, að gera annað hvort, hræða eéra Matth. til að éta ofan í sig aftr játning sannfæringar sinnar eða setja hann frá embætti. „Kyrkjuhlaðið" getr með fám lín- um um grein séra Mattíasar og segir: „Neitun þjóðkyrkjuprests á skýlausri trúarsetningu gengr vitanlega ekki þegjandi, og málið vandast við það, að e i g i e r u þ e i r s v o f á i r, og það prestar, sem eru orðnir veik- trúaðir í þeirri grein“. „Lögberg“ tekr þetta upp í síðasta bl. með auðsjáanlegum fögnuði yfir því, að yfirvöldin heima muni líta á málið eins og Winnipeg-páfinn.— Vér skulum nú ekkert um það segja með

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.